Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 25

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 25
um að útvega og senda læknisvott- orð til lífeyrissjóðanna í stað þess að sjúklingurinn þurfi að gera það," seg- ir Jóhanna. „Það sem mér finnst mest áber- andi eftir þessa reynslu okkar," segir Lana, „er hversu mikill munur er á viðhorfi til sjúklinga í heilbrigðiskerf- inu annars vegar og tryggingakerfinu hins vegar. í heilbrigðiskerfinu er mikill metnaður fyrir því að lækna og gefa líf og þar er ekkert til sparað. Við gefum Landspítalanum og starfsfólki hans 15 stjörnur, þar vinnur fólk kraftaverk á hverjum degi, stundum við ömurlegar aðstæður. En um leið og búið er að útskrifa sjúklinginn og hann er orðinn viðskiptavinur Trygg- ingastofnunar er litið á hann sem svikahrapp og öryrkjadrasl sem þarf að hafa mikið fyrir því að fá það sem hann á rétt á. Manneskjan er jafn lömuð og í hjólastól á báðum stöð- um en viðhorfið er ótrúlega ólikt. Það er eins og alltaf sé gert ráð fyrir þvi að fólk sé að svíkja út úr almannatrygg- ingunum. Ég veit ekki hvort ástandið myndi lagast ef þetta yrði sett undir sömu yfirstjórn. Er þetta ekki sama ráðuneytið - heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið?" Jóhanna hefur nýlega fengið var- anlegt örorkumat svo ekki þarf leng- ur að skila læknisvottorðum á marga staði með reglulegu millibili. En var- anlegur öryrki þarf að sækja ýmsa ÞEGAR ÖLL ÁBYRGÐ OG UMÖNNUN LENDIR Á AÐSTANDENDUM GETA ÞEIR BROTNAÐ UNDAN ÁLAGINU OG ÞURFT SJÁLFIR AÐ LEITA Á NÁÐIR HEILBRIGÐISKERFISINS þjónustu til opinberra aðila og í því sambandi mæðir mikið á nánustu að- standendum. „Við þurfum að hafa mikil sam- skipti við hjálpartækjamiðstöð TR, m.a. vegna hjólastóla, og þar hefur gengið á ýmsu," segja þær og minn- ast þess þegar þær fóru til Svíþjóðar og hjólastólinn brotnaði í farangri hjá Flugleiðum. „Það er alltaf tekið skýrt fram í þessum samskiptum að sjúk- lingar hafi hjálpartækin að láni hjá TR, en þegar kom að því að sækja rétt sinn vegna þessara mistaka Flugleiða vorum við ekki lengur með stólinn í láni heldur var hann á okkar ábyrgð og ekki var gert ráð fyrir neinni ábyrgð flugfélagsins," segja þær og hrista hausinn. Eftir þetta atvik tók við mikil þrautaganga að fá nýjan hjólastól. Fá þurfti nýtt vottorð frá sjúkraþjálfara og senda nýja umsókn til TR og á endanum fékkst úrsér- genginn 18 kílóa stóll sem hefði átt að vera löngu búið að leggja. „Það hefði kannski verið í lagi að hafa svona stól fyrir manneskju sem notaði hann bara til að hvíla sig í," segir Lana, „en Jóhanna var algjör- lega háð stólnum og ég þurfti að lyfta honum inn og út úr bílnum hvert sem við fórum. Þessi samskipti enduðu með mjög lítilsvirðandi framkomu gagnvart okkur. Þegar við fórum fram á að fá nýrri og léttari stól sögðu starfskonurnar: „Okkur er nú uppálagt að fara vel með almanna- fé." Nýr og léttur hjólastóll kostar kannski 250.000 krónur og það átti að spara. Á sama tíma fékk Jóhanna lyf fyrir meira en milljón á ári." Ólíkt spítölunum finnst Jóhönnu og Lönu faglegur standard ekki alltaf nógu hár innan tryggingakerfisins. „Við höfum t.d. lent á iðjuþjálfa sem vissi minna en ekki neitt um hjóla- stóla og kunni ekkert að stilla þá fyrir Jóhönnu. Þetta er auðvitað ekki algilt um TR, þar vinnur líka margt prýðis- gott fólk, en brotalömin er mjög áberandi varðandi hjálpartækin, hvernig þau eru afgreidd og hvort viðkomandi fær þau yfirleitt. Maður bíður og bíður eftir svari og fær svo kannski nei eftir allt saman." Skiptir máli að parið sé tvær konur? Þær hafa velt þvi fyrir sér hvort þjón- ustan við þær sé öðru vísi vegna þess vera / 3. tbl. / 2004 / 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.