Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 57

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 57
Repúblikaflokkurinn, hægri sinnaður íhaldsflokkur, stjórn- ar öllum þremur stigum stjórnkerfisins;framkvæmdavald- inu, löggjafarvaldinu og dómsvaldinu. Sú staða hefur leitt til þess að fóstureyðingarétturinn hefur verið skertur tölu- vert síðustu árin. Nú eru í gildi í ýmsum fylkjum Bandaríkj- anna lög sem krefjast sérstaks biðtíma og jafnvel ákveðins fjölda heimsókna til læknis áður en konum er leyft að fara í fóstureyðingu. Önnur ríki leyfa ekki fóstureyðingar ungra kvenna nema með leyfi foreldra. Og fátækum konum er gert mjög örðugt að fá fóstureyðingu þvi sett hefur verið í lög að ekki megi nýta fjárstuðning frá ríkinu til fóstureyð- inga og því hafa margar konur hreinlega ekki efni á þeim. Ný lög vega að réttinum til fóstureyðinga Tvær lagasetningar tóku síðan gildi á síðastu mánuðum sem báðar hefta réttinn til fóstureyðinga. Á síðasta ári, 2003, samþykkti alþingi Bandaríkjanna lög sem nefnd eru „Partial-Birth Abortion Ban Act of 2003" sem er algjört bann við fóstureyðingum á síðustu vikum meðgöngu. Þessi lög eru fyrsta lagasetningin sem gerir eina einstaka læknisaðgerð ólöglega. Lögin innihalda engar undan- tekningar, jafnvel þó að líf móðurinnar eða heilsa sé í hættu, og andstæðingar benda á að orðalag þeirra sé það óljóst að hægt sé að túlka þau sem svo að læknar geti hvenær sem er tekið ákvörðun fyrir konur hvort eyða eigi fóstri eða ekki. Önnur lagasetning tók gildi 1. apríl á þessu ári. Þessi lagasetning, „Unborn Victims of Violence Act" (sem ef til vill væri hægt að snara á íslensku sem „lagasetning hinna ófæddu fórnarlamba ofbeldis") gefa fóstri í maga móður sömu réttindi og einstaklingi. Þessi lög vega óbeint að fóstureyðingaréttinum því að ef morðingi ófrískrar konu getur verið dæmdur fyrir morð á fóstri, þá kemur ekkert í veg fyrir að fóstureyðingalæknir geti verið ákærður fyrir sama glæp. Réttur kvenna yfir eigin líkama Kröfugangan 25. apríl síðastliðinn var haldin fyrst og fremst til að til að minna alla Bandaríkjamenn á að nauð- synlegt sé að halda áfram að berjast fyrir rétti kvenna yfir eigin líkama og til þess að virkja yngri kynslóðina í þeirri baráttu. Ýmsar þekktar konur héldu ræður í göngunni, svo sem leikkonurnar Julianne Moore, Kathleen Turner, Whoopi Goldberg og Susan Sarandon, stjórnmálakonurn- ar Hillary Clinton og Madeline Albright, og þekktar kven- réttindakonur eins og Gloria Steinem. Einnig tóku alþjóð- legar sendinefndir frá yfir sextfu löndum þátt í göngunni en þessi barátta er síður en svo innanríkismál Bandaríkj- anna, nú þegar Bandaríkjastjórn hefur hætt öllum fjárveit- ingum til alþjóðlegra hjálparstofnana sem hjálpa konum að fá fóstureyðingu. GANGAN VAR EKKI HALDIN UNDIR FORMERKJUM EIN- STAKS STJÓRNMÁLAFLOKKS EN GREINILEGT VAR AÐ HÚN BEINDIST EINKUM GEGN FORSETA BANDARÍKJ- ANNA, GEORGE W. BUSH, OG STJÓRN HANS. SÍÐAN BUSH TÓK VIÐ VÖLDUM FYRIR ÞREMUR ÁRUM HEFUR STJÓRN HANS BEITT SÉR FYRIR LAGABREYTINGUM SEM SKERÐA RÉTT KVENNA TIL FÓSTUREYÐINGA Bush forseti var ekki í Washington þegar gangan var gengin að Hvíta húsinu en talsmaður hans lét hafa eftir sér að forsetinn tryði því að Bandaríkjamenn ættu að vinna að því að byggja „líf-menningu" í Bandaríkjunum og að „hvort sem við styðjum fóstureyðingar eður ei þá getum við unnið saman að því að fækka þeim með því að styðja námsskrár sem leggja áherslu á kynlífsbindindi í stað fræðslu um kynlíf, með því að styðja lög sem krefjast að foreldrar séu látnir vita af fóstureyðingum ósjálfráða ung- linga og með því að styðja bann við fóstureyðingum á síð- ustu mánuðum meðgöngu." Roe No More Kannski er það kaldhæðni örlaganna að Roe sjálf, konan sem réttur bandarískra kvenna til fóstureyðinga er kennd- ur við, er nú orðin harður andstæðingur fóstureyðinga. Roe, sem réttu nafni heitir Norma McCorvey, var 21 árs þegar hún var beðin um að vera lykilmanneskja í lögsókn sem tveir lögfræðingar frá Texas höfðuðu til að fella úr gildi bann við fóstureyðingum. McCorvey, sem þá var ólétt í þriðja skiptið, féllst á það. Hún fór aldrei sjálf í fóst- ureyðingu þar sem lög Texas fylkis leyfðu það ekki og gaf þriðja barn sitt til ættleiðingar. Næsta áratuginn flakkaði McCorvey frá einu láglaunastarfinu í annað þar til hún kom fram opinberlega á níunda áratugnum og kvaðst vera Roe. Hún öðlaðist nokkra frægð og fékk starf í fóstur- eyðingamiðstöð í Dallas. Skipulögð mótmæli andstæð- inga fóstureyðinga fóru reglulega fram í kringum stöðina og McCorvey kynntist forsprakkanum (reglulegum reyk- pásum sínum fyrir utan húsið. Þau tóku tal saman og það endaði með því að McCorvey lét endurskírast til kristinnar trúar árið 1995. Nú hefur McCorvey stofnað sinn eiginn kirkjusöfnuð sem ber heitið „Roe No More" eða „Ekki leng- ur Roe" og berst gegn fóstureyðingaréttinum sem ber nafn hennar. Greinin er byggð á greinum úr The New York Times og CNN og úrgögnum NOW, National Organization for Women X vera / 3. tbl. / 2004 / 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.