Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 35

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 35
einkenni og hver og einn lærir að takast á við þau í byrjunarfasa. Með því er hægt að stytta veikindatíma- bilið. Byrjunareinkenni geta verið ýmis konar; að missa svefn, að sækja í sætindi, einangra sig eða fyllast kvíða. Þegar fólk er í jafnvægi er hægt að undirbúa sig á hvern hátt er hægt að bregðast við og hvað hefur virkað og ekki virkað áður. Mikil- vægt er að fólk hafi nokkra aðila í stuðningsneti sínu og hver og einn viti sitt hlutverk í því neti. Einn get- ur virkað vel í veikindum og annar betur í bataferlinu. Það er líka mik- ilvægt að undirbúa innlögn ef til þess skyldi koma og skrifa niður hvað hefur t.d reynst vel eða illa, hvaða lyf viðkomandi vilji ekki taka o.s.frv. Það skiptir máli hver muni sjá um börnin eða gæludýrið og fólk á að undirbúa slíka hluti þó að eng- in vilji veikjast aftur. Það hefur ver- ið vandamál þegar fólk verður mjög veikt og þá er einmitt gert það sem það vill ekki. Þá fer allt í vitleysu og endar jafnvel með handalögmálum. Það er líka mikilvægt að undir- búa batann: „Þegar ég er orðin svona góð(ur) þá vil ég ekki að þessi eða hinn ráðskist með mig lengur.” I miklum veikindum vantar dóm- greindina og þá þarf að ráðskast með fólk. Stundum er það þó gert of lengi. Af því að fólk hefur áður gert einhverja skrautlega hluti eig- um við svo erfitt með að leyfa því að gera mistök, en við lærum öll af mistökunum. Eitt sinn þegar ég hélt fyrirlestur stökk ég fyrirvaralaust upp á borð. Það kom svipur á fólk en það beið rólegt eftir því að ég út- skýrði hvers vegna ég hefði gert þetta. Ég sagði við þau: „Þið vitið hver ég er og hvert hlutverk mitt er. Ef ég væri geðsjúk, hefðuð þið gefið mér séns áður en þið dæmduð mig?” Við verðum líka að gefa geð- sjúkum séns.” Að mati Elínar Ebbu ætti með- ferð geðsjúkra að miða að því að fólk verði virkir þátttakendur í sam- félaginu þrátt fyrir einkenni sjúk- dómsins. Ekki einblína á að lækna sjúkdómana, sem í mörgum tilfell- um sé ekki hægt að öllu leyti. „Ef fólk hefur þær væntingar að það eigi að læknast verður það fyrir vonbrigðum. Ef það hugsar hins vegar: „Ókei, þetta er eitthvað sem ég þarf að lifa með,” verður það sátt miklu fyrr. Utan á skrifstofunni minni hef ég skilti sem á stendur „Why be normal?” Vegna þess að mér fmnst kerfið hafa gengið of mikið út á að fíxa fólk. Takmarkið á ekki að vera að gera fólk „eðlilegt”, heldur hjálpa því að ná sátt og gera því kleift að taka þátt þó að það sé öðruvísi. Samfélagið byggir of mik- ið á því að við eigum öll að vera eins og passa í einhverjar staðalímyndir - og jafnvel að finna „gölluðu gen- in” og losa okkur við þau svo engin verði öðruvísi. En það er einmitt þetta öðruvísi fólk sem gefur okkur aðra sýn á lífið og kennir okkur að forgangsraða á annan hátt. Ég held að það sé tilgangur með þessu öllu. Hugarafl ætlar sér að hafa áhrif á þjónustuna við geðsjúka. Þau eru ekki tilbúin að fara út á vinnumark- aðinn vegna þess að þau passa ekki inn í munstrið, en vilja vera virk og láta gott af sér leiða. Þau vilja undir- strika það sem er gert gott en líka benda á það sem betur má fara. Eitt af verkefnunum sem Hugarafl er með í sumar er gæðaeftirlit á geð- deildum. Þau munu fara inn á deildir, ræða við skjólstæðinga þar og athuga hvað fólk er ánægt eða óánægt með í þjónustunni. Þetta er gert eftir fyrirmynd frá Noregi en talað um einhvers konar atvinnu- rekstur í miðbænum - sem um leið væri starfsendurhæfmg fýrir geð- sjúka. Síðasta sumar settum við hugmyndir okkar í púkk ásamt nokkrum notendum sem starfað höfðu með Auði í notendahóp og sendum inn í hugmyndasam- keppni á Evrópuári fatlaðra 2003 sem félagsmálaráðuneytið sá um hér á landi. Hugmyndin okkar fékk styrk til að halda áfram að þróa hugmyndina um Hlutverkasetur. Þungamiðja verður kaffihúsið og í kringum reksturinn verður fram- leidd notandaþekking í gegnum rannsóknir og gæðaeftirlit. Hlut- verkasetur þarf að hafa einhverja miðju - stað þar sem almenningur kemur líka, vegna þess að við þurf- um líka að takast á við fordóma. í notendarannsókn sem ég gerði kom fram að geðsjúkir vilja ekki vera einangraður hópur. Því stefnum við að því að hafa Hlutverkasetur fýrir alla sem hafa dottið úr hlutverkum sínum, t.d. atvinnulausa. Kaffihúsið á að vera miðsvæðis - og það á að vera markaðssett á jákvæðum nót- um sem lifandi kaffihús þar sem allt getur gerst.” Elín Ebba segir að á Kaffi Klikk muni alltaf vera einhverjar uppá- komur og þar geti ekki aðeins geð- ÁÐUR VORU ÞAU SJÁLF FORDÓMAFULL HVERT í SÍNU HORNI 0G EF ÞAU NÁÐU HEILSU LÉTU ÞAU ENGA VITA AF ÞVÍ, ÞÁ VORU VEIKINDIN BARA GLEYMT TÍMA- BIL. ÞAÐ ER EKKI FYRR EN NÚNA SEM FÓLK ER AÐ KOMAST YFIR EIGIN FOR- DÓMA 0G SKAMMAST SÍN MINNA FYRIR AÐ VERA MEÐ SJÚKDÓM þar greip um sig mikil hræðsla hjá heilbrigðisstarfsfólki um að nú kæmu geðsjúkir og ætluðu að fara að kollvarpa kerfmu. Síðan kom í ljós að það voru fleiri hlutir sem geðsjúkir voru ánægðir með og mikilvægt að styrkja þá. Hér heima er þó engin tortryggni, hér vilja allir vera með og færri komast að en vilja.” Kaffi Klikk og Hlutverkasetur „Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi hafði lengi lumað á kaffihúsahugmynd- inni sinni,” segir Elín Ebba þegar talið berst að því senr hún kýs að nefna Kaffi Klikk. „Hún hafði oft sjúkir og velunnarar þeirra komið saman, heldur allur almenningur. Hún bendir á að það sé t.d. hefð fyr- ir miklu félagslífi hjá framhalds- skólanemum og Hugarafl vilji virkja þann hóp með sér. Þannig sé hægt að vinna gegn fordómum. Að virkja allt þetta litríka, skemnitilega, unga fólk með sínar frjóu hugmyndir sem það getur komið í farveg á Kaffi Klikk. „Þessar hugmyndir miða að því að virkja umhverfið, ekki alltaf að vera að fixa einstaklinginn. Auðvit- að fara þau áfram á bráðaþjónust- una og til lækna og gera allt þetta venjulega, en til þess að reka smiðs- vera / 3. tbl. / 2004 / 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.