Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 27

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 27
HÉR GÆTI REYKJAVÍKURBORG GENGIÐ Á UNDAN MEÐ GÓÐU FORDÆMI (EÐA TEKIÐ FRUM- KVÆÐIÐ), T.D. MEÐ SAMÞÆTTINGU EÐA EFLINGU SAMSTARFS í MÁLAFLOKKUM RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA INNAN FYRIRHUGAÐRA HVERFISMIÐSTÖÐVA hringdi Jóhanna í mömmu og bað hana að koma. Frá því veikindi Jó- hönnu hófust fyrir fimm árum tók ég að mér aðstandandahlutverkið af fullum heilindum og lokaðist inni í því. Ég lagði sjálfa mig til hliðar og byrgði mínar tilfinningar inni en inni í mér var allt í einum hrærigraut; hugs- anir um dauðann, hræðsla við að hún myndi aldrei fá aftur mátt fyrir neðan mitti, eins og læknarnir sögðu mér en ekki henni, og átökin sem fylgdu þessum miklu breytingum á lífi okkar. Líf okkar eins og það var áður er ekki lengur til. Við endurmátum forgangs- röðina og við það lokuðumst við af. Við tókum ekki lengur þátt í því „að drepa tímann", því fyrir okkur er tím- inn svo dýrmætur að við viljum nýta hann og njóta hans. Þetta áttu sumir vinir og fjölskyldumeðlimir erfitt með að skilja og réðu ekki við aðstæðurn- ar. Það er rétt núna sem við erum að brjótast út úr einangruninni." Þær segja að líklega sé ekki óalgengt að nánasti aðstandandi langveikrar manneskju veikist vegna ofurálags. Þannig megi segja að hinum gríðar- legu fjárfestingum heilbrigðiskerfis- ins sé að hluta til kastað á glæ. Þegar öll ábyrgð og umönnun lendir á að- standendum geta þeir brotnað und- an álaginu og þurft sjálfir að leita á náðir heilbrigðiskerfisins. „Það er auðvitað ekki ódýrara fyrir kerfið að vera með tvo sjúklinga í staðinn fyrir einn og hefði kannski verið hægt að koma í veg fyrir þetta ef einhver eftirfylgni hefði verið. Mér finnst ekki óeðlilegt að t.d. þremur mánuðum eftir að Jóhanna var út- skrifuð hefði okkur verið boðið að koma til viðtals til að sjá hvernig okk- ur hafi gengið. Ef ég hefði fundið eitt- hvert handaband yfir í hjálpina, t.d. frá sálfræðingi, félagsráðgjafa eða djákna, hefði þetta kannski ekki kom- ið fyrir. En ekkert svoleiðis er til stað- ar. Alltént ekki boðið að fyrra bragði. Eini tengiliðurinn er læknirinn sem fylgist með líkamlegu ástandi Jó- hönnu, ávísar lyfjum o.s.frv. Þannig er manneskjunni alltaf skipt í tvennt og líkaminn læknaður en sálin skilin eftir. Það er eins og sálgæsla sé ekki inni í myndinni en hún hlýtur að þurfa að vera partur af heilbrigðiskerfinu," segir Lana. Jóhanna bætir við að auðvitað hefði hún líka haft gott af því að hitta einhvern til að ræða um andlega líð- an sína og fá hjálp til að sætta sig við sjúkdóminn. Meðan hún lá á Land- spítalanum kom djákni og ræddi við hana og heimsótti hana líka á Grens- ásdeildina. Einhver slík aðstoð stend- ur til boða hjá MS félaginu en þegar verst stóð á hjá þeim var félagið óstarfhæft vegna innri erfiðleika, sem sýnir að ekki má einungis treysta á fé- lög sjúklinganna sjálfra hvað varðar ýmsa aðstoð. Að lokum eru þær stöllur spurðar hvaða skilaboð þær vilji senda til þeirra sem vilja vinna að meira jafn- rétti allra. Og svarið er; „Jafnrétti lík- ama og sálar má ekki gleymast, vel- ferð sálarinnar verður að vera hluti af hinu sameiginlega velferðarkerfi. Þjónusta ríkis og sveitarfélaga þarf líka að vera auðveldari í notkun fyrir borgarana. Réttindi hvers og eins eiga að liggja Ijós fyrir, vera auðsótt og hin sömu fyrir alla. Þetta eru okkar eigin skattpeningar sem er verið að nota, öllum til góðs. Hér gæti Reykja- víkurborg gengið á undan með góðu fordæmi (eða tekið frumkvæðið), t.d. með samþættingu eða eflingu sam- starfs í málaflokkum ríkis og sveitarfé- laga innan fyrirhugaðra hverfismið- stöðva. X Úr dagbók Lönu: 30.01.0 Heimili okkar er allt í senn: Gjörgæsla, geðdeild, lang- lega og bráðavakt. Hinar brúklegu fúnksjónir eru í fyrirrúmi, hægðir og þvag fyrst og síðast. Við skiptum bróðurlega með okkur einni svefn- töflu og vatnsglasi, skál í boðinu! Það hefur svo margt breyst innan í manni á undanförn- um árum. Mér finnst ég varla vera sama manneskjan í dag og í gær. Til dæmis eins og þetta með að losa sig við hluti. Mér finnst það stór- kostlegur léttir. Lífið verður svo á- þreifanlegt þegar maður hefur rambað á barmi hengiflugsins. Þetta er bara sama gamla sagan. Fólk sem sleppur naumlega við dauðann fer loksins að lifa lífinu. Undarlegt að vera svona lengi að átta sig á aðalatriðinu við lífið.... vera/B.tbl./2004/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.