Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 46

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 46
Lana Kolbrún Eddudóttir / TÓNLIST Djasspíanistinn Sunna Gunnlaugsdóttir » Djasstónlist hefur frá upphafi verið mörkuð mjög ákveðnum kynjahlutverkum. Strákarnir spila en stelpurnar syngja. Þetta fór ekki að breytast fyrr en í lok 20. aldar en þá tók konum að fjölga í röðum hljóðfæraleikara í djassinum. Ein af örfáum íslensk- um konum sem hafa tekið sér hið sterka hlutverk hljómsveitarstjórans er djasspíanóleikarinn og tón- skáldið Sunna Gunnlaugsdóttir en hún er jafnframt fyrsta íslenska konan sem leggur fyrir sig djass- píanóleik sem atvinnumanneskja. * Sunna er fædd 1970, ólst upp á Seltjarnarnesi og spilaði á orgel sem barn en forðaðist lengi klassískan píanóleik því hún hélt að hann hlyti að vera svo leiðinlegur. Um tíma lék hún á hljómborð með ýmsum popphljómsveitum og var í bræðingssveitinni Tónskröttum en byrjaði að læra á píanó í tónlistarskóla FÍH þegar hún var 18 ára og var það í fyrsta skipti sem hún spilaði á píanó. Að loknu námi í FÍH hélt Sunna til Bandaríkjanna árið 1993 til að nema djasspíanóleik við William Paterson Col- lege í New Jersey og sóttist námið svo vel að hún fékk fría skólavist síðasta árið fyrir frábæran námsárangur. (skólan- um kynntist hún eiginmanni sínum, trommuleikaranum Scott McLemore og hafa þau lengi búið í höfuðborg djass- listarinnar, New York. Þaðan gerir Sunna út hljómsveitir sínar sem eru yfirleitt með eiginmanninn við trommusett- ið, oftast nær píanótrió eða kvartettar með saxófóni, pí- anói, bassa og trommum. Sunnu Gunnlaugsdóttur hefur gengið vel að koma sér á framfæri í hörðum heimi atvinnutónlistarmanna í Bandaríkjunum og hafa diskar hennar fengið prýðisgóða dóma. En velgengnin er afrakstur mikillar vinnu og kynn- ingarstarfið er tímafrekt, oft á tíðum jafnvel svo að aðalat- riðið, tónlistin sjálf, verður að sitja á hakanum. „Stundum hef ég eytt miklu meiri tíma við símann og tölvuna heldur en við píanóið en það gerir þetta enginn fyrir þig, þú verð- ur að koma þér af stað sjálf." Sunna hefur lengi haldið úti eigin heimasíðu á netinu, www.sunnagunnlaugs.com og fyrir atvinnutónlistarmenn þýðir ekkert annað en að vera með allar upplýsingar aðgengilegar. Það getur skipt sköp- um upp á að fá eitthvað að gera, ná í „gigg" og selja diska. Sunna segir lika að það hafi oft reynst sér vel að vera kona, og það íslensk kona, þegar kemur að því að koma hljóm- sveitinni og tónlistinni á framfæri. „Það er kostur að skera sig úr og það vekur oft áhuga hjá blaðamönnum." Opinn og lagrænn djass Píanóleikur Sunnu er af hinum Ijóðræna skóla, íhugull og vandlega spunninn, í anda Bill Evans þar sem fáar nótur segja meira en margar. Á fyrsta diski sínum, Far far away, sem kom út 1997 stillti Sunna upp píanótríói, einu kröfu- harðasta formi djasslistarinnar, og fórst það einkar vel úr hendi, lék efnisskrá með djassstandördum og tónsmíðar eftir sjálfa sig og eiginmanninn Scott. Píanótríóið leikur í höndum Sunnu og mætti hún gera meira af því að nota þá áhöfn. Á næsta diski, Mindful, frá árinu 2000 var tríó Sunnu orðið að kvartetti með saxófóni og Mindful markaði þau timamót að öll tónlistin á diskinum var eftir Sunnu. Á sönglagadiskinum Fögru veröld, sem kom út 2002, fikraði Sunna sig yfir í sönglistina og spreytti sig á sameiningu lags og Ijóðs. Til að flytja þessi 21. aldar „síðustu lög fyrir fréttir" fékk hún til liðs við sig söngkonuna Kristjönu Stef- ánsdóttur og saxófónleikarann Sigurð Flosason og upp- skar tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir vik- ið. Á Fögru veröld eru lög Sunnu við Ijóð eftirTómas Guð- mundsson, Sunnu Gunnlaugsdóttur, Stein Steinarr, Sofiu Thorarensen og Sigurbjörgu Þrastardóttur og virðast Ijóð Reykjavíkurskáldsins Tómasar hitta tónskáldið einkar vel. „Þegar ég er að semja, finnst mér oft að lögin ættu að vera 46 / 3. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.