Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 44

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 44
/ VIÐTAL 4» atvinnulífið væri komið. Þær skildu alveg hvað ég var að fara og ætla að búa sér til tengslanet." Útlitsdýrkun samfélagsins er eitt af því sem Ingibjörg telur að geti háð konum. Hún segir áberandi hvað kvennemendur sínir séu uppteknar af útlitinu, enda séu þær mjög falleg- ar, vel klæddar, kynþokkafullar og geislandi. „Neikvæða hliðin er hins vegar sú að þær meta hver aðra eftir útlitinu og ég hef bent þeim á þá hættu. Ég sé sjálfa mig í sumum þeirra þar sem þær eyða of miklum peningum í kjól fyrir árshátíðina eða tíma í að hafa sig til sem mætti nota til annarra og uppbyggilegri hluta. Við þurfum að vara okkur á því að láta ekki bara út- litsstaðalinn ráða þegar við metum konur eða tölum um þær. Ég á ágæta vinkonu sem er þingmaður og ég sagði við hana einhvern tíma þeg- ar hún hafði komið fram í Kastljósi: „En hvað þú varst flott í sjónvarpinu í gær,“ enda leit hún einstaklega vel út. Hún benti mér þá á hvað fólk sé upptekið af útliti kvenna en leggi minna upp úr því hvað þær hafi að segja. Við verðum að venja stelpur strax á að meta sig eftir því hvað þær eru klárar en hafa útlit ekki sem eina mælikvarðann." Kynjakennitölur fyrirtækja Sem kennari í viðskiptaháskóla sem menntar stjórnendur fyrir atvinnulíf og samfélag og hefur kynjakvóta við inntöku nemenda, segir Ingibjörg að sig varði um það að konur komist ekkert áfram í viðskiptalífmu. „Það er alvarleg staðreynd þegar konur hafa verið meira en helmingur út- skriftarnema úr lögfræði- og við- skiptadeildum í meira en áratug að þær skili sér ekki í stjórnir fyrir- tækja, framkvæmdastjórnir né for- stjóra- eða bankastjórastóla. Það segir okkur að einhvers staðar er kerfisbundin skekkja í dæminu. Ég hef grun um að tengslanet karla hafi áhrif þegar kemur t.d. að því að velja í stjórnir og framkvæmdastjórnir fyrirtækja. Það virðist líka vera sama hvað konur mennta sig mikið, þær eru nánast aldrei gerðar að álitsgjöf- um í samfélaginu. Þar hafa fjölmiðl- arnir brugðist, það er eins og þeir telji sig ekki lengur þurfa að gæta kynjajafnvægis við val á viðmælend- um, eða þeir bara nenna því ekki.“ En hvernig fékk Ingibjörg hug- myndina að kynjakennitölunum? „Þegar ég fór að velta fyrir mér þeim mismun sem er á opinberum fyrir- tækjum og einkafyrirtækjum hvað varðar stöðu kvenna fannst mér að við yrðum að finna upp aðferð til að veita einkamarkaðnum aðhald. Við sjáum að Reykjavíkurborg t.d. er að vinna að jafnréttismálum og jafn- réttisstaf er unnið innan ráðuneyta, en á sama tíma er lítið sem ekkert að gerast í viðskiptalífinu, þar er gler- þakið einstaklega þykkt. Gamla lög- málið, af því konur eru ekki þar komast þær ekki þangað, er í fullu gildi. Spurningin er því hvernig þær eigi að komast þangað. Ég fór að hugsa um þau völd sem við höfum með neytendahegðun okkar og frelsinu til að velja störf eða at- vinnurekendur. Við höfum vald til að beina viðskiptum okkar til fyrir- tækja sem standa sig í jafnréttismál- um en til þess þurfum við opinberan mælikvarða á árangur. Með því að birta tölur um stöðu kvenna innan fyrirtækjanna er hægt að sýna fram á þetta með einföldum hætti og það lagði ég til í erindi mínu. Ég tel auð- velt að sammælast um að við þurf- um að laga stöðuna og þar sem auð- velt er að mæla hana ætti að vera auðvelt að laga hana.“ Ingibjörg segir algengt að konur séu fjölmennar í millistjórnenda- stöðum en skili sér illa í æðri stöður. Kynjakennitalan eigi að greina á milli þeirra og annarra stjórnenda og gefa upp ýmis kynjahlutföll inn- an fyrirtækjanna. Þegar hún talar / 3. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.