Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 19
Anna Jörgensdóttir,
lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi Hafnarfjarðar
Jafnréttisstarf hjá Hafnarfjarðarbæ
»Frá hausti 2003 hefur verið starfandi í Hafnarfirði lýðræðis- og jafnréttisnefnd, sú eina
sinnar tegundar á landinu. Jafnréttisráðgjafi var starfandi hjá Hafnarfjarðarbæ til vors
2003 en þá var sú staða lögð niður og ný staða stofnuð - staða lýðræðis- og jafnréttisfull-
trúa. Með tilkomu hinnar nýju nefndar og hinnar nýju stöðu vildi meirihlutinn í Hafnar-
firði, fulltrúar Samfylkingar, leggja aukna áherslu á lýðræðis- og jafnréttismál í breiðum
skilningi en ekki einskorða sig við kynjajafnréttið.
4»
Jafnréttisumræða á íslandi hefur mikið til
verið bundin við jafnrétti kynjanna en ekki
svo mikið verið hugsuð út frá jafnræðis-
reglunni eins og hún er orðuð í stjórnar-
skrá. Það hefur meira segja gengið svo
langt að hugtakið jafnrétti er í raun notað
yfir þrengra hugtak - kynjajafnrétti. í mín-
um huga eru frelsi og jöfnuður grundvall-
argildi mannréttinda og vinna að jafnréttis-
málum snertir því mannlífsflóruna í heild
sinni. Það hlýtur að vera í eðli sínu jákvætt
og uppbyggilegt að samþætta öll jafnrétt-
ismál undir einn hatt enda er mismunun í
eðli sínu lík, hvort sem hún beinist gegn
einstaklingi á grundvelli kynferðis eða litar-
háttar. Einnig er rétt að benda á að kynferði
hefur að sjálfsögðu einnig þýðingu þegar
aðstæður minnihlutahópa eru skoðaðar.
(erindisbréfi fyrir lýðræðis- og jafnréttis-
nefnd Hafnarfjarðar er hlutverki nefndar-
innar m.a. lýst þannig: Að fara með og móta
lýðræðis- og jafnréttismái í víðtækum skiln-
ingi í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar samþykkti nýverið, 15. júní 2004,
jafnréttisstefnu sem gilda á fyrir árin 2004-
2007. Ákveðið var að stefnan tæki að
mestu leyti mið af því að vinna að jafnrétti
kynjanna, enda hvílir lagaskylda á sveitar-
félaginu að gera áætlun um kynjajafnrétti.
Nánari útfærsla og framkvæmd á stefnunni
verður í jafnréttisáætlunum stofnana bæj-
arfélagsins. Þrátt fyrir að stefnan taki að
mestu leyti mið af kynjajafnrétti segir hins
vegar orðrétt í inngangi að stefnunni:" ...er
það mat lýðræðis- og jafnréttisnefndar og
lýðræðis- og jafnréttisfulltrúa að hún
(stefnan) geti einnig að vissu marki tekið til
jafnréttis ólíkra hópa og þá í skilningi jafn-
ræðisreglu stjórnarskrárinnar. Jafnréttis-
starf á Norðurlöndum hefur verið að fikra
sig í þessa átt og líklegt með hliðsjón af
umræðunni að þróunin verði sambærileg
hér á landi. Með jafnréttisáætlunum stofn-
ana og fyrirtækja bæjarins er hægt að huga
enn frekar að jafnréttisstarfi ýmissa minni-
hlutahópa s.s. minnihlutahópum fatlaðra,
samkynhneigðra og nýbúa."
Þarfir ólíkra hópa viðurkenndar
í framtíðarsýn stefnunnar kemur þessi
hugsun einnig fram en sýnin er á Hafnar-
fjarðarbæ sem jafnréttissinnað og lýðræð-
islegt bæjarfélag sem tryggi öllum einstak-
lingum jöfn tækifæri og möguleika til
áhrifa og þar sem þarfir ólíkra hópa eru við-
urkenndar.
En hvað er bærinn að gera í þessum
málum nú um stundir? Lýðræðis- og jafn-
réttisnefnd fékk á sinn fund Berglindi Rós
Magnúsdóttur sem vann skýrsluna „Minni-
hlutahópar, kynferði og jafnrétti" fyrir
Reykjavíkurborg og var styrkt af Nýsköpun-
arsjóði námsmanna. Berglind kynnti niður-
stöður sínar fyrir nefndarmönnum og lýð-
ræðis- og jafnréttisfulltrúa og voru þær
gott innlegg við lokafrágang á Jafnréttis-
stefnu Hafnarfjarðar 2004-2007.
Á fundi nefndarinnar í lok apríl var
ákveðið að ráða Andreu Ósk Jónsdóttur há-
skólanema til að vinna að rannsóknarverk-
efni um stöðu málefna nýbúa í Hafnarfirði.
Andrea hefur þegar hafið störf og mun
vinna að rannsókninni í sumar og skila nið-
urstöðum og tillögum í lok sumars. Stefnt
er að því að hægt verði að móta stefnu og
aðgerðaáætlun í málefnum nýbúa á grund-
velli rannsóknarinnar. Eins og fram hefur
komið er gert ráð fyrir því í jafnréttisáætl-
unum stofnana að hægt sé að huga enn
frekar að málefnum minnihlutahópa. Nú er
verið að leggja lokahönd á jafnréttisáætlun
fjölskyldusviðs, en undir það heyra Félags-
þjónustan, Skrifstofa íþróttamála og Skrif-
stofa æskulýðsmála. Meginmarkmið áætl-
unarinnar er að allt starf á fjölskyldusviði
skuli hafa það að leiðarljósi að ákvarðanir
séu teknar með jafnrétti í huga. Með þessu
er átt við jafnrétti í eðlilegum skilningi þess
orðs en ekki einvörðungu kynjajafnrétti. Ég
get nefnt nokkur dæmi úr
áætluninni þar sem verið er að horfa til
annarra þátta en kynferðisins.
• Jafnrétti óháð efnahag. Samningar Hafn-
arfjarðarbæjar og ÍBH um niðurgreiðslur til
barna 10 ára og yngri (Skrifstofa íþrótta-
mála).
• Eitt af markmiðum Skrifstofu æskulýðs-
mála er að leitast skuli við að ná til áhættu-
hópa og jaðarhópa. Lögð skal áhersla á
virðingu fyrir fjölbreytileika. Leiðir að þessu
markmiði eru m.a. fjölmenningarkvöld og
fræðsla um samkynhneigð á meðal ung-
linga.
• Markmið Félagsþjónustunnar er að miða
þjónustu sína við þarfir ólíkra hópa og í því
sambandi er sérstaklega horft til jafnréttis
kynjanna, þjónustu við fatlaða og öryrkja,
þjónustu við aldraða og þjónustu við ný-
búa.
Leiðir að þessu markmiði eru:
- Gera reglulegar kannanir á kynjahlutfalli
þeirra sem fá þjónustu og athuga jafnframt
hvort hugsanlega komi einhvers staðar
mismunun sem á rætur að rekja til kynferð-
is, þjóðernis, aldurs eða heilsufars. Þessi at-
riði yrðu skoðuð árlega í tengslum við gerð
ársskýrslu.
- Hugað verði sérstaklega að stuðningi og
fræðslu við nýbúa. Kannaðir verða mögu-
leikar á íslenskukennslu og fræðslu um
réttindi og skyldur.
- Gert verði átak (að kynna félagsþjónustu
sem víðast með gerð bæklinga, upplýsinga
á vefsíðu og auglýsinga. Reglur og upplýs-
ingar verði sem aðgengilegastar öllum
hópum.
Samkvæmt framansögðu er ýmislegt i
gangi hjá Hafnarfjarðarbæ en starfið er að
sjálfsögðu enn í mikilli mótun og við erum
á því að rétt sé að fara varlega af stað og
láta þetta þróast með tímanum.