Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 19

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 19
Anna Jörgensdóttir, lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi Hafnarfjarðar Jafnréttisstarf hjá Hafnarfjarðarbæ »Frá hausti 2003 hefur verið starfandi í Hafnarfirði lýðræðis- og jafnréttisnefnd, sú eina sinnar tegundar á landinu. Jafnréttisráðgjafi var starfandi hjá Hafnarfjarðarbæ til vors 2003 en þá var sú staða lögð niður og ný staða stofnuð - staða lýðræðis- og jafnréttisfull- trúa. Með tilkomu hinnar nýju nefndar og hinnar nýju stöðu vildi meirihlutinn í Hafnar- firði, fulltrúar Samfylkingar, leggja aukna áherslu á lýðræðis- og jafnréttismál í breiðum skilningi en ekki einskorða sig við kynjajafnréttið. 4» Jafnréttisumræða á íslandi hefur mikið til verið bundin við jafnrétti kynjanna en ekki svo mikið verið hugsuð út frá jafnræðis- reglunni eins og hún er orðuð í stjórnar- skrá. Það hefur meira segja gengið svo langt að hugtakið jafnrétti er í raun notað yfir þrengra hugtak - kynjajafnrétti. í mín- um huga eru frelsi og jöfnuður grundvall- argildi mannréttinda og vinna að jafnréttis- málum snertir því mannlífsflóruna í heild sinni. Það hlýtur að vera í eðli sínu jákvætt og uppbyggilegt að samþætta öll jafnrétt- ismál undir einn hatt enda er mismunun í eðli sínu lík, hvort sem hún beinist gegn einstaklingi á grundvelli kynferðis eða litar- háttar. Einnig er rétt að benda á að kynferði hefur að sjálfsögðu einnig þýðingu þegar aðstæður minnihlutahópa eru skoðaðar. (erindisbréfi fyrir lýðræðis- og jafnréttis- nefnd Hafnarfjarðar er hlutverki nefndar- innar m.a. lýst þannig: Að fara með og móta lýðræðis- og jafnréttismái í víðtækum skiln- ingi í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar samþykkti nýverið, 15. júní 2004, jafnréttisstefnu sem gilda á fyrir árin 2004- 2007. Ákveðið var að stefnan tæki að mestu leyti mið af því að vinna að jafnrétti kynjanna, enda hvílir lagaskylda á sveitar- félaginu að gera áætlun um kynjajafnrétti. Nánari útfærsla og framkvæmd á stefnunni verður í jafnréttisáætlunum stofnana bæj- arfélagsins. Þrátt fyrir að stefnan taki að mestu leyti mið af kynjajafnrétti segir hins vegar orðrétt í inngangi að stefnunni:" ...er það mat lýðræðis- og jafnréttisnefndar og lýðræðis- og jafnréttisfulltrúa að hún (stefnan) geti einnig að vissu marki tekið til jafnréttis ólíkra hópa og þá í skilningi jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar. Jafnréttis- starf á Norðurlöndum hefur verið að fikra sig í þessa átt og líklegt með hliðsjón af umræðunni að þróunin verði sambærileg hér á landi. Með jafnréttisáætlunum stofn- ana og fyrirtækja bæjarins er hægt að huga enn frekar að jafnréttisstarfi ýmissa minni- hlutahópa s.s. minnihlutahópum fatlaðra, samkynhneigðra og nýbúa." Þarfir ólíkra hópa viðurkenndar í framtíðarsýn stefnunnar kemur þessi hugsun einnig fram en sýnin er á Hafnar- fjarðarbæ sem jafnréttissinnað og lýðræð- islegt bæjarfélag sem tryggi öllum einstak- lingum jöfn tækifæri og möguleika til áhrifa og þar sem þarfir ólíkra hópa eru við- urkenndar. En hvað er bærinn að gera í þessum málum nú um stundir? Lýðræðis- og jafn- réttisnefnd fékk á sinn fund Berglindi Rós Magnúsdóttur sem vann skýrsluna „Minni- hlutahópar, kynferði og jafnrétti" fyrir Reykjavíkurborg og var styrkt af Nýsköpun- arsjóði námsmanna. Berglind kynnti niður- stöður sínar fyrir nefndarmönnum og lýð- ræðis- og jafnréttisfulltrúa og voru þær gott innlegg við lokafrágang á Jafnréttis- stefnu Hafnarfjarðar 2004-2007. Á fundi nefndarinnar í lok apríl var ákveðið að ráða Andreu Ósk Jónsdóttur há- skólanema til að vinna að rannsóknarverk- efni um stöðu málefna nýbúa í Hafnarfirði. Andrea hefur þegar hafið störf og mun vinna að rannsókninni í sumar og skila nið- urstöðum og tillögum í lok sumars. Stefnt er að því að hægt verði að móta stefnu og aðgerðaáætlun í málefnum nýbúa á grund- velli rannsóknarinnar. Eins og fram hefur komið er gert ráð fyrir því í jafnréttisáætl- unum stofnana að hægt sé að huga enn frekar að málefnum minnihlutahópa. Nú er verið að leggja lokahönd á jafnréttisáætlun fjölskyldusviðs, en undir það heyra Félags- þjónustan, Skrifstofa íþróttamála og Skrif- stofa æskulýðsmála. Meginmarkmið áætl- unarinnar er að allt starf á fjölskyldusviði skuli hafa það að leiðarljósi að ákvarðanir séu teknar með jafnrétti í huga. Með þessu er átt við jafnrétti í eðlilegum skilningi þess orðs en ekki einvörðungu kynjajafnrétti. Ég get nefnt nokkur dæmi úr áætluninni þar sem verið er að horfa til annarra þátta en kynferðisins. • Jafnrétti óháð efnahag. Samningar Hafn- arfjarðarbæjar og ÍBH um niðurgreiðslur til barna 10 ára og yngri (Skrifstofa íþrótta- mála). • Eitt af markmiðum Skrifstofu æskulýðs- mála er að leitast skuli við að ná til áhættu- hópa og jaðarhópa. Lögð skal áhersla á virðingu fyrir fjölbreytileika. Leiðir að þessu markmiði eru m.a. fjölmenningarkvöld og fræðsla um samkynhneigð á meðal ung- linga. • Markmið Félagsþjónustunnar er að miða þjónustu sína við þarfir ólíkra hópa og í því sambandi er sérstaklega horft til jafnréttis kynjanna, þjónustu við fatlaða og öryrkja, þjónustu við aldraða og þjónustu við ný- búa. Leiðir að þessu markmiði eru: - Gera reglulegar kannanir á kynjahlutfalli þeirra sem fá þjónustu og athuga jafnframt hvort hugsanlega komi einhvers staðar mismunun sem á rætur að rekja til kynferð- is, þjóðernis, aldurs eða heilsufars. Þessi at- riði yrðu skoðuð árlega í tengslum við gerð ársskýrslu. - Hugað verði sérstaklega að stuðningi og fræðslu við nýbúa. Kannaðir verða mögu- leikar á íslenskukennslu og fræðslu um réttindi og skyldur. - Gert verði átak (að kynna félagsþjónustu sem víðast með gerð bæklinga, upplýsinga á vefsíðu og auglýsinga. Reglur og upplýs- ingar verði sem aðgengilegastar öllum hópum. Samkvæmt framansögðu er ýmislegt i gangi hjá Hafnarfjarðarbæ en starfið er að sjálfsögðu enn í mikilli mótun og við erum á því að rétt sé að fara varlega af stað og láta þetta þróast með tímanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.