Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 14
Jafnrétti
fyrir alla
» Orðið jafnrétti þýðir „það að hafa jafnan rétt" og er sá réttur ekki ein-
skorðaður við jafnan rétt kynjanna. Um þá staðreynd hafa orðið auknar
umræður undanfarið, m.a. innan jafnréttisnefndar Reykjavíkur og borgar-
kerfisins. Rætt er um að sinna þurfi minnihlutahópum betur og jafnvel
víkka hlutverk nefndarinnar þannig að málefni þeirra heyri einnig undir
hana. Lausnin er ekki endilega að búa til nýjar nefndir eða embætti í borg-
arkerfinu, aðalatriðið hlýtur að vera að mynda heildarstefnu um jafnrétt-
ismál, flétta hana inn í alla málaflokka og stefnumótun borgarinnar, og
framfylgja henni í verki þannig að hún komi fram í þjónustu við íbúana.
VERA ræddi við konur úr hópi þeirra sem um er rætt, þ.e. fatlaðra, samkyn-
hneigðra og innflytjenda, um líf þeirra og brýnustu hagsmunamál.
*
Elísabet Árið 2002 kom upp ágreiningur f jafn-
Þorgeirsdóttir réttisnefnd Reykjavíkur um hvernig
skilja bæri hlutverk nefndarinnar.
Tekist var á um það hvort veita ætti
Samtökunum 78 styrk vegna heim-
ildamyndarinnar Hrein og bein, sem
fjallar um ungt fólk sem er að koma
úr felum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins greiddu atkvæði gegn styrkveit-
ingunni þar sem þeir tölu hana á
„gráu svæði" því skilgreining á hlut-
verki jafnréttisnefndarinnar væri: „að
tryggja jafna stöðu og jafnan rétt
kynjanna". Töldu þeir nauðsynlegt að
skýra enn frekar hlutverk og starfs-
svið nefndarinnar og lögðu fram bók-
un þess efnis. Segja má að þessi
ágreiningur hafi sett af stað þá um-
ræðu sem hér er greint frá.
Jafnrétti = kynjajafnrétti
Sumarið 2003 réð jafnréttisnefndin
Berglindi Rós Magnúsdóttur til að
gera rannsókn á því hvernig minni-
hlutahópar samsama sig jafnrétt-
isumræðunni, hvernig innra starfi
þeirra er háttað og hvernig þeir vilja
haga baráttu sinni í framtíðinni. Mikil-
vægt er að hafa í huga að með minni-
hlutahópi er ekki átt við fjölda heldur
völd en skilgreining á orðinu er: Hóp-
ur fólks sem hefur á einhvern hátt skert
réttindi, skertan aðgang að samfélag-
inu og býr við félagslegt misrétti.
í viðræðum Berglindar við for-
svarsmenn hópanna kom fram að
þeim finnst að jafnréttishugtakið hafi
fyrst og fremst verið sniðið að kynja-
jafnrétti og telja sökudólgana vera
meðal femínista. Þeim finnst umræða
um sig vera jaðarsett og að samfélag-
ið sinni ekki þeim skyldum sínum að
vinna að því að allir hópar njóti
mannréttinda. Þau vilja að femínistar
og þær stofnanir sem byggðar hafa
verið upp í kringum jafnrétti opni
dyrnar fyrir fleiri minnihlutahópum
og leyfi þeim að njóta góðs af ár-
angrinum. Berglind bendir jafnframt
á að þessir hópar þurfi að huga að
kynjamisrétti innan sinna raða og að
staða fólks innan hópanna sé misjöfn.
Þannig má benda á að konur eru í
minnihluta í stjórn Öryrkjabandalags-
ÖLL NEFNDU ATRIÐI í TENGSLUM VIÐ VINNUMARKAÐINN OG SKÓL-
ANN OG AÐ NAUÐSYNLEGT VÆRI AÐ BERJAST GEGN DULDU MIS-
RÉTTI, FORDÓMUM, ÓSÝNILEIKA OG ÞÖGGUN
ins og Samtakanna 78 en meðal inn-
flytjenda hafa konur fremur beitt sér í
mannréttindabaráttunni heldur en
karlar.
Ef litið er á þau hagsmunamál sem
allir hóparnir eiga sameiginleg og
viðmælendur Berglindar bentu á er
það viljinn til þess að jafnrétti sé rætt
á breiðum grundvelli og að réttar-
staðan sé bætt. Öll nefndu atriði í
tengslum við vinnumarkaðinn og
skólann og að nauðsynlegt væri að
berjast gegn duldu misrétti, fordóm-
um, ósýnileika og þöggun.
Þarf pólitískan vilja
Þann 15. maí sl. hélt Jafnréttisnefnd
Reykjavíkur málþing undir yfirskrift-
inni Minnihlutahópar, kynferði og jafn-
rétti. Þar töluðu fulltrúar hópanna
sem rætt er um og svöruðu því m.a.
hvort þeim fyndist æskilegt að út-
víkka starfssvið jafnréttisnefndarinn-
ar eða stofna nýjar nefndir til að sinna
málefnum þeirra og fá sérstakan jafn-
réttisráðgjafa, eins og nú starfar fyrir
nefndina en sinnir aðallega kynjajafn-
rétti. Almennt töldu fulltrúar samtak-
anna ekki nauðsynlegt að stofna nýj-
ar nefndir innan borgarkerfisins eða
ný embætti en æskilegt gæti verið að
fulltrúar hópanna fengju sæti í jafn-
. / 2004 / vera