Vera - 01.06.2004, Síða 16

Vera - 01.06.2004, Síða 16
/ JAFNRÉTTI FYRIR ALLA Auður Magndls Leiknisdóttir Hidvíðajaf nrétti » Steinunn Þóra Árnadóttir er meistaranemi í mannfræði við Há- skóla íslands. Hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 1998 og hefur síðan verið virk í MS-félagi íslands. Hún situr nú fyrir hönd félagsins í aðalstjórn Öryrkjabandalags íslands. VERA ræddi við Steinunni Þóru um réttindabaráttu öryrkja, hagsmunamál þeirra, útvíkkun jafnréttishugtaksins og þröskulda. + Snýst ekki aðeins um þröskulda Öryrkjabandalagið hefur verið töluvert áberandi í þjóð- málaumræðunni undanfarin ár og vakið athygli fyrir ötula baráttu fyrir hagsmunum félagsmanna sinna. „Öryrkja- bandalagið er hagsmunasamtök öryrkja. Öryrkjar eru ekki í verkalýðsfélagi og hafa ekki verkfallsrétt en þurfa engu að síður að berjast fyrir réttindum sínum og kjaramálum. Segja má að bandalagið sé sameiningarvettvangur fólks með örorku. Starfandi eru ýmis hagsmunafélög sjúklinga sem grundvalla starfsemi sína í kringum tiltekna fötlun eða sjúkdóm. Þessi félög eru svo aftur aðilar að Öryrkja- bandalaginu og vinna innan þess að sameiginlegum hagsmunum öryrkja. Það er fleira sem skiptir okkur máli en þröskuldar og tröppur. Atvinnumál, kjaramál, virðing, sjálfstæði og réttur til mennta eru dæmi um baráttumál bandalagsins. Þetta eru kannski atriði sem eru ekki eins áþreifanleg og dyrabreidd eða salernisaðstaða en skipta síst minna máli." Steinunn Þóra segir Öryrkjabandalagið vinna gífurlega mikilvægt starf. Það sem til dæmis hefur verið efst á baugi síðastliðin ár er öryrkjadómurinn margfrægi, en það mál telur Steinunn enn ekki vera til lykta leitt. Annað stórmál eru vanefndir samnings sem Öryrkjabandalagið taldi sig hafa gert við núverandi ríkisstjórn um aldurstengingu ör- orkubóta. Það má því Ijóst vera að full þörf er á víðtækri samstöðu og baráttu fólks með örorku en forsenda þess er auðvitað öflugt hagsmunafélag. ÞAÐ ERU ÁKVEÐIN MÁL SEM BRENNA Á KONUM SEM ERU ÖRYRKJAR. EITT AF ÞEIM ER ÆSKU- OG FEGURÐARDÝRK- UN SAMFÉLAGSINS. FÖTLUÐUM KONUM FINNST ÞÆR OFT PASSA ILLA INN í VIÐTEKNA STAÐLA Hugmyndafræði mannréttindanna Talið berst að femínisma og því hvort réttindabarátta ör- yrkja eigi eitthvað sameiginlegt með honum eða leiti jafn- vel í smiðju fræðanna. „Auðvelt er að finna ýmsar hlið- stæður milli baráttunnar í kringum öryrkjadóminn og rétt- indabaráttu kvenna og annarra hópa. Kvennahreyfingin hefur verið að berjast fyrir sjálfstæði kvenna, þátttöku þeirra á vinnumarkaði og launakjörum. Þetta er í raun sama baráttan hjá öryrkjum. Við viljum fá viðurkenningu á því að sem einstaklingar eigum við rétt á sjálfstæðri fram- færslu en þurfum ekki að vera upp á maka eða fjölskyldu komin. Þetta snýst því um sömu gildi, rétt einstaklingsins til sjálfstæðis og sjálfræðis óháð kyni, fötlun eða sjúkdóm- um. Það vill enginn þurfa að vera upp á aðra kominn, hvorki konur né öryrkjar. Önnur tengsl milli réttindabar- áttu öryrkja og réttindabaráttu kvenna eru þau að rétt eins og konur vilja ekki þurfa að breyta sér til að passa inn i samfélagið vilja öryrkjar ekki þurfa að verða eins og heil- brigðir til að geta lifað og starfað í þjóðfélaginu. Við viljum að þjóðfélagið taki okkur eins og við erum." Öryrkjabandalagið var stofnað árið 1961 þegar vakning var í réttindabaráttu víða um lönd og bæði konur og þeldökkir risu upp á móti ríkjandi skipulagi. Steinunn seg- ir öryrkja einmitt hafa í gegnum tíðina horft til réttindabar- áttu þessara hópa á 6. og 7. áratug 20. aldarinnar enda hugmyndafræðin um margt svipuð. „Við horfum auðvitað til mannréttindabaráttu ýmis konar og skoðum hvaða að- ferðum hefur verið beitt í gegnum tíðina, hverjar hafa skil- að árangri og hverjar ekki. Einnig helst slik barátta í hend- ur á þann hátt að þegar einn hópur hefur náð fram á- kveðnum réttindum verður oft auðveldara fyrir þann næsta að krefjast hins sama." / 3. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.