Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 45
um viljann til að laga stöðuna segir
hún að fólk þurfi ekki að vera sam-
mála um annað en að til séu hæfar
konur til að gegna stjórnendastöð-
um, enda séu þær jafn vel menntað-
ar og jafn góðir stjórnendur og karl-
ar. „Með því að birta kynjakennitöl-
ur held ég að væri hægt að mynda
þrýsting á fyrirtækin og hvetja kon-
ur til að sniðganga þau sem reyna
ekki að breyta þessu. Það var gaman
að heyra gestinn okkar, Nadine
Strosser, segja frá Catalyst samtök-
unum í Bandaríkjunum sem gera
einmitt þetta, þ.e. birta tölur um
stöðu kvenna innan fyrirtækja.
Upplýsingar urn samtökin má nálg-
ast á heimasíðunni: www.cata-
lystwomen.org.
Þetta er ekki allt í lagi
Ingibjörgu finnst óþolandi að hlusta
á fyrirtækjastjórnendur sem segja að
jafnréttismálin séu í fínu lagi hjá
þeim þótt engin kona sé í stjórn-
endastöðu. Hún telur að taka þurfi
upp kennslu í jafnréttismálum í við-
skiptaskólunum og að fræða þurfi
stjórnendur um að þeir þurfi að fara
ÉG FÓR AÐ HUGSA UM ÞAU VÖLD SEM VIÐ HÖFUM MEÐ NEYTENDAHEGÐUN
OKKAR OG FRELSINU TIL AÐ VELJA STÖRF EÐA ATVINNUREKENDUR. VIÐ
HÖFUM VALD TIL AÐ BEINA VIÐSKIPTUM OKKAR TIL FYRIRTÆKJA SEM
STANDA SIG í JAFNRÉTTISMÁLUM...
að lögum, það sé rekstri fyrirtækj-
anna benlínis í hag að hætt sé með-
vitaðri og ómeðvitaðri mismunun á
grundvelli kynferðis.
„Þegar ég vann við starfsmanna-
stjórnun hjá bresku fýrirtæki sá ég
hvað þeir eru komnir mikið lengra
en við í því að hugsa faglega um
jafnréttismál enda þurfa þeir að
verjast kærumálum og geta sannað
að þeir hafi ekki mismunað um-
sækjanda á ómálefnalegum forsend-
um. Þeir hafa því komið sér upp að-
ferð við að skrá ráðningarferlið og
taka út breytur sem mega ekki hafa
áhrif, t.d. er hætt að óska eítir
myndum af umsækjendum til að
kynþáttur hafi ekki áhrif og fólk á
ekki að taka frarn hvort það sé Mr.
eða Mrs. til að kynferði hafi ekki
áhrif á það hverjir komast í atvinnu-
viðtal. Aðhald hins opinbera felst
einnig í því að fyrirtæki geta þurft að
skýra það ef hlutfall ólíkra kynþátta
á svæðinu endurspeglast ekki í fjöl-
breytileika starfsfólks fyrirtækisins.
Ég er nú síður en svo að halda því
fram að jafnréttismál séu í betra
horfi í Bretlandi en hérlendis en
ýmsar athyglisverðar aðferðir í
starfsmannstjórnun gætunr við að
skaðlausu skoðað nánar.
Ég finn að það er kominn pirr-
ingur og óþol í konur gagnvart
þeirri staðreynd að svo fáar konur
komist áfram í viðskiptalífinu því
þær vita að það er til fullt af hæfum
konurn sem bæði geta og vilja taka
að sér ábyrgðarstörf. Sjálf á ég orðið
erfitt með að sætta mig við þetta,
sérstaklega þegar sagt er að þetta sé
allt í lagi eða að þetta sé alveg að lag-
ast. Mér fannst sú góða mæting sem
var á ráðstefnuna Völd til kvenna -
tengslanet sýna að konur eru til í að
gera eitthvað í málunum og vona að
við séum bara rétt að byrja,“ segir
Ingibjörg að lokum. X
Hugmyndaríkar konur... Impra - nýsköpunarmiðstöð heldur námskeiðið
... athugið! Brautargengi
fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin atvinnurekstur.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur: • skrifi viðskiptaáætlun • kynnist grundvallaratriðum stofnunar fyrirtækis
o> • öðlist hagnýta þekkingu á þeim þáttum sem koma að fyrirtækjarekstri, s.s. stefnumótun, markaðsmálum, fjármálum og stjórnun.
BRAUTARGENGI Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, verkefnatímum og persónulegri handleiðslu. Kennt er frá sepfembertil desember, einu sinni í viku í 5 tima í senn. Kennslustadir: Reykjavík og Akureyri og fleiri staðir á landsbyggðinni ef næg þátttaka fæst.
(?) Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Impru, Iðntæknistofnun, í símum 570 7267, 570 7100 eða á si@iti.is. Skráningu lýkur 13. ágúst n.k. Takmarkaður fjöldi.
impra nýsköpunarmiðstöð Iðntæknistofnun Þátttakendur á Brautargengi eru styrktir af eftirfarandi sveitarfélögum: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Bessastaðahreppi, Seltjarnarnesi og Akureyri.