Vera - 01.06.2004, Side 37

Vera - 01.06.2004, Side 37
 / BÆKUR Hinn sanni íslendingur »Nýlega varði Sigríður Matthíasdóttir doktorsritgerð sína í sagnfræði við Háskóla íslands. Ritgerðin, sem gefin hefur verið út á bók, kallast Hinn sanni íslendingur og fjallar um kvenréttindi, kvennaskóla, kjörgengi og andlega heilsu kvenna frá 1900-1930. * Það þarf ekki að taka það fram að hinn borgaralegi karl- maður er sá sem valdið hefur í þjóðlífi þessa tíma en þeir urðu tákngervingar nútíma og framfara meðan konur urðu einskonar lifandi tengiliðir við fortíðina og þjóðlegar hefðir, sem birtist m.a. í því að þær skyldu nota þjóðbún- inga, sjá til þess að fólksflóttanum á mölina linnti, endur- reisa forna frægð sveitanna ásamt því að ala nógu mörg börn til að viðhalda kynstofninum - og tala við þau kjarn- yrta íslensku. Þessu áttu konur að einbeita sér að, en ekki pólitík eða umræðu um stöðu sína í þjóðfélaginu. Hugmyndir voru uppi um að hússtjórn og matreiðsla yrði þegnskyldumál fyrir konur en ekki einhvers konar val- kostur sem ungum stúlkum væri boðið upp á í bland við aðrar menntunarleiðir. Viðhorf þjóðernislegrar húsmæðrastefnu blómstruðu og breiddust út í þjóðfélagslegri orðræðu. Á sama tíma nutu tilraunir kvenna til að marka sér stöðu sem pólitískir einstaklingar sífellt minni vinsælda. Konur lentu því í mik- illi togreitu um hvert stefna skyldi, rétt eins og samfélagið allt. En þeirra val stóð milli húsmæðraskóla eða mennta- skóla, kvennapólitíkur eða kvenfélaga sem sinntu líknar- og góðgerðamálum. Sigríður rekur hvernig umræðan og átökin leiddu til þess að allur botn datt úr réttindabaráttu kvenna og hennar varð ekki aftur vart fyrr en á sjöunda áratugnum. Hér er um tímamótaverk að ræða, læsilegt og skemmti- legt og ekki skemmir fyrir að Sigríði tekst listilega að leiða fram atburðarás og persónur sem ýmist hljóta að vekja að- dáun eða aðhlátur lesenda. Stofnaðir 1939 PRÓFANÁM - FRÍSTUNDANÁM ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA - STARFSNÁM Félagsliðanám - Sjúkraliðanám öldungadeild á grunn - og framhaldsskólastigi. Fjölbreytt tungumálanám. Handverk-Hönnun-Myndlist. Námsaðstoð fyrir skólafólk. Sérkennsla í lestri og skrift. Fjarnám. a) í íslensku f. útlendinga b) í prófadeildum Upplýsingar í síma 551 2992. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Mjódd Netfang: nfr@namsflokkar.is Heimasíða: http://www.namsflokkar.is SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR vera / 3. tbl. / 2004 / 37

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.