Vera - 01.06.2004, Síða 15

Vera - 01.06.2004, Síða 15
réttisnefndinni. Aðalatriðið væri að málefni þeirra séu viðurkennd og unnið að þeim af fullri einurð. Að öðru leyti gætu hóparnir unnið hver á sín- um vettvangi en að samvinna á milli þeirra væri af hinu góða og að mikil- vægt væri að betur sé á þá hlustað en nú ergert. Á málþingið kom gestur frá Dan- mörku, Hanna Zidaeh, sem er jafn- réttisráðgjafi innflytjenda í ráðhúsi Kaupmannahafnar. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að pólitískur vilji til að vinna að jafnrétti allra sé til staðar og sagði að stærstu mistök borgaryfirvalda þar í borg hefðu verið að viðurkenna ekki að mismunun gagnvart innflytjendum væri til stað- ar. Fólki af erlendum uppruna væri því ekki mismunað viljandi, á kerfis- bundinn hátt, þau væru bara fórnar- lömb óbeins misréttis og skorts á pólitískum vilja. Til að yfirvinna þá þröskulda sem eru milli Dana og inn- flytjenda taldi Hanna mikilvægast að koma á fræðslu. Fjölbreytileiki og fjölmenning Umræða um mikilvægi þess að styðja fjölbreytileika og fjölmenningu sam- félagsins er víða komin lengra en hér á landi enda jókst fjöldi innflytjenda MIKILVÆGT ER AÐ HAFA í HUGA AÐ MEÐ MINNIHLUTAHÓPI ER EKKI ÁTT VIÐ FJÖLDA HELDUR VÖLD EN SKILGREINING Á ORÐINU ER: HÓP UR FÓLKS SEM HEFUR Á EINHVERN HÁTT SKERT RÉTTINDI, SKERTAN AÐGANG AÐ SAMFÉLAGINU OG BÝR VIÐ FÉLAGSLEGT MISRÉTTI hér mun seinna en í nágrannalöndun- um. Talið er að áhrifa tilskipana Evr- ópusambandsins gegn mismunun gæti i aðildarlöndum þess en í mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna er einnig lagt bann við mismun- un á grundvelli þess sem greinir fólk að, það sama gerir Amsterdamsátt- málinn frá 1996. Jafnræðisregla ís- lensku stjórnarskrárinnar leggur líka bann við allri mismunun en á mál- þinginu benti fulltrúi Öryrkjabanda- lagsins á að í nýlegri framkvæmdaá- ætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttis- málum væri ekki minnst á fatlaða. í Svíþjóð sé hins vegar unnið markvisst að þeim málum samkvæmt áætlun sem nefnist Agenda 22. ( Háskóla íslands var sú stefna mörkuð fyrir nokkrum árum að jafn- réttisnefndin skyldi beita sér fyrir fleiri málum en jafnrétti kynjanna. Hafa málefni samkynhneigðra og fatlaðra verið tekin sérstaklega fyrir og unnið að athugun á aðstöðu og aðbúnaði erlendra stúdenta. Jafnréttisnefnd Hí gaf út bæklinginn Mismunur og marg- breytileiki til að skýra stefnu sína og lesa má um árangur starfsins í nýrri skýrslu á heimasíðu nefndarinnar. Þegar Femínistafélag (slands var stofnað fyrir rúmu ári var ákveðið að vinna að málefnum kvenna sem til- heyra minnihlutahópum og var fjöl- breytileikahópur stofnaður í því skyni. Ekki tókst þó að koma starfi hans al- mennilega af stað og var hann lagður niður á aðalfundi félagsins í maí sl. Ekki er þar með sagt að Femínistafé- lagið vilji ekki vinna að málefnum þessara hópa, staðreyndin er líklega sú að leiðin er ekki endilega að fulltrú- ar hópanna séu saman í hópi heldur þarf að laða þá til starfa og taka mál- efni þeirra upp innan félagsins. Jafnrétti allra er verðugt og spenn- andi verkefni sannra jafnréttissinna og þar, eins og annars staðar, hlýtur fjölbreytileikinn að auðga. vera / 3. tbl. / 2004 / 1

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.