Akranes - 01.04.1957, Page 4

Akranes - 01.04.1957, Page 4
hafa varað í mörg ár. Hefur þessi at- vinnurekstur ekki verið lífvænlegin- hér við betri skilyrði en þá var um að ræða, svo engan þarf að undra þótt slík starf- semi legðist fljótt niður. Snorri var hvatamaður að stofnun síld- veiðifélags um 1880. Hann mun og hafa átt frumkvæði að því að Gránufélagið tók upp þá nýung að gufubræða hákarlalifur, en eftir það fékkst auðvitað miklu betra lýsi. — Enn var Snorri hvatamaður að tveim merkum stofnunum, Sparisjóði Siglufjarðar 1872, og einnig Ekknasjóði Siglufjarðar. Slikir menn sem Snorri Pálsson, eru hverri byggð og samfélagi manna mikils virði. Þeir ganga fyrir, ráða stefnunni, byggja upp og bræða saman hugi manna til þess að sameinast um hinar nauðsyn- legustu framkvæmdir, eða leggja á ráðin um, hvemig snúast eigi við válegum hlutum. Snorri Pálsson var fæddur 1840, en andaðist 13. febrúar 1883. * Nýr áfangi. — Annar merkur maður. Á árinu 1918, er Siglufjörður átti 100 ára verzlunarafmæli, fékk hann bæjar- réttindi. Þá þegar töldu Siglfirðingar þetta stóran stað sem naut vaxandi trausts og álits. Ekki aðeins þeirra er þá byggðu bæinn, heldur almennt, enda snérist þá mikið um síld, og Siglufjörður var það, er allt miðaðist við, þegar hugs- að var til silfurs hafsins. Nú fjölgaði fólkinu óðfluga. Bærinn varð athafnastöð í sambandi við síldveið- ar landsmanna. Þangað komu margir at- hafna- og framfaramenn- Atvinnurekstur bæjarins var að vísu tímabundinn. Hér var bær í smíðum, í deiglunni, með kost- um þeim og göllum sem öllu þvi er sam- fara. Þegar á allt þetta er litið, verður vart annað sagt, en að Siglfirðingum hafi tekist vonum framar að gera þessa stóru „síldartunnu“ að menningarbæ. Eins og áður er sagt, — og enn má segja, — áttu Siglfirðingar mörgum á- gætum starfskröftum og menningarfröm- uðum á að skipa allt til þessa dags. Fremstan í þeirri sveit má vafalaust telja sóknarprestinn þeirra séra Bjarna Þor- steinsson. Ymsir prestar þeirra fyrr og síðar hafa verið mikilhæfir menn, en á engan þeirra mun hallað, þótt fullyrt sé, að í heild sinni hafi hann borið höfuð og herðar yfir þá alla, Hann var óvenju- lega fjölþættum gáfum gæddur og vel til foringja fallinn. Blómaár hans var kaup- staðurinn í örum vexti, og hann gerðist forvigismaður allra hinna mestu fram- faramála hins unga kaupstaðar, og fór þar saman áhugi og áhrif. Séra Bjarni var fæddur að Mel í Hraunhreppi í Mýrasýslu 14. öktóber 1861, og var elztur af þrettán systkinum. Faðir séra Bjarna var Þorsteinn bóndi á Mel, Helgason, bónda á Beigalda Brands- sonar bónda á Saurum. Kona Þorsteins og móðir Bjarna var hins vegar Guðný, dóttir Bjarna skipasmiðs í Straumfirði, Einarssonar, en kona Bjarna og móðir Guðnýjar var Arndis Amadóttir bónda í Kalmanstungu. Að námi loknu gerðist séra Bjarni heimiliskennari hjá Lárusi sýslumanni Blöndal á Komsá í Vatmsdal. Þar var harnn í tvo vetur, og þar kynntist hann konu sinni frú Sigriði, dóttur sýslu- mannsins. Það kom í ljós á unga aldri, að Bjami væri mjög músikalskur og sæmilega góður sömgmaður. Hið sama mátti segja um frú Sigríði, og vist hafði hún ekki síðri söngrödd en maður hennar. Séra Bjarni Þorsteinsson varð þjóðfrægur maður á þessu sviði. Tónmentin tók hug hans allan, þar lifði hann og hrærðist. 72 A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.