Akranes - 01.04.1957, Síða 14
voru þær með einum hverjum hætti ný-
lundarlegar en virðulegar samt og kann-
ske þeim mun virðulegri sem þær voru
nýlundarlegri.
Eftir þetta réðist Þorgerður að Ytri-
Hlíð til ágætra hjóna, Sigurjóns Hall-
grímssonar og Valgerðar Helgadóttur. —
Eftir það fór hún ekki vistferlum, en
lifði þó nokkra stund- Hún fór aldrei
Fjallagötu eftir þetta. Ég mætti henni
aldrei framar á neinni götu. Ég sá hana
aðeins við Hofskirkju einu sinni eða
tvisvar eftir þetta. Þá sat hún með grann-
konu sinni á leiði að kirkjubaki eftir
messu.
Ég veit ekki til að nokkur kona í
Vopnafirði bæri nafn hennar, svo upp-
skátt hafi verið látið. En Kaffons heiti
þekkti ég á hundum- Eftir leiði hennar í
Hofsgarði hef ég spurt á seinni timum,
en enginn getað vísað mér á. Það sagði
mér gamall maður, er ég var enn ungur,
að hann hefði tekið gröf í Hofsgarði eitt
hvert sinn, og verið þá ungur. Upp úr
gröfinni kom mikið og forkunnarfagurt
kvenhár, rauðgult og gljáandi. Fylgdi því
aðeins höfuðskelin en þó mjög rotin.
Presturinn taldi að þetta hár hefði verið
smurt með rotverjandi efnum, og mundi
seint eða eigi fúna. Þetta hefur mér þótt
eitt hið merkilegasta sem ég hef heyrt
um dagana og undraðist það, að hárið
skildi látið aftur í gröfina. Ég hef oft
hugsað út í það, hvaða kona hafi borið
þennan hadd í lifenda lífi og ætið stað-
næmst við Sólveigu Hálfdánardóttur,
konu Þorvarðar Þórarinssonar, er dó á
fimmtugsaldri. Og jafn oft sem mér hef-
ur komið þetta í hug hef ég minnst rauð-
gulu lokkanna sem stóðu framundan
húfu Þorgerðar á Hraunfelli, er ég mætti
henni á mónum forðum daga. Ég veit að
hvoru tveggja hárið geymir Hofsgarður,
— og skilar aldrei aftur.
í sælu Siglufjarðar
Framhald af bls. 78.
hin síðustu ár. Hin síðari ár er ekki mik-
ið um skipakomur til Siglufjarðar mið-
að við það sem áður var. Árið 1955 komu
þar til hafnar 2025 skip, en árið 1939
komst talan hæst, en þá komu þangað
6047 skip.
Starfslið bæjarins virtist mér vera ó-
venjulega geðfellt, elskulegt og kurteist
fólk. Það var eins og það hefði nautn af
því að sýna mér og svara fyrirspumum
hins spurula blaðamanns. Auk þeirra sem
ég hefi áður nefnt í þessu sambandi má
nefna hin geðfellda bæjargjaldkera þeirra
Ragnar Jónasson og fjölskyldu hans. —
Hann greiddi götu mína á svo skemmti-
legan og elskulegan hátt, eins og við
hefðum þekkst frá gamalli tíð, og nú
verið að endumýja hin gömlu góðu
kynni, en Ragnar hafði ég auðvitað
aldrei séð fyrr.
Fyrir allt þetta vil ég að lokum þakka
þessu ágæta fólki, sem á svo áþreifan-
legan og skemmtilegan hátt hefur sem
starfsfólk bæjarins staðið svo óvenjulega
vel i stöðu sinni, og kynnt bæ sinn á
svo virðulegan og skemmtilegan hátt.
Um leið og ég þakka svo vini mínum
Jóni Kjartanssyni öll elsikulegheit á heim-
ili hans og aðra fyrirgreiðslu, óska ég
Siglufjarðarbæ heilla og framtíðargengis.
Vona ég að yfirstandandi sumar verði
honum hagstætt og heilladrjúgt, og að
bærinn eigi eftir að vaxa fyrir mikla
síldargengd á komandi árum, án þess að
gleyma því, að enginn maður og enginn
bær lifir á síld einni saman fremur en
— brauði. —
1 fyrstu grein minni gat ég um fyrstu
komu mina til Siglufjarðar 1919, en það
átti að vera 1916.
82
A K R A N E S