Akranes - 01.04.1957, Síða 18

Akranes - 01.04.1957, Síða 18
Um þetta leyti var auglýst eftir stúlku til að annast venjuleg hússtörf, og var tekið fram, að þetta væri hjá góðu fólki. Þegar hún kom þangað til þess að falast eftir vinnu, fannst henni horfa heldur ógæfulega fyrir sér, því að þarna var biðröð kvenna langt út á götu, margir tugir. Sigríður fór að heiman í sínum íslenzka búningi, og hafði auðvitað enn ekki lagt hann á hilluna svo skjótlega. Þegar hún hafði verið þarna í biðröð- inni nokkra stund, kemur til hennar myndarlegur maður, vel klæddur, tekur hana tali og leiðir hana afsiðis, fer með hana að bakdyrum hússins og býður henni að ganga inn. Hún verður þess fljótlega vör, að þetta er húsbóndi heim- ilisins, kommandör Möller- Hann leiðir Sigríði inn i stofu til konu sinnar og segist eindregið ráðleggja henni að taka þessa stúlku og enga aðra í sína þjónustu. Hann hafi verið nokkur ár á íslandi, þar hafi sér liðið vel, og kunnað vel við Is- lendinga, sem reynzt hafi sér vel í öll- um efnum. Auðvitað fór konan að ráðum bónda síns og réð hún þegar til sín hina ungu, íslenzku stúlku. Þannig varð hinn íslenzki búningur Sigríði þegar að góðu liði í fyrstu lotu, er hún keppti við tugi samlanda kapteinsins, sem bar fslending- um svo vel söguna, að henn gat óhrædd- ur mælt með þeirri stúlkunni, sem var í hinum íslenzka þjóðbúningi. Hvorugur aðili brást hinum. Þarna var Sigríður í nokkur ár í góðu yfirlæti. Fyr- ir atbeina þessara góðu hjóna fór hún meira að segja til náms og dvalar á herragarði á Jótlandi, þar sem hún lærði rnargt og mikið til hlítar. Eftir það fór hún sem ráðskona til mikilsmetins góss- eiganda og var þar í nokkur ár- Eftir það var hún einnig hjá háttsettum aðals- manni. Þessi unga, íslenzka stúlka umgekkzt þvi fyrst og fremst vel menntað fólk. Því var hún t. d. ekki ósjaldan í veizlum með konunglegu fólki. Síðar stjórnaði hún t. d. matartilbúningi í slikum stórveizl- um, sem haldnar voru fyrir heldri gesti. Síðar sótti hún svo um ráðskonustöð- una við Friðriksspítala í Kaupmannahöfn, og þrátt fyrir það, að um i oo konur sóttu um stöðuna, fékk frk. Helgason hana- Svo kunn var hún orðin, og hafði svo góð meðmæli frá öllum þeim, er hún hafði verið hjá, eða kynni höfðu haft af henni. Löngu seinna, þegar yfirlæknirinn og frk. Helgason voru orðin kunnug, barst eitthvað í tal ráðning hennar að spítalan- mn. Lét Sigríður þá í ljós undrun sína yfir því, að hún hefði hlotið stöðuna, Jiar sem úr svo stórum hóp valinna kvenna var að velja, auk einhverrar ákveðinnar, sem baíði mun hafa verið gáfuð kona, falleg og vel menntuð. „Jú, kæra frk. Helgason. IJað er nokkuð til sem heitir intellegence", sagði læknirinn. IJetta var mikill sigur fyrir hina ungu stúlku. Ötrúlegur sigur, er útlend kona fór með sigur af hólmi fyrir slíkum fjölda innlendra, vel menntra kvenna, sem margar hafa sjálfsagt verið há- menntaðar, gáfaðar og göfugar. Þetta var góð staða, og veitti rétt til eftirlauna, en var auðvitað að sama skapi erfið og ábyrgðarmikil- Starfið var ekki smávaxið, og ekki heiglum hent að takast slíkt á hendur. Sjúklingar og starfslið um 500 manns. Þrátt fyrir það fór henni starfið vel úr hendi. Hún var skapmikil, ákaflega dug- leg, stjórnsöm og réttlát. Hún var auð- vitað ströng og gerði miklar kröfur til aimarra, en þó fyrst og fremst til sjálfr- ar sín. Hún gat aldrei séð fólk iðjulaust. Hún var hrein og bein, og gat oft verið þungorð og beinskeytt. 86 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.