Akranes - 01.04.1957, Page 19

Akranes - 01.04.1957, Page 19
Sigríður hefur sjálfsagt getað verið þeim þung í skauti, sem henni líkaði ekki við. Það fólk hefur sjálfsagt ekki haldið upp á hana, enda mun hún ekki hafa haft það lengur í starfi en nauðsyn krafði. Það fólk, sem henni líkaði vel við, gat hún hins vegar allt gert fyrir sem frekast stóð í hennar valdi- Landar hennar áttu þar hauk í horni. Þegar frk. Helgason hafði hlotið þá veglegu stöðu, að verða ráðskona Frið- riksspítala, fékk hún auðvitað sæmileg laun eftir því sem þá gerðist, en auk þess glæsilega fjögurra herbergja íbúð, sem lá út að tveimur götum i hjarta Kaupmannahafnar. Shk aðstaða kom mörgum íslendingi að góðu haldi, og þar urðu þeir margir skjólstæðingar hennar, bæði skyldir og • vandalausir. Hafnarstúdentar voru heimagangar hjá henni, en af því leiddi svo í mörgum tilfellum ævilanga tryggð og vináttu, löngu eftir að öllum lærdómi var lokið, þ. e. eftir að heim var komið, og við- komandi orðinn embættismaður á Is- landi, eða í Danmörku. Þannig sendi Matthías Jochumsson henni alltaf við og við stúlkur til náms eða starfs og leið- beiningar. Hjá henni leigðu og lengi 3 dætur Matthíasar. Það mun ekki ofsagt, að íslenzkir stúdentar hafi átt þar annað heimili- Þar spiluðu þeir og tefldu, lásu og léku sár. Þáðu góðgerðir, svo um miðjan dag sem siðla. Á jólum bjó hún þeirn veizlu, þar sem hún tók þátt í gleðskap þeirra, en gætti vitanlega hófs í öllum efnum, því að hún var ströng og siðavönd í mesta máta. Einu sinni mun hún þó hafa reiðzt þessum skjólstæðingum sín- um verulega. Hún hafði búið þeim góða AKRANEC veizlu eitt aðfangadags- eða jólakvöld, en að því loknu höfðu sumir þeirra farið á einhverja knæpu út í borginni. Þetta gat liún ekki fyrirgefið þeim. Það var langt fyrir neðan virðingu gesta hexrnar frá hennar sjónarmiði. 1 hópi stúdenta frá þessum árum, sem voru skjólstæðingar hennar, voru ýmsir, sem síðar urðu þjóðkunnir eða frægir menn. Meðal þeirra má nefna skáldin Einar Benediktsson og Þorstein Erlings- son, er báðir lágu þungar legur á spitala þessum, þar sem Jónas Hallgrímsson hafði löngu áður dáið. Þama nutu þessir ungu menn ekki aðeins húsaskjóls og góðra leiðbeininga gagnmerkrar konu, því að hún var þeim sem móðir og ráðgjafi, en einnig fjár- hagsleg hjálparhella, er þeirra eigið iskot- silfur þraut, en ekki mun hún hafa eitt tíma í bókhald um þessa hluti- Einn þeirra manna, sem naut stuðn- ings og leiðsögu frk. Sigríðar Helgason, var hinn ungi, glæsilegi Islendingur, Bertel E. Ó. Þorleifsson. Honum var margt til lista lagt, gáfaður, og sjálfsagt efni í gott skáld. Það má vel vera, að Bertel hafi borið í brjósti hulda harma, í sambandi við ástamál. Hafi svo verið, er sá sem bezt mátti um það vita, horf- inn af sjónarsviðinu, en það mun hafa verið Hannes Hafstein, sem var náinn vinur Bertels. Hitt telja kunnugir óþarft, og lengra gengið en góðu hófi gegnir, að bera það á þessa hjálparhellu hinna imgu manna, og að auki hefðarkonu í strangasta skilningi, að hún hafi verið í leynilegu ástamakki við einn eða annan þessara skjólstæðinga sinna. T- d. í þessu tilfelli mann, sem var meira en 12 árum yngri en hún sjálf, og liðsinnt hafði ekki aðeins honum, heldur fjölda annarra manna. Það er ljóst dæmi um hvernig þessir 87

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.