Akranes - 01.04.1957, Síða 25

Akranes - 01.04.1957, Síða 25
menntun hans, sem hann þó bætti mik- ið við með sjálfsnámi. Strax að námi loknu, og samhliða því, gerðist hann einnig fastur starfsmaður við hinn mikla rekstur frænda síns. Þar var ekki til einnar nætur tjaldað, því að þar starfaði hann í 24 ár. Heiðar var vel greindur, og var sérstaklega létt um að læra tungumál. I hinum umfangs- mikla rekstri, þar sem hann hafði mik- ið við útlendinga saman að sælda, jók hann því verulega og varanlega við mála- kunnáttu sína. Kom þar og enn eitt til. A þessum árum var Þórður Flygenring við fisksölustörf á Spáni, þar sem Heiðar var aðstoðannaður hans um eins árs skeið. Árið 1928 réðist Heiðar svo sem starfs- maður til Veiðarfæraverzlunar 0. Elling- sen, sem skrifstofumaður. Þá kom mála- kunnátta lians, og hin praktiska verzlun- armenntun um tugi ára, að góðu haldi. Heiðar var óvenjulega góður starfs- maður, vel menntaður, iðinn og sam- vizkusamur, húsbóndahollur maður og mátti i engum efnum vamm sitt vita- Salomon Heiðar var mikill hæfileika- maður og fjölgáfaður- Honum var áreið- anlega flest til lista lagt. Hann var ágæt- lega hagur, afbragðsskrifari og söng- og lónlistarmaður af lífi og sál. Það hefði sjálfsagt verið honum næst skapi, að mega helga tónlistinni allt sitt líf. Heið- ar var ekki framgjarn maður, og fremur dulur. Ekkert hálfkák var honum að skapi. Því mun honum hafa þótt leitt að geta ekki notið verulegrar menntunar í músik. Þótt hann hlyti ekki á þessu sviði þá menntun, er hugur hans stóð íil, varð hann íslenzkri tónmennt að miklu liði. Faðir hans var honum líkur í þess- um efnum. Þar var hugur hans allur. Bóndasonurinn frá Fiskilæk lærði á unga aldri að leika á orgel hjá hinum merka tónlistarfrömuði, Jónasi Helgasyni, dóm- kirkjuorganista. Læriföðumum hefur á- reiðanlega þótt mikið koma til hæfileika og námsárangurs lærisveinsins, þvi að Jónas gaf Runólfi lítið orgel að námi loknu. Runólfi var þetta lífið sjálft. Var það haft fyrir 'satt, að hann gleymdi fénu, þegar músikin var annars vegar. Það fannst nágrannabændum hans ekki búhyggja, en náttúran er söm við sig; þá var ekki mikið um hljóðfæri í sveit- um landsins og fáir menn sem þar voru leiðandi. Runólfur spilaði bæði á harmón- ikku og orgel, og ég hefi heyrt sagt, að fyrst hafi hann leitt sönginn i Leirár- kirkju með harmónikkunni sinni. Hann var og organisti í Siðumúlakirkju, og notaði þar oi'gel sitt, sem fyrr var nefnt. Sumurn fannst víst það vera helgispjöll ið nota orgel við messugjörð, livað þá harmoniku. Hér sannaðist sem oft áður, að sjald- an fellur eplið langt frá eikinni. Heiðar var ekki gamall þegar hann liafði lært af föður sínum að leika á orgel. Þegar suður kom, varð Runólfur fljót- lega organisti við Garðakirkju á Álfta- nesi, enda spilaði hann ágætlega, og gekk allur upp i starfinu. Eftir að Run- ólfur missti heilsuna, tók Heiðar við organleikarastarfinu. Síðar var hann og um mörg ár organisti við Frikirkjuna í Hafnarfirði. Heiðar var einn af stofnendum Söng- félagsins „Þrestir“ og lengi i stjórn hans. Hann var og kórfélagi þar, enda hafði haim ágæti söngrödd. Söng hann þar bassa, alla stund meðan hann átti heima í Hafnarfirði, og eitthvað eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. Þegar til Reykjavíkur kom, gerðist hann og kórfélagi í Karlakór Reykjavik- ur, og var það í 10 ár. Hann var einnig A K R A N E S 93

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.