Akranes - 01.04.1957, Qupperneq 26

Akranes - 01.04.1957, Qupperneq 26
um mörg ár formaður kórsins, og um tvcggja ára skeið formaður Karlakóra- sambands Islands. Þá var Heiðar fyrst í stað ritstjóri tímaritsins „Heimir“. Auk alls þessa var hann svo organleikari Að- ventsafnaðarins frá 1934 til dauðadags. Heiðar fékkst einnig all mikið við lagasmíð. Vegna hlédrægni sinnar lét hann ekki mikið á þvi bera. Honum fennst hann ekki hafa þar til bnmns að bera svo fullkomna menntun, að sér leyfðist að láta þar ljós sitt skína. Nokk- ur lög hans eru þjóðkunn. Aðeins fá af lögum hans hafa verið gefin út. 1 þess- um efnum, sem öðrum, var Heiðar ákaf- lega vandur að virðingu sinni. Hann fékkst við lagasmíð, allt fram undir and- lát sitt. Grein hans' „Nokkur þankabrot um músik“ í siðasta hefti þessa rits, mun vera það síðasta, er hann ritaði um þetta efni- Sú grein sýnir vel, hve músikin var samgróin innsta eðli hans, og hversu máttug hún væir til göfgunar mannlegri sál. Músikin var hans hjartans mál. Þar vildi hann umfram allt lifa og hrærast. Hann leit á tónlistina sem æðri upp- sprettu, menntandi og göfgandi í senn, og tengilið milli Guðs og manna. Hann sá, að hinn mikli spekingur hafði rétt fyrir sér, sem sagði: „Þar söngur ómar, seztu glaður, það syngur enginn vondur mað- ur“. Heiðar var eirrn sá heilsteyptasti mað- ur er ég hefi þekkt. Ungur leitaði hann því eftir fótfestu til að byggja líf sitt á. Hann fann fljótt að leiðarsteinninn var ]iin kristna trú og lífsskoðun. Aflaði hann 'sér mikils og góðs bókakosts um trúfræði og samanburðarguðfræði. Sam- hliða fór hann að lesa biblíuna, og fann þar fegursta gimstein allra gimsteina. Allt, sem vizka mannanna, dáð og dreng- skapur er frá runnin og byggist á. Með hliðsjón af þessu hefur það sjálf- sagt ekki verið nein tilviljun að Heiðar hafnaði i trúfélagi Aðventista, þar sem hann fann traustleikann, hina óbifanlegu vissu. Heiðar var ákaflega prúður maður, hlýr í viðmóti og fágaður humoristi. Harun var heimilisrækinn og heimakær. Hann var því ástríkur og umhyggjusam- ur heimilisfaðir, og fékk það ríkulega endurgoldið á gagnkvæman hátt. Heið- ar var biðjandi maður, og blessaðist allt fyrir náið samband við uppsprettu allr- ar náðar. Hann var hamingjumaður og heilsteyptur, er gaf öllum mönnum gott fordæmi. Góður maður á leið til mikilla fyrirheita í æðra heimi. Salómon Heiðar var kvæntur ágætri konu, Jónu Sigurjónsdóttur frá Stóru- Vatnsleysu. Þau giftust 18, maí 1929 og lifðu saman í ástríku hjónabandi er eng- an skugga bar á. Þau eignuðust tvö böm, Guðrúnu og Helga. Bæði uppkomin, en í foreldrahúsum. Áður en Heiðar kvænt- ist, átti hann og son með Margréti Stef- ánsdóttur, Hauk, bankafulltrúa, sem einnig er ókvæntur hjá móður sinni. öll eru bömin prýdd ýmsum beztu kostum föður síns. Ef ísland ætti marga hans líka, væri losið minna, traustleiki og öryggiskennd meiri. Ég minnist hér og sakna vinar í stað, en þakka tryggð, dáð og dreng- skap og óbrigðult fordæmi. Ól. B. Björnsson. (Upphaflega átti þessi grein að birtast í Morg- unblaðinu 24. maí. Þar þótti hún of löng, og var „umskorin". Niðurröðun og orðalag þessarar greinar yfirleitt haldið, en undir stendur Kgr.). 94 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.