Akranes - 01.04.1957, Síða 29

Akranes - 01.04.1957, Síða 29
Þeir virtu mig þá heldur ekki viðtals. Sunnudagurinn birtist okkur, eða öllu lieldur við honum, því fljótari varð hann til skriðs og kominn vestur úr öllu valdi þegar við rifum skjáina, enda ekki til fagnaðar að flýta sér, dimmt yfir og skemmtanlítið, fórum við Hreppstjóri lít- ið eitt að laga norðurstafninn á húsinu. Húsbóndi rannsakaði grunn undir úr- komumælinn, skrifaði dagbók og fleira. Stúlkur störfuðu að innanhússverkum með Halldór fyrir vatnspóst. Magnús undirbjó myndatökur og teiknaði farnar leiðir inn á kort sin. Að öðru fór sá dagur í mas og hvíldir. Nokkuð var teflt en ekkert spilað, enda betra veður en þegar Geir Zoega, hinn elzti með því nafni, kom til lands eftir stórhríðargarð og var spurður um veður og líðan: „Það mátti vel spila á spil, en var ómögulegt að tefla kotru“, var svarið. Auk þessara starfa höfðum við miklar fyrirætlanir fyrir mánudaginn, en það var stefnumót við „Kerlingar“ í Vatnajökli. Gott er að sofa út. Okkur varð síð- gengið frá svefnstað á mánudaginn, en þó komst allt vel til skriðs um það lauk. Var þá hið fegursta veður. Gengum við til sæta okkar í bílnum sæl og útsofin. Leit þá ekki Vatnajökulslega út stefnan, því að Guðmundur þeystist fyrst vestur sömu slóðina og við höfðum komið; en hann beygði fljótt í norðaustur með svo- nefndum Bláfjöllum, en lagði þá í brekk- urnar austur yfir fjöllin, er honum þótti versna vegurinn fram undan. Komst hann að lokum í 1040 metra hæð yfir sjó áður en suður af sá og austur til hinna fyrirheitnu Kerlinga. Hlupu þeir Magnús og Halldór á undan þar sem ótryggilegast þótti og sáu út leið. Steypti Guðmundur síðan bílnum niður brekk- urnar að Tungnaá, sem þar fellur sunn- an við fjöllin og upp með henni síðan Toppur Kerlingar í Vatnajökli hinnar hœrn og jökullinn vestan hennar. þar til leiðin lokaðist í gljúfri einu á milli hrauns norðan ár og hálfsröðuls, er Jökulgrindur nefnist og rís upp frá ár- grjóti sunnan og austan við ána og á nafn sitt að þakka sendiherra Dana, er hér fór um árið 1925 að mig minnir og gaf mö.rgu nafn. Voru Jökulgrindur þær skriða ein laus undir fæti, eggjótt, vegg- brött og þrælerfið. Þegar upp kom gaf á að líta. Var þar dalur fyrir með vötn- um í botni, skitgráum af jökulleir, og skriðjökull hinu megin. Þar sá og að vötn þau höfðu áður ver- ið stórum illúðlegri, þvi að fjöruborð ein 20 töldum við í hlíðinni, hefir jökullinn sjáanlega stíflað dal þennan og verið þá milli hans og Jökulgrinda líklega 10 km langt jökullón hyldjúpt. Er efsta vatnið í dalnum um 900 metra yfir sjó. Fór- um við neðan við það yfir dalbotninn, og var þar þurr sandur á að ganga allt að jökli. Komu þá einnig fjöruborð í þeirri hlíð hvert af Öðru, en lengra var þar á milli þeirra, því minni var bratt- inn, og var þar auðgengið unz jökulröð- in sjál-f tók við. Getur varla verra land AKRANES 97

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.