Akranes - 01.04.1957, Side 30

Akranes - 01.04.1957, Side 30
um að fara en skriðjökulssporða, var þó þessi allur mildilegur við vana slíkra staða, en mér þótti hann nógu illur samt, totaður upp í trjónur og hryggi svarta utan af blautri leirblandinni möl, háll, seigri og þungri. En jökulröðin sigr- aðist einnig og tók þá við sléttlendur og hreyfingarlítill jökulflati, hið bezta gang- færi, allt upp að vesturenda Kerlingar hinnar hærri. Þó voru þar ofurlitlir sprungublettir til og eins ungur .snjór á bletti. Sneiddum við hjá snjónum og snuðuðum sprungurnar, enda tók fyrir öll óheilindi í ísnum eftir að kom upp á hak við Kerlinguna, en þá leið kusum við okkur, því að þar var fjallshliðin styttri, jökullinn þrýstist þar að og hélt þar betur hæð sinni. Hafði hann þó áð- ur gengið hærra, því ísklíningur óþiðn- aður og auri varinn náði sjálfsagt 30— 40 metra yfir slétt upp í hlíðina, og hefir þá jökullinn lækkað um það á svo stuttum tíma að leifin er ekki orðin að vatni enn. Við Jón lögðum austar til uppgöngu, en hitt fólkið og hittum þar fallegan blett. Mun þar hafa verið rakasláttur í hlíðinni, því að gróðurbreiða var þar á einum stað, þykkur mosi og dálítil jarð- vegsmyndun með grasteygingum nokkv- um. Hölluðum við okkur þar að mýk- indunum, blésum mestu mæðinni og undruðumst gróðurinn í um það bil 1200 metra hæð yfir sjó og rétt undir vanga Vatnajökuls sjálfs. En ekki mátti lengi dvelja, við heyrðum málaklið fé- laga okkar færast að, og lögðum aftur af stað og komumst í þeim áfanga upp á hátindinn og settumst að matarveizlu. Hefi ég stundum þurft minna fyrir mat mínum að hafa en það labb og príl allt saman. En þarna var logn og þar var hlýtt og þaðan var víðsýni mikið. Sést þaðan víða um hálendið sunnan jökla, ef 98 gott er skyggni, en nú var mistur nokk urt í lofti og naut því víðsýni miður en skyldi, þó hjó fyrir Arnarfelli mikla í gegnum blámann og ekki grunlaust um að djarfað hafi fyrir Kerlingarfjöllum, en norður og austur var skammt að líta. Þar byrgði Hamarinn svo kallaður og Bárðarbunga alla vegu og höfðu til þess bæði hæð og digurð. Til austurs sáu þau, sem kunnug voru, móta fyrir Grímsfjalh og suðvestur frá því beygði Háabunga kenginn, kuldablá upp úr jöklinum og Þórðarhyrna enn sunnar og vestar en þá Geirvörtur, allar þessar mishæðir í röð í svipaða stefnu og eldgjár hafa í þessum landshluta. Ef þetta er ein eld- varparöðin af mörgum á þessum slóðum, og er að bræða sig norðaustur á við, þá er ástæða til að biðja vel fyrir Austfirð- ingum áður en hún nær þangað. Nokkru nær Kerlingum en fyrrtalin fjöll sást svartur díll, lítill um sig upp úr hvítri breiðunni. Var það Pálsfjall, harð- gleruð hrafntinnusteypa með vikurkúlum í. Hefi ég þaðan séð skrýtilegastan stein, en það er kertastjaki sjálfgerður, sem Guðmundur frá Múla hirti þar í einni ferð .sinni og flutti til Jökulheima. Er hann híbýlaprýði þar þótt í smáu sé. Rétt þar sem við borðuðum var vörðu brot lítið. Datt okkur í hug að hressa upp á það og fannst þá í vörðunni dós með miða í. Sannaðist hún að vera úr för dr. Rudolf Jonas og félaga 'hans árið Í935- Fleiri manna fundust þar engar menjar. Skrifaði Jón greinargerð viðvíkj- andi þarkomu okkar og baúti við í dós- ina og létum við hana aftur í vörðuna og stækkuðum mannvirkið til muna. Voru þeir Magnús og Guðmundur yfirsmiðir, og kann ég ekki betur en vita, ef hún stendur ekki, en það sé fremur að kenna efni en hleðslumönnum, en þar A K R A N E S

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.