Akranes - 01.04.1957, Side 31

Akranes - 01.04.1957, Side 31
er enginn steinn finnanlegur uppi nema mógrjót eitt, lint, hrjúft og illa lagað. Að þessu búnu var varðan mynduð, að maður tali ekki um fólkið, sem nær- statt var, og hurfum við eftir það þaðan og fórum þá vestur af fjallinu, því að beina leiðin til hinnar nyrðri Kerlingar voru flughamrar háir og dráp hverju ófleygu dýri. Eins og við lögðum leið okkar fengum við skriður klettalitlar, en svo voru þær misbrattar, að við .sáum ekki leiðina alla að ofan, og lentum fyr- ir þá sök á meltotu, sem fleygaði sig langt niður í hjarnskafl einn, er okkur hafði dulizt. Isöxi var í förinni og fór einhver til og hjó spor með henni yfir aðra skaflálmuna og fóru menn að stildra þar yfir í skriðuna á móti, missteig Ingi- björg sig þá svo, að hún hrataði út úr slóðinni og rann niður skaflinn á ýms- um endmn. Guðmundur rauk óðara á eftir henni en komst engu hraðara, svo að hann náði henni ekki fyrri en í grjót- inu fyrir neðan skaflinn. Vildi það þeim til láns að skriðan var svo smágerð, að enginn oddurinn náði öðrum fremur að gera þeim áverka og .sluppu bæði ó- lemstruð frá þessu óhappi. Þegar Magn- ús varð þess var að þarna hafði hvorki orðið lífs né lima tjón varð honum ljóð á munni: Við fetuðum iökulfelliugar og fimlegar voru stellingar. En Ingibjörg hreppti hrellingar í hrjúfum skriðum Kerlingar. Var þá stutt eftir niður á jökulbungu þá, er gengur fram á milli Kerlinganna, og var þar gott færi nema sprungur voru þar nokkrar og allbreiðar, en engin lá svo að stórtafir gerði. Komum við að bilnum í ljósaskiptunum og var ég þá svo útgerður af mæði og vesaldóm, að skotinn hefði ég verið þar hefði ég veri'ð FerSafélagarnir viS vörSuna. — Frá vinstri: Hreppstjóri, Húsbónili, Margrét, SigríSur, Hanna, SigurSur, Ingibjörg. Yfir: Halldór og Magnús. hestur. En þegar allir voru heimtir úr göngunni hélt Guðmtmdar af stað og fór þá niður á milli Tungnaár og Blá- fjalla, leið, sem enginn hafði áður farið og fann færan veg sér, hvort sem hann er það nokkrum öðrum. Var bólið golt um kvöldið í skálunum og vel sofið út um morguninn. Enn voru veðraguðir mildir þegar morgnaði og var þá ákveðin ferð niður til Veiðivatna og Snjóöldufjallgarðs. Varð ég henni feginn, því á þær stöðvar hefi ég þráð að komast aftur hvenær sem ég hef þaðan farið, og eins var fróðlegt að sjá leiðina, sem við fórum í myrkrinu upp eftir. Óséð landssvæði eru alla daga forvitnileg, einkum hafi maður farið um þau áður, og eftir engu tekið, jafnvel hvað sem veldur. Það er svo heimskulegt til frásagnar. Jökulheimar standa sunnantil á hraun- bungu sléttri vestan Tungnaár hér um bil í hánorður frá norðurenda Langa- sjávar, en háaustur frá nyrztu víkum norðurflóa Þórisvatns. Er þar sandflesja, gamlir farvegir Tungnaár, fyrst vestur AKRANES 99

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.