Akranes - 01.04.1957, Qupperneq 35

Akranes - 01.04.1957, Qupperneq 35
hefði bannað þokan. Mun þetta eini kafli Tungnaárfjalla milli Tungnaár og Langa- sjávar, sem ekki er klofinn af smádölum, heldur samfelldur bálkur. Ók Guðmund- ur þar vestur fjallið nærfellt í stefnu á Litlasjó norðaustanverðan, unz fyrir varð daldrag flátt og auðfarið, lágu þangað slóðirnar og fylgdi hann þeim niður dal þann að kvíslamótum í dalbotni. Kom hin vatnsmeiri norðvestan frá Klakka- felli svonefndu við Tungnaá, en hin þar austan að skammt- Heita þær — þegar saman koma — Lónakvísl, og falla vestur til Tungnaár, eða þó fyrst í stöðuvötn nokkur eða lón á flatanum við ána. Er Lónakvíslardalur efni í hálfan hrepp, ef betur væri í sveit settm-, en svartur var lianri mjög nú í þykkviðri sökum gróður- leysis. Ekki mun þó fénaðaránauð valda, þvi um þessi öræfi fer engin skepna, mættu þar gróa grænir skógar þess vegna, og þyrfti varla grósku að skorta sökum tíðarfars, heldur því á einstöku stað sást gullgulur víðirunni búinn lil leiks við bleikt haust og bláhvítan vetur. Upp i'ir Lónakvíslardal fórum við um kvíslamótin og allt að því til móts við suðvesturenda Langasjávar, er þar skarð, sem liggur austur undir vatnsendann, og tókum við það öngstræti fyrir forvitni sakir, þvi að engum nægðu þessir smá- blettir, sem við höfðum áður séð af Langasjó, þó fyrir hefði borið blett og blett ofan af einhverri hæðinni af þeim, sem við höfðum þrætt norðan og austan fjöllin. Einhverra hluta vegna höfðum við um- tal um gleymsku manna á ferðalögum, fatatýnslu og þess háttar, þegar ég heyrði Guðmund vikja því til Hörmu, hvort hana vanti ekki belgvettling, það sé einn þarna. Furðaði mig á eftirtekt mannsins, þar sem hann var upptelcinn við bílstjórn í fjalllendi á vandkeyrðri leið, en hún kvaðst heldur vilja taka vettling þann síðar. Sagði hún þetta svo skrýtilega, að mig fór að gruna að ekki væri allt með felldu um vettling þemian. Var þetta þegar til kom drangur mikill þar utan í fjallshlíðinni, undra líkur harðrónum sjó- vettlingi, er stæði þar á fitinni og sperrt- ist út þumallinn. Þótti mér þá til vonar, að Hanna, handsmá kona og fínleg, hliðr- aði sér við að gripa hann svona í leiðinni. Hefði þó komið sér vel að eiga ráð á hönd, sem hæfði honum í hliðinni næstu, þó ekki væri nema til að þjappa undir bílinn, þvi að þar var sandskafl svo laus að ófær mátti heita. Gengum við þar frá Guðmundi og bílnum stuttan spotta að vatninu. Þótt ekki hafi Langisjór verið talinn rekasæll að þessu, heppnaðist Magnúsi að finna þar dálitla fjöl rekna, notaði hann hana til að ausa á okkur vatni, ekki breytti hann samt nöfnum okkar, en þar höfðum við þó fengið nokkra umbun far- arinnar, sem engin væri annars, því að lítið sást þar um vatnið sökum þrengsla. Auk heldur Guðmundi, sem ekki hafði komið með, strauk hann um vangann með blautri fjölinni þegar að bílnum kom. Enginn skyldi með öllu missa svo sjaldgæfrar vætu. Ferðin frá Langasjó gekk vel á braut- ina aftur, og lá leiðin þaðan fyrst eftii að úr skarðinu kom um dal norðvestan svokallaðs Grænafjallgarðs. Ekki sá ég að fjallgarður sá væri mikið grænn, en hann kann að vera það að simnan. — Langur var dalur þessi ekki, og varð þá að krækja upp margan bratta og í ýmsar áttir áður vestur af sæi og niður í svo- kölluð Faxasund, heila veröld smádala, sem liggja að lokum niður að Tungnaá. Draga sund þau nafn af tindi einum er Faxi nefnist, og er norðan þeirra hvað, sem því nafni veldur- Var að vísu að AKRANES 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.