Akranes - 01.04.1957, Qupperneq 36

Akranes - 01.04.1957, Qupperneq 36
bregða birtu, en þokan náði ekki þangað, gat ég þó ekkert séð hestlegt við fjallið, og ekki flaggaði það með loðnu. Hnjúkar nokkrir liggja frá því í suðvesturátt kall- aðir Kattarhryggir. Hljóta kettir þeirra Skaftfellinga að hafa verið illa haldnir, ef bök þeirra hafa verið jafnmagurleg og hnjúkarani sá. Var þar flest illt og eink- um leiðin, varð að krækja löngum og löngum eftir kvísl í gilbotni. Slóð sást hvergi, nema einstaka stúfur á eyri og náttmyrkur og úrfelli bættust við safn annars ófarnaðar. Auk heldur tóbakspípa hreppstjórans í Grimsvatnahreppi hristist úr réttum stað, svo að leit varð að. Og aftur var allt í fangið, átti það illa við mig, sem búinm var að eyða öllum leyfð- um tíma og langaði til byggða aftur áður en mjög væri syndgað upp á náðina. Ekkert sást út nema stöku sinnum regnblökk, gilkinn og þá æfinlega þvert fyrir leið. Loks tók fram úr, farið var upp ás og eftir honum og lokið í bili öllu lækjargils andstreymi, en imnan stundar stingur Guðmundur bílnum að heita mátti á trýnið niður brekku og síðan sást varða og fleiri slóðir en áður. Þetta var Landmannaleið. Aftur ók Guð- mundur eftir á, en nú undan straum og ekki í jafn þröngu gili og áður í Faxa- sundum. Ég hélt það væri Nyrðri-Ófæra og var þó kunnugur þarna, en hugurinn hefir verið á undan þá stundina, hún er nær byggð að sunnan, þessi hét Skugga- fjallakvísl. Urðum við að liafa samfylgd hennar eina 3—4 km, og er það sein- farinn bílvegur, árbotn og slæmir aurar. Þegar við yfirgáfum Skuggafjallakvísl tók við hryggur lágur að norðan en þvi drýgri á lengdina niður að sunn- an. Var þar allt að 280 metra hrap áður mumið var staðar á botni Eld- gjár á Skaftártunguafrétti. — Þar vissi Guðmundur af fallegum tjaldstað, og hafði víst lifað í tilhugalífi við hann lengi, suðurleiðina tók hann að minmsta kosti upp á eindæmi sitt þegar hann kom á Landmannaleið, og satt er það, fallegt var tjaldstæðið, en veðrið hefði mátt vera betra. Var votsamt að tjalda, enda ekki reist nema eitt fjögra manna tjald. Hinir skyldu láta fyrirberast í bílnum. Matazt var og síðan raðað í bólin- Ég hafði búizt við að sofa i tjaldinu, gamall fjallajálkur eins og ég þóttist vera, en var gerður afturreka þaðan með pokann minn, hafði víst þótt svo litilfjörlegur í Kerlingatúrn- um að ekki væri slikum ætlandi annað en hús og hægindi. Bar Guðmundur mikla önn fyrir mér. Vildi hann sjáan- lega ekki láta segja um sig eins og kveðið var um Jón heitinm Magnússon ráðherra forðum: Alltaf drepur hann af sér mann, einn eða tvo í róðri. Svo var sætum liáttað í bílnum, að aftasti bekkur var heill, hafði Sigríður setzt þar að eins og sjálfsagt var fyrir þann, sem fyrstur varð í háttinn. Gang- rúm mjótt var í miðjum bíl, á milli hverra tveggja manna sæta, þegar framar dró. Tróð Guðmundur bakpoka miður í það hol á næstu sætaröð og vistaði mig þar. Var breiddur kuldablár loðúlpu- skratti á bilið, sem varð í sætisbökin á milli okkar Sigríðar. Lagði ég poka minn fast framan við úlpuna og bældi mig niður. Hafði Guðmundur þá gripið upp sætið höfðalags megin í næstu röð og fært það yfir gangrúmið að hinu. Þar skyldi Margrét vera, en þá Jón og við sams konar umbúnað. I hreppstjóra — og húsbónda — sætin setti hann Halldór. Var það virðingasess mikill að vísu, en að öllu óhægm-, svo stutt undirlagið að fylla þurfti þar æði mikið með dóti, og var það legurúmið verst. Hvernig skipað var í tjaldi veit ég ekki, en tel víst að 104 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.