Akranes - 01.04.1957, Page 40
vemd og varðveizlu, og fyrir heilshug-
ar starf góðs prests, sem aldrei ann sér
hvíldar frá köllun sinni, vegna Guðs og
mannanma- Upp af slíku istarfi vex mik-
ill meiður, sem mörgmn gróðri hlífir og
markar mikil og djúptæk spor í lífi
manna og þjóða á þessari jörð.
Nokkru eftir að síra Sveinbjöm var
hér á ferð, varð hann fyrir þeirri raun
að missa sjón á öðru auga. Varð hann
þá að taka sér hvíld um sinn, og hélt
jafnvel um tíma, að starfstíma isínum
væri að fullu lokið á hinum prestlega
vettvangi. Söfnuði Sveinbjamar varð
þetta ef til vill enn þyngri raun ell hon-
um sjálfum, ef svo ætti að fara. Hvað
átti hann að gera? Hann hefur sjálfsagt
ráðgast um þetta við Guð sinn. Þangað
hefur hann sótt ráð og styrk, sem held-
ur lét hann ekki án vitnisburðar.
öðm auganu hélt liann. Þó er styrk-
ur þess ekki meiri en svo, að hann getur
helzt ekki lesið eða skrifað, a. m. k-
ekki neinu sem nemur. Hann getur þó
keyrt bil sinn, og þetta gefur honum
meira og betra tækifæri til að lifa í
nánara samfélagi og snertingu við söfn-
uð sinn, sjúka menn og heilbrigða, böm
hans og gamalmenni. Af þessum sökum
hefur hann orðið að leggja alla skrif-
aða ræðumennsku á hilluna.
Þrátt fyrir allt þetta, sem ýmsir prest-
ar mundu hafa talið nægjanlegt áfall og
afsökun til þess að hætta starfi og komast
á eftirlaun, eftir langt og vel unnið starf,
hefur séra Sveinbjöm ekki farið þannig
að. Hann heldur þvert á móti áfram
prestskap eins og ekkert hafi ískorizt.
Hann vinnur öll störf sín í söfnuðinum
eftir sem áður. 1 stað þess að skrifa ræð-
ur sínar áður, flytur hann þær nú blað-
laust.
Þama er manndómur á ferð, traust og
og trúnaður, bjargföst trú á föðurforsjón
Guðs og handleiðslu. Maður, sem auðsjá-
anlega telur sig kallaðan, til starfs og
þjónustu við mennina, sem í fullreynd
lífsins fær aukinn styrk til áhrifaríkari
þjónustu en nokkm sinni fyrr. Hann er
einn af þeim, sem nægir náð Guðs, og
fær umbun í ríkum mæli í samræmi við
það, öðrum til trausts og halds, jafn-
framt því sem það fyllir sál hans sjálfs
friði og fögnuði, yfir því að fá enn um
stund að reka erindi hins hæsta, meðal
þeirra, sem þess þurfa með-
f aprílmánuði s. 1. vom hér á ferð
kona séra Sveinbjamar og dóttir, á leið
sinni til Evrópu. Þær máttu til að heim-
sækja föðurland Sveinbjarnar, því að
svo mikið hafði hann sagt þeim um
þetta undra land. „Þangað megið þið þó
ekki koma, án þess að sjá Akranes11,
sagði hann. Þær stóðu hér aðeins við
tvo daga, þar af annan á Akranesi.
Hann gaf þeim ýmsar leiðbeiningar í
þessu .sambandi og sérstaka forskrift um
það, hvað þær ættu að skoða, og festa
sér í minni á Akranesi. Allt þetta héldu
þær dyggilega, sem þegar heim kemur,
veitir honum mikla fróun og hugsvölun,
því að helzt lítur út fyrir, að hér lifi
hann til hálfs, þótt hann hrærist í ann-
arri heimsálfu-
Kona Sveinbjamar er myndarkona,
menntuð og geðug. Það er dóttir þeirra
einnig, sem nú er útlærð hjúkrunarkona.
Báðar vinna þær af alhug með séra
Sveinbimi að hinum ýmsu verkefnum
safnaðarstarfsins, sérstaklega meðal hinna
ungu, sem í Ameríku er lögð höfuð-
áherzla á. Þar em þeir umfrarn allt á
réttri leið, þvi að þar sem engin rækt
er lögð við kristilegt uppeldi æskulýðs-
ins, og heimilin eru afskiptalaus um þá
hlið undirstöðuatriða góðs þjóðfélags, vex
aldrei upp nema nafnkristin þjóð.
Þetta á að vera kveðja til síra Svein-
108
AKRANES