Akranes - 01.04.1957, Page 41

Akranes - 01.04.1957, Page 41
bjarnar fyrir sendiboða hans í heimsókn til Akraness, sem hann ann svo mjög ásamt sínu föðurlandi. En um leið á það að vera heillaósk frá fæðingarbæ hans á sextugsafmæli hans á komandi hausti, með þökk fyrir dáðrikt ævistarf, fæðingarbæ hans og landi til mikils sóma. Það er ekki ónýtt að eiga slíka sendiherra með framandi þjóðum. Að eiga marga slíka fulltrúa, sem sá og upp- skera undir merkjum Guðs, getur gert hinar minnstu þjóðir að stórveldi á hin- um eina rétta vettvangi, mennta og mannlegra dyggða. Þökk fyrir manndóm, dyggð og dreng- skap, kæri vinur. Ó1. B Björnsson. AKRABORG EFTIR ÁRIÐ Framhald af bls. 91. manna er til mikillar fyrirmyndar, vegna reglusemi og prúðmennsku á alla grein. Núverandi skipshöfn á „Akraborg“ er: Þórður Guðmundsson, skipstjóri, Rvik. Gunnar Ölafsson, 1. stýrim., Borgam. Guðjón Vigfússon, 2. stýrim., Rvík. Öskar Valdimarsson, 1. vélstj., Rvík. Haraldur Lúðvígsson, 2. vélstj., Kópav. Guðbj. Guðbjartsson, 3- vélstj., Rvik. Halldór Pétursson, bryti, Rvík. Guðmundur Ólafsson, háseti, Borgarn. Marinó Þórðarson, háseti, Borgam. Baldur Jóhannesson, háseti, Borgam. Andrés Þórarinsson, háseti, Borgam. Gunnar Egilsson, aðst.m. í vél, Rvík. Guðbjörg Aradóttir, þerna, Borgam. Hver skipverji fær 4 daga fri i mán- uði. Sumir þessir menn em búnir að vera lengi i ferðum á þessari leið. Þannig hef- ur Þórður skipstjóri verið það frá 2. júlí 1936, undanteknum 4 árum, er hann A K R A N E S beið eftir „Akraborg“, og var þá hafn- sögumaður í Reykjavíkurhöfn. Gunnar stýrimaður hefur verið skip- stjóri eða stýrimaður á þessari leið frá þvi í janúar 1952, að undanteknum 3 mánuðum er hann var á „Eldborginni“ í Noregi. Marinó og Baldur hafa einnig verið þarna frá 1932, og Guðmundur litið eitt styttra. „Akraborg“ er 358 lestir brúttó, geng- ur ágætlega og hefur mjög gott og þægi- legt farþegarúm. Það er aðeins eitt sem útgerð skipsins þarf að skammast sin fyrir, það er sú herjans skítakompa sem notuð er fyrir afgreiðslu skipsins, og eng- anveginn er samboðin slíkum farkosti sem „Akraborg" er; mönnum sem að vinna, né bæjum og stofnunum sem að standa, sem eru: Akranes, Borgames, Borgarfjarðarhérað, Reykjavikurbær og Eimskipafélags Islands. Framkvæmda- stjóri er Friðriks Þorvaldsson frá Borgar- nesi, áhugasamur og vakandi í sínum verkahring. ISLANDSMEISTARAR í 3. fl. 1957. 3. fl. f.A. lék úrslitaleik i fslandsmótinu föstu- daginn 16. ágúst, við Val, og sigraði f.A. með 2:0. Úrslit í einstökum leikjum i mótinu: Í.A.:Keflavík ...................... 5:2 — Fram ............................ 0:0 — K.R.............................. 4:0 — Fram ............................ 3:1 — Valur ........................... 2:0 Lið Í.A. var þannig skipað, talið frá mark- verði til vinstri útherja: Hörður Ölafsson, Pétur Jóhannesson, Björn Finsen, Bogi Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson, Atli Marinósson, Kristján Þórarinsson, Tómas Runólfsson, Jóhannes Þórðarson, Margeir Dani- elsson, fngvar Elisson. 109 L

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.