Akranes - 01.04.1957, Síða 43

Akranes - 01.04.1957, Síða 43
tíð. Þessir menn teyma oft hina þungu lest í átt til athafna og framfara, eða þeir bjarga verðmætum, sem bregða má upp með björtu ljósi yfir liðna tíð, og varðveita þannig oft á hinn ljósasta og furðulegasta hátt samhengi mikillar sögu, sem annars hefði með öllu glatast. 1 þessu sambandi virðist mér mega þakka forráðamönnum Reykjavíkurbæjar þá framsýni og skilning, er bærinn kaup- ir hið mikla safn Reykjavíkumiynda úr dánarbúi dr- Jóns Helgasonar biskups, en það safn er einstætt og ómetanlegt í sam- bandi við byggingarsögu bæjarins og um- hverfi. Dr. Jón Helgason var mikill eljumaður og næsta merkilegur. Hann var ótrúlega sögufróður, en einnig mjög listhneigður og drátthagur vel. Líklega hefur enginn biskup á Islandi fyrr eða síðar visiterað jafnmargar kirkjur sem hann. Dr- Jón lét sér ekki nægja að skrásetja allt á venjulegan hátt, er viðkom hverri ein- stakri kirkju, heldur teiknaði hann eða málaði hverja einustu kirkju er hann visiteraði á sinni löngu starfsævi. Þetta mikla kirkjumyndasafn dr. Jóns — sem mim vera yfir 200 myndir — er þvi alveg einstætt í sinni röð, og næsta mik- ilsverð heimild um byggingarlag, um- hirðu og ásigkomulag kirkna á þvi tíma- bili er myndimar ná til. Hér er um að ræða torfkirkjur og eldri og yngri stein- kirkjur. Því minnist ég hér á þetta siðasta at- riði, að ekki er seinna vænna að gera til- raun til að bjarga þessu mikla kirkju- myndasafni dr. Jóns á einn stað, ef þess væri enn kostur, og áður en það tvístrað- ist. Börn dr. Jóns munu liafa sýnt mik- inn skilning og þegnskap gagnvart hinu fyrrnefnda safni sem Reykjavíkurbær keypti. Þykir mér ekki síður líklegt að þau mundu vilja heiðra minningu síns mæta föður, með því að stuðla að þvi að kirkja Islands gæti eignast svo einstætt safn sem hér er um að ræða. Svo kær sem Reykjavík var Jóni biskupi, var hon- um þó enn kærari kristni og kirkja lands- ins, heiður hennar og sæmd, og allt sem lyfta mætti henni til vegs og sóma á komandi öldum. Hér er áreiðanlega ekki um hégómamá] að ræða. Heldur mál sem er næsta athyglisvert og þarf að liyggja að sem allra fyrst, ef það er ekki þegar orðið um seinan. öllum þeim er hér eiga hlut að máli treysti ég að óreyndu hið bezta. Það er gaman að fylgjast með ýmsum viðbrögðum Reykjavíkurbæjar til hinnar öru þróunar, bæði efnahagslega og bættra skilyrða á svo mörgum sviðum- Ekki að- eins með hliðsjón af hinu matrialiska, sem allt annað hverfur í skuggann fyrir. I þeirri glímu virðist mér i Reykjavík mega sjá nýja dagsbrún á lofti. Hin síð- ustu ár virðist forráðamönnum bæjarins vera að skiljast æ betur og betur, að samhliða hinu matrialiska kapphlaupi einstaklinga og þjóða, verði að korna nokkur mannrækt og umhyggja fyrir andlegri velferð þjóðarinnar. Þetta er gleðilegt tímanna tákn, og sem hlýtur að hafa gagnleg áhrif til þjóðheilla á kom- andi tímum. Ól- B. Björnsson. Hallgrímskirkja í Saurbæ vígð. Hinn 28. iúli s. 1. vigði biskup- inn, herrn Ásmundur Guðmunds- son, hina nýju Hallgrimskirkju í Saurbæ, við fjölmenna, hátiðlega athöfn. Verður væntanlega nokk- uð gjör sagt frá þessu í næsta hefti. A K R A N E S 111

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.