Akranes - 01.04.1957, Side 44

Akranes - 01.04.1957, Side 44
Dr. Árni Árnason kveður Akranes Ólafur Finsen, Árni Árnason, Torfi Bjarnason. Tveir fyrrverandi, og núverandi héraSslœknir á Akranesi. — Myndin er tekin skömmu áSur cn dr. Arni Arnason flutti úr héraSinu. Dr. Ár-ni er búi-nn að vera hér tæp 20 ár við góðan orðstír, en lét af starfi sem héraðslæknir fyrir aldurs sakir við ára- mótin 1955/6. Hinn 7. júlí var honum og konu hans, frú Agnesi Guðmundsdótt- ur, haldið fjölmennt kveðjusamsæti að Hótel Akranes, þar sem honum voru færðar gjafir og þakkir fyrir gott starf og þeim hjónum báðum. Þeir, sem töluðu til þeirra við þetta tækifæri, voru: Frú Ásta Sighvatsdóttir, Guðmundur Svein- björnsson, Ragnar Jóhannesson, Ölafur B. Björnsson, Daníel Ágústínusson, Hálf- dán Sveinsson og síra Sigurjón Guðjóns- son, en dr. Árni þakkaði fyrir hönd þeirra hjóna alla vinsemd, og óskaði bæn- um og íbúum hans allra heilla í fram- tiðinni. Það sem hér fer á eftir er kafli úr ræðu Ölafs B. Björnssonar við þetta tæki- færi: „Dr- Árna er fleira til lista lagt en læknismenntin, er hann kann góð skil á, svo sem doktorsgráða hans sannar bezt. Við Akumesingar höfum og látið hann róa á fleiri mið en hann var beinlínis ráðinn til. Hann er góður ræðari í sinni sérgrein, en við fundum fljótt, að honum var margt fleira til lista lagt og hug- staitt, að hann gat víðar róið tvíhent, beitt öngul sinn, rennt færi og borið í fisk á fleiri miðum. Dr. Árni er á marga lund óvenjulegur maður. Gáfaðir menn eru oft hlédrægir. Þó veit ég ekki til, að hér hafi hann skor- azt undan því að gera það, eða koma þar fram, sem hann sjálfur, að yfirveguðu máli, þóttist geta leyst sómasamlega af hendi. Til þess að fyrirbyggja misskiln- ing, skal það tekið fram, að það, sem honum þykir sómasamlegt frá sinni hendi, er ágætt, að annarra dómi. Dr. Árni er nefnilega einn af þeim örfáu úrvals mönnum, sem daglega — sýnkt og heilagt — hugsa um eigin ærukærni, samhliða, eða því sem næst, hvemig hann geti orðið samborgurum sínum, og æðri lífshugsjón að liði. Til slíkra manna er samtíðinni gott að leita. Undir slík- um mönnum er henni gott að eiga traust sitt. Þeir eru hinir útvöldu homsteinar hvers bæjar- og þjóðfélags. Þeir eru — 112 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.