Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 47

Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 47
Andréssonar á Bjargi hafi koniið Hall- grími til að yrkja þessa rimu. Ríma Guð- mimdar er með engu innrími, en ríma Hallgríms er frumhend. Sléttubandaríma Guðmundar á Bjargi er í Bellerofontis- rhnum, 4. ríma. Talið er að Guðmundur hafi ort rímur sínar á árunum 1642—6 einhvern tíma; ef Hallgrimur hefur svo ort Flóresrímur 1647, þá kemur allt vel heim. Kolbeinn Jöklaraskáld yrkir síðan rímu undir sléttuhandahætti víxlhendum árið 1658, og eru þar komin þau sléttu- bönd sem nú eru kunnust. Mörgum mun þykja fróðlegt að kynn- ast rimnakveðskap Hallgríms Pétursson- ar. Það er fljótséð að rímur Hallgríms eru með sama sniBdarbragði og annar skáldskapur hans, og bera mjög af flestu sem ort hefur verið i þeirri grein fyrr og síðar. Skáldið yrkir Króka-Refs rimur fyrir konu, og er nafn hennar fólgið í vísu, en ekki er öruggt hvort hún hefur heitið Sigriður eða Guðríður. Finnur get- ur þess að hann viti varla dæmi þess að rímnaskáld ánafni eiginkonunni rímur sínar, og mun rétt að það hafi verið fá- titt. Samt held ég að Sigurður Breiðfjörð hafi eignað Kristinu konu sinni eitthvað af rímum sínum. Algengast var að yrkja fyrir ástmeyjar eða fylgikonur, eða þá einhverja velgerðamenn. Einhver áhuga- samur maður hefur beðið Hallgrím að fullgera Flóresrimur, og er sennilegast að það hafi verið einhver vinur hans í Borgarfirði, Af eigin hvötum mun Hall- grímur hafa ort um Lykla-Pétur og Magelónu, og sennilega eru það fyrstu rímur hans. Bragarháttur sjöttu rimu er mjög fagur og hefur verið nýr á þeirri tíð; ekki skal ég alveg synja fyrir að Hallgrímur hafi fyrstur ort rímu með þessum hætti, en þó á ég fremur von á að hann sé ögn eldri. Ég kalla háttinn fagursneitt. Háttur áttundu rimu heitir ekki fléttubönd, heldur er hann það sem kallað var frumlyklað; vísa Guðmundar Bergþórssonar um Bjarna Borgfirðinga- skáld, sú sem vitnað var í áður, er með fléttubandahætti. Mesti fjöldi rimnahátta spratt upp á seytjándu öld, og er örðugt að rekja fyrir rætur þeirra margra. Þessi nýungalist og sundurgerð i háttum hélst allt til Sigurðar Breiðfjörð- Rit Björns K. Þórólfssonar: Rímur fyrir 1600, veitir vitneskju um rímnahaúti þá er til voru í upphafi 17. aldar, en fjölbi’eytnin vaið mest eftir það. -— Rimur þessara tíma geyma mikinn fróðleik um málfar, menn- ingu og hugsunarhátt. Enn er mesti fjöldi rimna frá seytjándu öld óprentaður og er full ástæða til að hraða útgáfu þeirra, og vinna jafnframt að ýmsum rímnafræð- um. Þótt rímur séu misjafnar að bók- menntagildi, þá eru þær mikill þáttur í sögu okkar og girnilegar til fróðleiks. Sveinbjörn Benteinsson. Afengissala frá Áfengisverzlun ríkisins fyrsta ársfjórðung (1. jan.—31. marz) 1957: Selt i og frá Reykjavík . . kr. 20.439.587.00 — - — — Akureyri .... — 2.097.138.00 — - — — Seyðisfirði . . — 427.341.00 --— — Siglufirði .... — 815.587.00 Kr. 23.779.653.00 Á sama tima í fyrra var salan sem hér segir: Selt i og frá Reykjavik . . kr. 20.444.760.00 — - — — Siglufirði .... —- i.oig.972.00 — - — — Seyðisfirði . . — 319.024.00 Kr. 21.783.756.00 1 t<5 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.