Akranes - 01.04.1957, Blaðsíða 47
Andréssonar á Bjargi hafi koniið Hall-
grími til að yrkja þessa rimu. Ríma Guð-
mimdar er með engu innrími, en ríma
Hallgríms er frumhend. Sléttubandaríma
Guðmundar á Bjargi er í Bellerofontis-
rhnum, 4. ríma. Talið er að Guðmundur
hafi ort rímur sínar á árunum 1642—6
einhvern tíma; ef Hallgrimur hefur svo
ort Flóresrímur 1647, þá kemur allt vel
heim. Kolbeinn Jöklaraskáld yrkir síðan
rímu undir sléttuhandahætti víxlhendum
árið 1658, og eru þar komin þau sléttu-
bönd sem nú eru kunnust.
Mörgum mun þykja fróðlegt að kynn-
ast rimnakveðskap Hallgríms Pétursson-
ar. Það er fljótséð að rímur Hallgríms
eru með sama sniBdarbragði og annar
skáldskapur hans, og bera mjög af flestu
sem ort hefur verið i þeirri grein fyrr
og síðar. Skáldið yrkir Króka-Refs rimur
fyrir konu, og er nafn hennar fólgið í
vísu, en ekki er öruggt hvort hún hefur
heitið Sigriður eða Guðríður. Finnur get-
ur þess að hann viti varla dæmi þess að
rímnaskáld ánafni eiginkonunni rímur
sínar, og mun rétt að það hafi verið fá-
titt. Samt held ég að Sigurður Breiðfjörð
hafi eignað Kristinu konu sinni eitthvað
af rímum sínum. Algengast var að yrkja
fyrir ástmeyjar eða fylgikonur, eða þá
einhverja velgerðamenn. Einhver áhuga-
samur maður hefur beðið Hallgrím að
fullgera Flóresrimur, og er sennilegast að
það hafi verið einhver vinur hans í
Borgarfirði, Af eigin hvötum mun Hall-
grímur hafa ort um Lykla-Pétur og
Magelónu, og sennilega eru það fyrstu
rímur hans. Bragarháttur sjöttu rimu er
mjög fagur og hefur verið nýr á þeirri
tíð; ekki skal ég alveg synja fyrir að
Hallgrímur hafi fyrstur ort rímu með
þessum hætti, en þó á ég fremur von á
að hann sé ögn eldri. Ég kalla háttinn
fagursneitt. Háttur áttundu rimu heitir
ekki fléttubönd, heldur er hann það sem
kallað var frumlyklað; vísa Guðmundar
Bergþórssonar um Bjarna Borgfirðinga-
skáld, sú sem vitnað var í áður, er með
fléttubandahætti. Mesti fjöldi rimnahátta
spratt upp á seytjándu öld, og er örðugt
að rekja fyrir rætur þeirra margra. Þessi
nýungalist og sundurgerð i háttum hélst
allt til Sigurðar Breiðfjörð- Rit Björns K.
Þórólfssonar: Rímur fyrir 1600, veitir
vitneskju um rímnahaúti þá er til voru
í upphafi 17. aldar, en fjölbi’eytnin vaið
mest eftir það. -— Rimur þessara tíma
geyma mikinn fróðleik um málfar, menn-
ingu og hugsunarhátt. Enn er mesti fjöldi
rimna frá seytjándu öld óprentaður og er
full ástæða til að hraða útgáfu þeirra, og
vinna jafnframt að ýmsum rímnafræð-
um. Þótt rímur séu misjafnar að bók-
menntagildi, þá eru þær mikill þáttur í
sögu okkar og girnilegar til fróðleiks.
Sveinbjörn Benteinsson.
Afengissala
frá Áfengisverzlun ríkisins
fyrsta ársfjórðung
(1. jan.—31. marz) 1957:
Selt i og frá Reykjavík . . kr. 20.439.587.00
— - — — Akureyri .... — 2.097.138.00
— - — — Seyðisfirði . . — 427.341.00
--— — Siglufirði .... — 815.587.00
Kr. 23.779.653.00
Á sama tima í fyrra var salan sem hér segir:
Selt i og frá Reykjavik . . kr. 20.444.760.00
— - — — Siglufirði .... —- i.oig.972.00
— - — — Seyðisfirði . . — 319.024.00
Kr. 21.783.756.00
1 t<5
AKRANES