Akranes - 01.04.1957, Page 50

Akranes - 01.04.1957, Page 50
um gæta exm meir gázka og léttleika hjá henni, en þáð er raunar smekksatriði, sem um má deila. Bessi Bjarnason leikur sitt hlutverk prýðilega, en söngurinn er, því miður, ekki eins góður og hann þyrfti að vera, og dregur það nokkuð úr heildarsvip leiksins að svo er. I stærri hlutverkum eru þau: Ævar R. Kvaran, Hanna Bjannadóttir, Ólaf- ur Jónsson, Helgi Skúlason, Baldvin Halldórsson og Rósa Sigurðardóttir. Allt fór þetta fólk vel með hlutverk sín, ekki sízt Rósa og Helgi. Hins vegar hefði mátt búazt við meiri léttleika af Hönnu Bjarnadóttur, eins vel og hún fór af stað á annan í jólum s.l. Vonandi gleym- ir hún ekki að halda við, og helzt auka, lærdóm sinn, en hún var nýkomin heim þegar hún lék í óperu í vetur. Með þessari óperettu lýkur leikárinu. Það hefur ekki fært Þjóðleikhúsinu mikla sigra, en vonandi er nú botni öldudals- ins náð að þvi er leikritaval varðar. 118 Don Camillo (Valur Gíslason), Peppone (Kó- bert Arnfinnsson). ★ Don Camillo og Peppone. Gamanleikur i to sýningum, gerSur eftir smásögum Giovanni Guareschi. Walter Firn- er færSi sögurnar í leikform og annast leik- stjórn. ÞýSandi: Andrés Björnsson. Leiktjöld: Lárus Ingólfsson Don Camillo og Peppone eru gamlir kvikmyndakunningjar, sem nú hafa haldið innreið sína í Þjóðleikhúsið, öllum almenningi til óblandinnar ánægju. Þeir hafa ekki neina lífsspeki að flytja okkur, við förum hvorki heimskari né vitrari af fundi þeirra, en við komum, en við förum áreiðanlega glaðari. Átökin og skripalætin kringum kaþólska prestinn og kommúnistann, Peppone, eru þess eðl- is, að allir hljóta að hafa gaman að. Valur Gí'slason leikur Don Camillo af- burðavel og er leikur hans hámark þess, sem sézt hefur í Þjóðleikhúsinu það sem af er þessu leikári. Valur er allt í senn, mannlegur og kankvís, alvarlegur og spaugsamur, iðr- andi syndari og hjólandi spilagosi. Eng- AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.