Akranes - 01.04.1957, Qupperneq 51

Akranes - 01.04.1957, Qupperneq 51
in undur þótt öllum falli hann vel í geð, jafnvel kommúnistanum, sem vit- anlega hefur öirnur takmörk i lifinu en kaþólskur prestur. Róbert Arnfhmsson leikur borgarstjór- ann og gerir hann að skemmtilegum ná- unga, sem hlýtur vinsældir allra, hvar í flokki sem þeir standa. Öllu báglegar hefur tekizt til með rödd Krists sem heyrist úr fjarska og er leikin af Indriða Waage. Mér datt i hug ævintýrið um kiðlingana, sem ekki trúðu því, að úlfurinn væri mamma þeirra, vegna þess, hvað hann hafði hrjúfa rödd. Jafnfráleitt fannst mér að trúa því, að Kristur myndi tala neitt svipað því sem Indriði Waage gerði bak við tjöldin. önnur hlutverk eru fremur lítil en vel með þau farið. Leikstjórn hefur greinilega verið mjög góð, og er vafalaust gagnlegt að leikhús- in fái öðru hverju erlenda leikstjóra. Is- lenzkir leikarar eru eðlilega alleinangrað- ir og því mikils virði fyrir þá að hafa samband við listamenn frá öðrum þjóð- um. Leiklistin er svo alþjóðleg, að eng- inn leikari getur látið sér nægja að kynnast því einu, sem unnið er innan hans eigin leikhúsveggja, ef ekki á að fara fyrir hinum, eins og manni einum á Selfossi, sem telur þá leiklist eina gagnlega og umtalsverða, sem leikin er austanfjalls- * Hæ þarna úti og Browning-Þýðingin. Leikfélag Reykjavikur sýndi i vctur tvo einþáttunga, sem allmikla atliygli vöktu sökum lélegrar aðsóknar. Urgur- inn entist þó því miður ekki til þess að vekja almenning til meðvitundar um að, að því er annan einþáttunginn varðaði var um að ræða ágætt leikrit, sem var afburðavel leikið, og er með þessum orð- um átt við Browning-þýðinguna- „Hæ þarna úti“ átti ekki betra skilið en falla sem fyrst i gleymsku og dá- Þátturinn var, að svo miklu leyti sem hann var hugsaður, eins konar skýring á sálarlífi fanga eins í Bandarikjunum. Að mínu viti jók þátturinn ekki einum millimetra við þekkingu manna á félags- legri sálfræði en fjarri fór því að höf- undur færði sér í nyt margt, sem þessi fræðigrein hefur þegar varpað ljósi yfir. Læt ég svo útrætt. um þátt þennan nema geta má þess, að leikstjórn og meðferð var lýtalaus. Browning-þýðingin var hins vegar merkileg sálarlifslýsing þótt efnið væri langt frá því að vera nýtt eða frumlegt. Fornmenntamaðurinn Andrew Crocker- Harris, menntaskólakennari, snilldarlega leikinn af Þorsteini ö. Stephensen, er aðalpersóna leiksins, en hin aðalpersón- an er húsfreyja hans, Millie, vel leikin af Helgu Valtýsdóttur. I rauninni ætti leikur Þorsteins Ö. skilið sérstaka ritgerð, svo stórfenglegur var hann. Hann sýndi okkur inn í innstu fylgsni þjakaðrar mannssálar, sem hefur orðið fyrir vonbrigðum á öllum sviðum. Nemendurnir skilja hann ekki en gero gys að honum, og er John Tap- low, menntaskólanemi, afburðavel leik- inn af Þorsteini Gunnarssyni, mennta- skólanema, fulltrúi þeirra, sem hæða lærimeistarann, þótt hann búi raunar einnig yfir hlýjum tilfinningum í garð kennara sins. Varla þarf að efa, að Þor- steinn Gunnarsson á eftir að skapa marg- ir ágætar persónur á leiksviðinu, ef hann gerir leiklistina að ævistarfi og þolir góða dóma þótt ungur sá að árum. Ekki bætir heimilislifið upp það, sem á skortir í lífshamingju sökum vonbrigða AKRANES 119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.