Akranes - 01.04.1957, Side 52

Akranes - 01.04.1957, Side 52
á vinnustað. Eiginkonan er eigingjörn, kaldlynd og reikandi. Hinn bráðgáfaði eiginmaður fullnægði hvorki sjúklegri hé- gómagirnd hennar né vergjörnu holdseðli. Frank Hunter, samkennari Crocker-Harr- is, er lostalávarður hennar þegar leikur- inn hefst, en drenglyndi hans vísar hon- um á aðrar brautir en þær, sem hún er fúsust til að troða, svo að hann meðgeng- ur allt fyrir samkennara sínum og biður hann afsökunar. Jón Sigurbjörnsson leik- ur þennan unga mann af virðuleika og röggsemi, sem bendir til þess, að Jóni sé að aukast öryggi og eðlileg framkoma, en á það skorti stundum áður fyrr. Crocker-Harris lætur sér hvergi bregða við játningu unga mannsins, liann hafði árum saman þekkt gerðir húsfreyju sinn- ar og látið sér þær lynda. Hann var hættur að vænta nokkurs hlutar af henni nema hreinskilni, því að hún sagði hon- um alltaf frá sigrum sinum á nýjum vígstöðvum. Ofan á allt þetta bættist, að hann varð að hverfa frá skóla sínum fyrr en gert hafði verið ráð fyrir og einnig i sam- bandi við það var honum ekki sýnd sú virðing, sem vera bar- Þorsteinn sýndi ljóslega þrekmanninn, sem tekur hverjum vanda, sem að hönd- um ber án þess að bogna- Hylur heitar tilfinningar hjúpi, sem virðist vera of- inn úr kulda og hörku, en er raunar snið- inn úr manndómi og miklum vilja. Að- eins einu sinni yfirbuga tilfinningarnar hann, en aðeins sem snöggvast, svo er hann aftur hinn heilsteypti maður, sem gerir rétt og þolir ekki órétt. önnur hlutverk Browning-þýðingarinn- ar voru lítil, en einnig vel með farin. Allir, sem sáu þetta ágæta leikrit og þá meðferð, sem það fékk, hljóta að harma, að það skyldi ekki verða sótt af eins mörgum og það hefði átt skilið. ★ Tannhvöss tengdamamma. S/'ónleikur í þrem þáítum, eftir Philip King og Falkland Cary. ÞýSandi: Ragnar Jóhann- esson. Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson. Leik tjaldamálari: Hafsteinn Austmann. Ljósa- meistari: Gissur Pálsson. Tengdamóðirin, sem veldur erfiðleikum með afskiptasemi sinni og ráðriki, er ekkert nýtt fyrirbæri í bókmenntum. Leikhúsgestir þurJ'a því ekki að leita nýrra sanninda þótt þeir sjái Tannhvassa tengdamömmu í Iðnó. Hins vegar má sá maður vera undarlega gerður, sem ekki skemmtir sér konunglega í návist Eme- líu Jónasdóttur (Tengdamömmu) og fjöl- skyldu hennar. Emelía leikur kerlinguna með miklum ágætum og er sjaldgæft að sjá annan eins svipbrigðaleik hér á landi. Leiðin frá gleði til sorgar er oft býsna stutt bjá tengdamömmu, áhyggjur, amstur, af- skiptasemi og hvers konar rekistefnur skiptast á hjá þessari athafnasömu konu allan leikinn út í gegn, og þarf meira en meðal krafta til þess að slaka hvergi til allan þennan líma. Emelía leysir allain þennan vanda þannig, að á betra verður naumast kosið, mælskan er frábær, hreyf- ingarnar eldsnöggar, ráðríknin gagnvart eiginmanninum (Brynjólfi Jóhannessyni) svo sönn, að allir karlmenn hljóta að biðja í hljóði, að forlögin forði þeim frá öðrum eins húskrossum. Brynjólfur Jóhannesson er svo eðlileg- ur í hlutverki húsbóndans, að ætla mætti að hann hefði ekki aruiað gert um dag- ana en láta konur kúga sig. En þótt hann sé beygður og hógvær í návist ektakvinnunnar leynir sér ekki, að ein- hvers staðar í afkimum sálar hans er einhver sjálfstæðisögn eftir og heilbrigðri skynsemi hefur hann haldið furðu ó- skertri, þrátt fyrir það, að kanínurnar 120 A K R A N E S

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.