Akranes - 01.04.1957, Side 54
ÖL. B. BJÖRNSSON:
Þœttir úr sögu Akraness 57.
HVERSU AKRANES BYGGÐIST
4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna.
Viðauki:
1 kaflanum um Bergþórshvol á bls. 51 i síð-
asta hefti, lét ég þess getið, að ég hefði ekki at-
hugað hvar i Reykholtsdal eða Hálsasveit þau
Árni Bergþórsson og kona hans (foreldrar Berg-
þórs) hafi búið. Nú hefur Halldór Jónsson fyrr-
um bóndi á Syðstu-Fossum, farið með visu fyrir
mig úr bæjarímu í Hálsasveit, sem upplýsir
þetta, en vísan er svona:
Árni glaður Berg{>órsbur
Búrfell haldið getur,
hagleiks maður hreinlyndur
hvergi slaður viðkenndur.
116. Melstaður — Suðurgata 31.
Þetta litla hús er fyrst byggt 1898, af
Sigurði Jörundssyni. Húsið er fyrst virt
15. febrúar árið 1900, og er þá lýst
þannig í virðingabókinni: „8 al. langt,
7 al. breitt, 3V2 al. milli lofts og gólfs,
loptið er úr panel, neglt neðan á bit-
ana og 2*4 al. af því upp í mænir, má
geyma þar létta vöru. Niðri er stofa, 2
en þau, og þá einkum hann, hafa mest
fyrir því að taka á móti kínverskri sendi-
nefnd í nýja ráðhúsi borgarinnar. Karl
Guðmundssonar alls staðar nálægur og
vekur verðskuldaða kátínu með eftir-
hermum sínum.
Raimar eru revíur þess eðlis, að fólk
verður að sjá þær og heyra til þess að
geta gert sér verulega hugmynd um gildi
þeirra og gamanmál. Þeir, sem vilja eiga
verulega ánægjustimd eitt kvöld fara ekki
hónleiðir til búðar á Gullaldarfundinn.
litil kamers og kokkhús með litilli elda-
vél við múrsteinspípu, sem nær uppúr
mænir, og smá ofn í stofunni. 5 glugga-
fög með ytri gluggum eru á húsi þessu,
að innan er allt þiljað með panel, en
tjörupappi utaná allri klæðning hússins,
en járnklætt er aðeins þak allt og gafl
áveðra. Við innganginn er skúr g al. X
21/2 al., og úr honum inngangur í kjall-
ara sem er undir húsinu 3 al. hár, með
2 gluggum. Húsið er snolurt en ómálað.
Þetta hús er virt á kr. 773,00.“
I3vi er þessari litlu byggingu svo ná-
kvymlega lýst, að hún gefur nokkra hug-
mynd um vinnulaun við slíkar bygging-
ar um aldamótin, er smiðir tóku að sér
að byggja þessu lík hús í ákvæðisvinnu.
Þetta hús byggði sá mikli völundarsmið-
ur Jón Sigurðsson á Vindhæli, fyrir að-
eins 100 kr. — eitt hundrað krónur. —
Að visu var ekki innifalið í því smíði á
kjallara eða gluggum. Allt húsið var
stoppað sem kallað var, og afburða hand-
bragð á öllu er að smíðinni laut, eins og
vænta mátti, af þeim er þar lagði hönd
að verki. Þetta er sem sagt ótrúlegt, en
satt-
1 desember 1898 er þarna til húsa
eftirfarandi fólk: Sigurður Jörundsson,
talinn 30 ára, Salvör Jónsdóttir, kona
hans talin 35 ára, og Guðríður Sigurðar-
dóttir (móðir húsb.), talin 72. ára.
Sigurður var somur Jörundar bónda í
Miðhúsum í Akraneshreppi hinum forna,
Jörundssonar í Birnhöfða Guðmundsson-
ar. Móðir Sigurðar var eins og fyrr segir,
A K R A N E S
122