Akranes - 01.04.1957, Side 55
Guðríður Sigurðardóttir á Heynesi Hin-
rlkssonar. Meðal systkina Guðríðar voru:
Hákon Sigurðsson, maður Alfífu Eiríks-
dóttur, Gróa Sigurðardóttir, kona Hall-
dórs Ólafssonar á Reynir, og Sigurður
Sigurðsson, faðir Þórunnar í Melaleiti,
konu Guðmundar Ásgeirssonar. Bræður
Jörundar í Miðhúsum voru m. a.: Guð-
mundur Jörundsson í Dægru, og Hákon
Jörundsson í Birnhöfða. Meðal systkina
Sigurðar Jörundssonar var Ari Jörunds-
son á Höfðanum, faðir Haraldar Ara-
sonar og Eklu Aradóttur.
Guðríður móðir Sigurðar er fædd á
Efra-Skarði í Leirársveit 3. júní 1838.
Sigurður Jörundsson er hins vegar fædd-
ur í Miðhúsum 22. nóv 1867, (ekki 28.
nóv. 1865, eins og stendur í manntalinu
hér, eða 1864, eins og þar er á stundum
talið). Sigurður Jörundsson mun flytjast
fyrst á Skagann 1886, en Guðríður móð-
ir hans 1893, og kemur þá frá Engey.
1 manntölum hér er Salvör Jónsdóttir
talin fædd 22. október 1863, en hún er
fædd 8- nóvember 1863. Foreldrar henn-
ar voru: Jón Jónsson og Sigurbjörg Jóns-
dóttir, ógiftar persónur á Stálpastöðum í
Skorradal. Salvör kemur hingað fyrst á
Skagann 1887 frá Vogatungu og fer þá
að Liltabakka.
Foreldrar Sigurðar voru mjög fátæk,
og fór hann því sncmma að vinna fyrir
sér, og þótt hann væri ekki hár i loftinu,
fór hann ótrúlega fljótt að róa til fiskjar.
Sigurður var óvenjulega snar, og gekk að
hverju verki eins og hann hefði miklum
manni að má og dró aldrei af sér. Hann
sá ótrúlega vel fyrir stóru heimili, sér-
staklega þegar tekið er tillit til þess, að
um fjölda ára átti hann við mikið heilsu-
leysi að stríða. Gekk hann þá oft til
vinnu fyrir eindæma hörku, knúða fram
af þeirri litt bærilegu tilhugsun að þiggja
brauð af annars borði. Hann notaði
hverja stund til arðbærrar vinnu heima
við eða að heiman. Hugsaði hann vel um
og hirti sitt heimili. Hafði hann t. d.
lengi nokkrar kindur til búdrýgmda og
til þess að baíta mataræði heimilisins, og
auka kartöfluuppskeruna með góðum
áburði.
Viljinn, harkan og fjörið var ekki lítið.
Meðan Tiryggjulaust var óð þessi litli
maður og bar af skipi á öxlum sér fólk
og farangur, fisk og salt og hvers konar
vörur,
Enn lýsir sér sama harkan og dugn-
aðurinn, þar sem hann nú níræður að
aldri beitir stubb sinn, og annast um það
sem á hann kemur, hvernig sem viðrar.
Salvör var mjög samhent manni sínum
og lét ekki sitt eftir liggja um hirðu á
sínu heimili, og að sjá því farborða.
Líklega er það árið 1917 sem Sigurður
stækkar húsið nokkuð, og árið 1930 selur
hann núverandi eiganda það, en byggir
lítið eitt neðar og vestar, stærra hús á lóð
úr Miðteigslandi, og flytur þangað vorið
1930, ásamt syni sínum Georg. — Börn
þeirra Sigurðar og Salvarar eru þessi:
1. Klara, gift Eliasi Níelssyni, Kirku-
braut 15- ...
2. Ragnar I3órður, kvæntur Friðbjörgu
Friðbjarnardóttur, Akurgerði 11.
3. Metta Hinrikka, sem dvelur hjá föður
sínum.
4. Georg, vélstjóri, sem fórst af m/b
Kjartani Ólafssyni 1935, kvæntur Vil-
borgu Ólafsdóttur úr Ólafsvík.
Eins og áður er sagt, keypti Árni Sig-
urðsson Melstað 1930, og hefur búið þar
síðan. Hann er sonur Sigurðar Jónssonar
í Melshúsum, Ásbjarnarsonar Erlendsson-
ar, og konu hans Kristínar Árnadóttur,
sem beggja hefur fyrr verið getið í sam-
bandi við Melshús. Kona hans er Guð-
ríður Margrét Þórðardóttir. Dóttir Þórðar
123
A K R Á N E S