Akranes - 01.04.1957, Page 56

Akranes - 01.04.1957, Page 56
Þórðarsonar á Vegamótum, og konu hans Helgu Guðmundsdóttur frá Dægru Jör- undssonar. Þeirra börn: 1. Halldór Sigurðsson Amason, kvæntur Margréti Erlendsdóttur múrara. Þau eiga heima á Skagabraut 38. 2. Sigurður Kristinn, sjómaður, kvæntur Þuríði Jcnsdóttur, ættaðri af Snæfells- nesi. Þau búa á Sandabraut 12. 3. Helga Þóra, gift Hjálmari Gunnars- syni, frá Eiði í Grundarfirði. l>au eiga heima í Grafarnesi- Son eiga ]tau einn Gunnar að nafni. 117. Hausthús — Bergstaðir — Merkigerði 10. Árið 1898 var þarna fyrst byggður lít- ill ba^r úr torfi og grjóti. Það gerði Jón Sigurðsson, faðir Guðmundar Jónssonar, kaupmanns i Reykjavik, sem lengst af var kenndur við Brynju. Þeirra hjóna hefur rækilega verið getið í sambandi við Vorhús i 10.—12. tbl. 1955. Árið 1902 mun Guðjón Ólafsson frá Bárustöðum i Andakil hafa keypt þennan bæ og farið að búa þar með bústýru sinni, Valgerði Gísladóttur, smiðs Böðv- arssonar, systur Bjarna smiðs Gíslasonar á Austurvöllum. Guðjón og Valgerður fluttust hingað að Bakkabæ í Vogunum 1896, þá frá Grímastöðum í Andakíl. 1902 er þarna hjá þeim sonur þeirra, Gísli Bööðvarsson. Þau Guðjón og Val- gerður Gísladóttir voru ekki lengi sam- an- Hann kvæntist síðar Valgerði Hans- dóttur í Baldurshaga, og þar verður þeirra siðar getið. Gísli, sonur þeirra fyrmefndur, andaðist ungur. Árið 1904 kaupir Jón Magnússon Hausthús. Hann var fæddur 10. febrúar 1874, sonur Magnúsar Sigurðssonar og Ingunnar Magnúsdóttur, búandi hjóna í Efri-Hrepp. Hefur Jón þessi sjálfsagt verið heitinn eftir hróður sínum, sem fæddur var 21. sept 1871, er andaðist 23. ágúst 1873. Magnús þessi Sigurðsson var f. 20. maí 1833, °g voru foreldrar hans Magnús Sigurðsson bóndi á Horni í Skorradal, og kona hans, Sigríður Árna- dóttir. Árið 1870 eiga þau Magnús og Ingunn þessi börn: Magnús 13 ára, Hall- dór 11 ára, Kristrúnu 9 ára, Sigrúnu 6 ára og Hallberu 1 árs. Hallbera mun vera f. á Mófellsstöðum 3. nóv. 1868. Tvær systur Jóns Magnússonar munu hafa farið til Ameríku, en þau systkina hans, er helzt koma við sögu á Akra- nesi, voru þessi: Magnús, bóndi í Mið- vogi, siðar á Bergstöðum, Halldór Magn- ússon í Vorhúsum og Hallbera, bústýra Eyjólfs Sigurðssonar í Bræðratungu. Valgerður Gísladóttir, fyrrnefnd, gerist ráðskona Jóns og er það meðan hann lifir. Árið 1904 er þama hjá þeim Gigli, fymefndur sonur hennar, og Hjörleifur, sonur Jóns- Þar er þá einnig móðir Jóns, Ingunn Magnúsdóttir, talin 74 ára göm- ul. Ingunn deyr á Bergstöðum 10. apríl 1917- Jón byggir hús það á Bergstöðum, sem enn stendur, en ekki er það fyrr en 1907, sem það er kallað Bergstaðir. Jón býr þama síðan meðan hann lifir, en hann andaðist úr spönsku veikinni 19. nóv. 1918. Jón var allvel greindur, kvikur og snarlegur, dálítið snöggur upp á lagið, kátur, fjörlegur og fljótur að koma fyrir sig orði. Einhvern lærdóm sótti hann um tíma til Þorsteins á Gmnd. Líklegt er að hann hafi haft löngun til menntunar, ])ví að eitthvað var hann við enskunám hjá Jóni Ölafssyni, bróður mínum. Nokk- uð var hann og lesandi maður. Jón var hinn laglegasti og geðþekkasti maður, snyrtimenni, vandaður til orðs og æðis, traustur maður og trölltryggur. Hann 124 A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.