Akranes - 01.04.1957, Qupperneq 57

Akranes - 01.04.1957, Qupperneq 57
lærði smíðar hjá Ólafi Þorsteinssyni frá Halldórshúsi, og smíðaði nokkuð með honum. Jón Magnússon kvæntist ekki. Hann átti hins vegar einn son með Þórunni Brandsdóttur frá Króki, sem lengi var vannukona í Guðrúnarkoti og í Lamb- húsum. Þessi scnur þeirra er Hjörleifur M. Jónsson, fisksali í Reykjavík. Hjör- leifur er vel greindur, orðhvatur og dug- legur. Hann er dálitið hagmæltur (Það mun Jón, faðir hans, einnig hafa verið). Hjörleifur les mikið, sérstaklega ljóð, og ann þar Einari Benediktssyni öBum öðr- um fremur og vitnar oft til hans. Hann ber skyn á margt og hefur mikið reynt. Er drengskaparmaður og trygglyndur. Er því auðséð, að hann hefur erft marga beztu kosti föður síns, enda er minning hans rík i huga Hjörleifs. Kona Hjörleifs er Ástríður Andrésdóttir frá Hrisbrú í Mosfellssveit. Þeirra börn: 1. Jón Magnússon, dó ársgamall. 2. Jón Óskar, viðskiptafræðingur. Vann legni hjá Shell h.f-, kvæntur Ingu Guðbrandsdóttur úr Rvík. Þeirra börn: Þuriður og Guðbrandur. 3. Ólöf, gift Hjörtþóri Ágústssyni, skáldi, frá Rauðará. Þeirra börn: Arnar Hjörleifur, Rannveig. Áður en hún giftist, átti hún dreng er Reynir heitir. 4. Andrés, kvæntist Erlu Sigurðardótt- ur úr Reykjavík, þau skildu. Þeirra synir: Sigurður og Ólafur. 5. Hjördís, gift Guðmundi Skúlasyni frá Flateyri. Þeirra sonur Skúli. 6. Reynir, dáinn. Hjörleifur fluttist liéðan frá Akranesi 1919 til Reykjavíkur. Um 4 ára skeið var hann við utanbúðarstörf hjá Natan & Olsen. Iljá Morgunblaðinu var hann í 3 ár og hjá Vöruhúsinu í 10 ár. Síðan hefur hann jöfnum höndum verið bif- reiðastjóri og fengizt við fisksölu- Árið 1952 varð Hjörleifur fyrir miklu höfuð- áfalli, sem hann aldrei mun ná sér eftir. Það er aðeins eitil harka hans, sem hefur haldið honum uppi, því að langt er frá að hann gangi heill til skógar. Þorsteini á Grund og Jóni á Bergstöð- um var vel til vina, og orti Þorsteinn erfiljóð eftir hann. Þar í eru þessi tvö erindi: Ævislarf og öll ]>ln verk, unnið var ineð trúskap dáðum, höndin lipur, hugsjón merk hagvitur um rofin serk. Viljaþrek og vonin sterk viðnám fylgdi öllum ráðum. Ævistarf og allt þitt verk unnið var með trúskap, dáðum. Göfgar kveðjur greiðist þér, góði, trúi, dyggi maður, saman fundum síðar her sifjabönd þótt slitni hér. Einn þá kemur, annar fer; öllum þrjóta verustaðir. Göfgar kveðjur greiðist þér, góði, trúi, dyggi maður. Þess er áður getið, að Jcn hafi verið eitthvað hagmæltur. Hann gerði ekki mikið að því að yrkja, og enn síður var því haldið saman. Jón var mikill dýra- vinur. Hann átti hest, og er þessi vísa um hann: Fáum vinum veit ég af, er vissu betur hver af öðrum; dýrinu sem að Guð mér gaf, gœddi eg minum beztu fjöðrum. Jóni þótti vænt um Hjörleif, son sinn, og bar mikla umhyggju fyrir honum. Einhvern tíma orti hann þessa heilræða- vísu til Hjörleifs: Vera hvötin þín skal það. þig sem minnst að státa, en alla hluti á sinn stað, ætið skaltu láta. A K R A N E S 12/5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.