Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 45
En lijer verða snögg umskipti. AS fám árum liðn-
um er flökkudrengurinn kominn til vegs og vakla.
Skruggujelið milli Rússa og Tyrkja hafði hreinsað lopt-
ið, 0g þjóðin reis nú upp eins og vorgróði undan fönn.
Hún þurfti nýja starfskrapta og tók þá hvar sem hún
fann þá. Enginn vana-arfur eða embættisaðall komst
að. Fjöldi nýrra og óþekktra manna komu fram á
sjónarsviöiö. Stambúlow verður fyrst þingmaður, því
næst forseti þingsins ög er þá tæplega þrítugur. Síð-
an er hann tekinn til ráðherra og seinast geiður ríkis-
stjóri og stýrir landinu árum saman sem einvaldur
konungur. Stambúlow var ekki feilinn; hann skrifaðist
avið konunga og keisara um stjórnarmál, og opt var engu
betra við hanu að eiga en stjórnvitringa stórveldanna.
Hann fjekk Austurríki og Tyrkland á sitt band og
dirfðist að bjóða Rússakeisara olnbogana; jafnvel eptir
að búið var að steypa honum, þorði Evrópa ekki að
líta af honum.
Það var mark og mið Stambúlows, að koma landí
sinu undan yfirráðum Rússa, eins og það var sloppið
’ir klóm Tyrkja. Hann hafði sjeð allar aðfarirnar:
Rússar ætluðu að hafa Búlgaríu að barefli á Tyrki, og
þegar það lánaðist ekki, gerðu þeir landinu allt það
■ogagn, sem þeir gátu, egndu menn saman, siguðu Serb-
im á þá, stofnuðu samsæri móti furstanum og kúguðu
loks af honum ríkið. Allt þetta hafði Stambúlow sjeð,
°g var því ekki hlýtt í hug til Rússa, þegar hann var
®kipaður ríkisstjóri 7. september 1886.
Evrópa og hennar stórmenni þekktu ekki Stambú-
fow þá; en þeir þurftu ekki að spyrja lengi að ætt
Rans eða óðölum. Vit hans og snarræði voru það að-
•alsbrjef, sem enginn af þeirn gat rekið. Og á því
hvorutveggju þurfti hann að halda. Allt var á tjá og
tundri í landinu. Rússar í hverju horni til að blása
að samsærum og vandræðum; því þeir vildu fyrir hvern
mun halda öllu í sem mestu ólagi, til þess að allur heim-
ur sæi, að afskipti þeiria þar væru ekki ástæðulaus.
Búlgarar þorðu ekki að reka burtu gamla Kálbars, sem
keisarinn hafði sent þeim, hvaða ójöfnuð sem hann
hafðist að, því það hefðu Rússar getað haft að yfir-
varpi til að senda her á þá. Fyrir öll þessi sker varð
■að synda. Hjer þurfti bæði dirfsku og gætni og Stam-
(35)