Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 51
Árbók íslands 1895.
a. Ýmsir atburðir.
8. Jan. Byrjar nýtt blað á Seyðisfirði i>Framsókn<i,
útgef; Sigriður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skapta-
dóttir. Arg. 12 bl. á 1 kr.
13. Vígð ný kirkja á Blöndaósi.
19- Sigurður Pjetursson tók próf í lögum við háskól.
með I. eink.
21. Stofnunarfundur baðhúss i Bvik.
23. Konráð Jóhannesson, trjesmiður á Borðeyri, drukkn-
aði at bát á Hrútafirði.
I þ. m. var gjört innbrot og framinn þjófnaður i
búð kaupm. ,0. Vathnes á Búðareyri.
í þ. m.(?). I ITnaðsdal á Snæfj.str. dattA ára pilt-
barn ofan í pott með sjóðandi vatni í, og beið
bana af.
2. Febr. G-ísli Isleifsson tók próf í lögum við há-
sból. með I. eink.
7. Dó Guðrún Jónsdóttir á Syðra-Krossanesi í Eyja-
firði (f. 13. desbr. 1798).
9. I Vestm.eyjum hvolfdi bát með 7 mönn-
um, var 5 bjargað, en 2 fórust. Annar þeirra var
Lárus Jónsson, hreppstjóri.
10. Kristján Bjarnason frá Geldingsá fórst niður um is
á Akureyrarpolli.
lá. Hvolfdi bát við Hjalteyri á Eyjaf., tveir menn
drukknuðu, þremur var bjargað.
18. Sigríður Þorvarðardóttir, kona á Egilsstöðum í
Ölfusi, drekkti sjer i Öltusá.
21. Byrjar nýtt blað í Rvík, »Kvennblaðið«; útg.: Bríet
Bjarnbjeðinsdóttir, 12 bl; árg. á kr. 1,50.
24. Steindór Björnsson frá Reynivöllum í Staðarsveit
drukknaði á íjörugöngu, 16 ára.
26. Dr. Jón Þorkelsson, rektor lærða skólans, sæmdur
heiðursmerki dannebr.manna.
í þ. m. drukknaði Stefán nokkur Lýðsson, frá
Akranesi. í Leirá.
4. Marz. Fórst bátur við Óslandshlíð á Vestfjörð-
um með þrem mönnum; einn komst af.
'9. Fórst bátur úr Vestm.eyjum með tveim mönnum.
12. Jónas Pálsson, bóndi á Ákureyri, hengdi sig.
16. Drukknaði af skipi í Selvogi Einar nokkur úr
Öifusi.
17. Jón Erlendsson, bóndi á Tindum í Húnav.sýslu,
varð bráðkvaddur.
‘20. Varð úti Jón bóndi frá Þambárvöllum í Str.s.
(41)