Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 79
4. Munið eptir, að gera öllum skepnum dauðann
sem kvalaminnstan.
5. Munið eptir, að fuglinn ber tryggð til afkvæm-
is síns, eogu síður en aðrar skepnur; gætið að, hve
illa tuglinn ber sig, þegar hann er hræddur um eggin
sín eða ungana. Takið því eigi eggin frá fuglunum;
ykkur munar ekkert um nokkur smá egg. Bn ef þið
þykizt ekki geta stillt ykkur um að ræna fuglana því,
sem þeim þykir vænst um, skiljið þá ep:ir í hreiðrinu
að minnsta kosti eitt eða tvö egg.
Að skjóta mæður frá hálfvöxnum ungum er vonandi,
að enginn góður maður gjöri.
6. Gætið þess, hve mikill munur er á skógivöxnu
landi og uppblásnu. Leggið stund á að varðveita
þessar litlu skógaleifar, sem eptir eru, og reynið til að
græða þær út; þær vernda gróðurinn og varna því, að
jarðvegurinn blási upp. Höggvið aldrei allan runnanu
upp, en einungis hríslu og hríslu innan úr, þar sem
margar spretta upp úr sömu rót, og þá einkum þær,
sem eru gamlar og farnar að feyskjast; hríslurnar eru
grannar og lágar, af því aö þær eru of þjettar og ræt-
urnar geta ekkifluttþeim nóga næring í hrjóstrugu landi.
Beitið aldrei sauðfje á skóg, þegar snjór er mikill, svo
að það geti náð til að bíta toppinn á hríslunum. Trjá-
fróðir menn erlendis geta látið trjen vaxa eptir viid
sinni; ef þeir skera toppinn af trjenu verður það lágt
vexti, en limið vex út; en þegar þeir höggva af neðstu
greinarnar, en hreyfa ekki við toppinum, leggur trjeð
vöxtinn í hæðina.
Reynið aðfáykkur nokkra frjóstoína af rauðberja-
viði (Ribs) og gróðursetja þá í skjóli við bæina ykkar. Þið
munuð hafa mikla ánægju af því, einkum sunnanlands.
Rauðberjaviðurinn er miklu harðgerðari og fljótari að
vaxa en birki, í feitri jörð, ogreyniviðurlíka. Mikilprýði
yrði að því, aðhafa nokkurtrje og berjarunna heima við
bæina, og þá mundi vakna almenn löngun bjá mönnum,
að viðhalda þessum litlu skógarleifum, sem eptir eru.
7. Komið í fjöru, þar sem margir bátar koma að
landi og öllum hausum og slógi er fleygt, þegar
mikill fiskafli er, og gætið þess, hve mikil not tyrir
menn og skepnur fara þar forgörðum, og auk þess A-
burður eða eldi fyrir fóðurjurtirnar. Ykkur muu
blöskra, að fátæk þjóð skuli hafa efni á, að láta svo
margra þúsund króna virði fara til ónýtis.
Gleymið ekki, að menn í útlöndum fá marga skips-
farma af áburði frá öðrum heimsálí'um keypta háu
verði, sem lítið eru betri en áburðarefni það, sem
liggur ónotað í fjörunni á fiskistöðvum hjer á landi.
(69)