Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 64
an, enda sé þá megnið af milljónunum orðið hans
eign.
Carnegie endar þennan kafla með þessum heil-
ræðum: »Stefndu að hæsta markinu. Vendu aldrei
komur þínar á kn'æþur. Bragðaðu aldrei áfenga
drykki nema við máltíðirnar. Hættu aldrei fé þínu í
Tafasöm fj'rirtæki. Gaktu aldrei í ábyrgðir fyrir meiru,
en þú ert maður til að borga. Gerðu hagnað hús-
bænda þinna að eigin hagnaði þínum. Hikaðu aldrei
■við að víkja frá geflnni skipun, ef það má verða
húsbónda þínum til sannra hagsmuna. Legðu þigfram
allan og óskiftan. Legðu allar eigur þínar í eitt fyrir-
tæki, ekki mörg. Sníð þér stakk eftir vexti með út-
gjöld þín og eyddu minnu, en þú aflar þér, og loks:
Vertu ekki óþolinmóður (þótt upphefð þín dragist)
því Emerson segir satt: »Hindrunin fyrir frama þín-
um býr i sjálfum þér««.
Pannig eru nú ráð og lífsreglur hins mikla auð-
manns, og leynir það sér ekki, að þótt þær séu yflr-
leitt góðar, eru sumar þeirra vafasamar og sumar meir
að segja tvieggjaðar. En það leynir sér ekki heldur,
að í þessu er þær lífsreglur fólgnar, sem haiux hefir
fylgt og honiim hafa orðið að góðu. Hann á ekki
betra til að gefa en gefa þær öðrum.
Enn þá merkilegri eru ritgerðir eftir Carnegie um
það, hvernig afla eigi fjár og hvernig verja eigifengn-
iim anðœfiim. Sú ritgerð er svo merkileg, að ekki
getur verið um það að ræða, að rífa út úr henni
stöku kafla og setningar. Hana verður að þýða i heild
sinni og birta á islenzku. í þetta skifti leyfir ekki
rúmið það. En þessar ritgerðir lýsa honum betur en
nokkuð annað, sem til er eftir liann. Aðalkjarninn
i kenningu lians þar er þessi: Menn verða að lita á
auðæfin eins og helgidóm, eins og stóreign, sem
mönnum er trúað fyrir af æðra valdi, og verja ber
mannkyninu til verulegs gagns. Að eftirláta börnum
sínum milljónir, er að gefa þeim bölvun í arf. Fá-
(10)