Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Side 59

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Side 59
DV Fréttir LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 59 Málari fær milljónir Manni sem slasaðist við málningarstörf í Spönginni í Grafarvogi þegar vinnu- lyfta lagðist á hliðina hafa verið dæmdar 3,9 milljónir króna í bætur. Lyftan fór á hliðina þegar eitt hjól hennar fór ofan í gat í ný- byggingu. Málarinn varð undir lyftunni. Hann var meðal annars rifbeinsbrot- inn með gat á vinstra lunga og blæðingu í fleiðruholi, rifu á milta, áverka á vinstra nýra og kurlbrot í mjaðmaskál. Liðhaus lær- leggsins gekk inn úr mjaðmagrindinni. Hann vera óvinnufær um langa hríð og varanlegur miski er metinn 45%. Regluverk um styrki Menningarmálarnefhd Reykjavíkurborgar hefur samþykkt nýjar reglur um úthlutanir styrkja. Þegar umsóknir eru komnar mun menningarmálanefndin fela fimm manna fagnefnd að gera tillögur um hverjir skulu hljóta starfssamn- inga, verkefnastyrki, styrki til almennrar liststarfsemi og hvaða tónlistarhópur hljóta nafnbótina Tónlist- arhópur Reykjavíkur. Fagnefndin verður valin af menningarmálanefnd úr 15 manna hópi sem stjórn Bandalags íslenskra lista- manna tilnefnir árlega. Menningarmálanefnd kýs tvo nýja nefndarmenn úr hópnum á hverju ári. Kirkjugarður til sólu Miðaldakirkja og -kirkjugarður íSkotlandi hafa verið sett í sölu á eBay-vefhum. Um er að ræða St.Michaels-kirkjuna nálægt Biggar í Lanarkshire og farið er fram á 75.000 pund, eða um 9 milljarða, fyrir þessa eign. Jafnframt fylgir með í kaupunum leyfi frá staðaryfirvöldum til að breyta kirkjunni í þriggja herbergja íbúð. Eigandinn Gavin Wilson setti eignina í sölu á eBay eftir að hugsan- legir kaupendur höfðu gengið af skaftinu þegar þeir fréttu að kirkjugarður- inn fylgdi með í kaupun- urn. Berjast gegn barnaklámi Bamaheill leita nú víða fanga með fjárhagsstuðning fyrir verkefni sitt „Stöðvum barnaklám á net- inu“. TU dæmis samþykkti bæjarráð Blönduóss að styrkja baráttu BarnaheiUa gegn barnaklámi með um- beðnum 20 þúsund krónum. Upphæðin á að greiðast út á tveimur árum. II E Fellibylurinn Jeanne kemur væntanlega til Flórída í dag. Gyðingar eru í sérstakri hættu, þar sem nú er Yom Kippur-hátíðin, sem veldur því að þeir hlusta hvorki á útvarp né horfa á sjónvarp. Jeanne olli dauða meira en 1.100 Haítíbúa, auk þess sem 1.200 manns er saknað. Jeb Bush, ríkisstjóri Flórída, hvetur fólk til að taka aðvörunum um Jeanne alvarlega. Litið hefur dregið úr styrk fellibylsins. Fellibylurinn Jeanne með Flórída í sintinu Fellibylurinn Jeanne skildi eftir sig meir en 1.100 látna á Haítí auk þess að um 1.200 er saknað. Á föstudag fór Jeanne framhjá Bahamaeyjum með stefnuna á Flórída. Talið er að fellibylurinn nái upp að strönd Flórída í dag, laugardag. Lítið hefur dregið úr styrk leanne og raunar sýna mælingar að styrkurinn er að færast í aukana. Yfirvöld í Flór- ída hafa gefið út aðvaranir vegna fellibylsins. Jeb Bush ríkisstjóri í Flórída hvetur fólk til að taka aðvar- anirnar alvarlega. í umfjöllun CNN um Jeanne kemur m.a. fram að ofsastormur umljúki miðju fellibylsins í allt að 75 km radíus og minni stormar í allt að 160 km frá miðjunni. Fellibyljamið- stöðin í Flórída hefur lýst yfir hættu- ástandi meðfram megninu af suð- urströnd fylkisins eða frá Flór- ídaborg suður af Miami og til St. Augustine. Jeanne kemur í kjölfar fellibylj- anna Charley, Francis og Ivans sem skollið hafa á Flórída undanfarnar vikur. Áhyggjur vegna Yom Kippur Þeir sem fylgjast með Jeanne og gefa út aðvaranir hafa sérstakar áhyggjur af því að helgin nú er Yom Kippur, einn aðalhelgidagur gyð- inga. Það þýðir að frá sólarlagi á föstudegi til sólarlags á laugardegi munu gyðingar ekki hlusta á út- varp né horfa á sjónvarp og munu því hugsanlega ekki fá aðvaranir í tíma. Ríkisstjórinn Jeb Bush hvetur fólk til að hýsa nágranna sína þegar þeir neyðast til að flýja strandsvæð- „Það sem gerir stöð- una erfiðari en ella er að mikið afhótel- plássi er upptekið af björgunarfólki." in lengra inn í landið. „Við erum þreytt og bjargráð okkar eru tak- mörkuð," segir Jeb Bush. „Það sem gerir stöðuna erfiðari en ella er að mikið af hótelplássi er upptekið af björgunarfólki." Neyðarástand á Haítí Neyðarástand ríkir nú á Haítí og björgunarfólk frá alþjóðlegum hjálparsamtökum varð fyrir aðkasti hungraðs og örvæntingarfulls fólks er verið var að dreifa mat og hjálp- argögnum. Margir sögðu að þeir hefðu hvorki fengið vott né þurrt síðan um síðustu helgi er Jeanne skall á landinu. Um 250.000 manns eru nú heimilislaus í borginni Gonaives og nærliggjandi sveitum og hafa hvergi haft höfði að halla síðustu sex daga. Fjöldagrafir eru grafnar undir líkin og þau jörðuð, bæði fólk og skepnur. Talið er að töluverðui^ tími muni líða áður en daglegt líf Haítíbúa á þessum slóðum kemst aftur á. Flugleiðir flýta flugi í gærkvöld tilkynntu Flugleiðir að flugi frá Orlando í Flórída yrði flýtt vegna yfírvofandi komu Jeanne. Brottför, sem átti að vera klukkan 7 að kvöldi, átti í staðinn að verða 10 að morgni. Nokkur fjöldi íslenskra ferðamanna dvelst að jafnaði í Flórída. Stúlka myndaði Ástþór Magnússon Ástþór trompaðist og braut myndavél „Þeir sem reyna að taka myndir af mér mega búast við þessu,“ segir forseta- frambjóðandinn Ástþór Magnússon Wiium sem var hent út af Glaumbar á fimmtudagskvöld þegar hann veittist að stúlku sem vildi taka mynd af honum. Ástþór stendur nú í her- ferð gegn ljósmyndurum sem mynda á almannafæri. Herferðin gengur út á að Ástþór hefur sjálfur gerst ljósmyndari og hefur hann myndað inn um glugga á fjölmiðlum og inn um glugga á heimilum fjöl- miðlamanna. „Nei, mér finnst þetta ekkert of harkaleg viðbrögð," segir Ástþór um atvikið á Glaumbar. Ástþór mun vera fastakúnni á barn- um og skemmti sér þar á fimmtudagskvöld. Undir lok kvöldsins sauð hins vegar upp úr þegar ung stúlka reyndi að ná mynd af Ástþóri með stafrænni myndavél. Sjónvarvottar segja Ástþór hafa misst stjórn á sér, veist að ljósmyndaranum og brot- ið myndavélina á barborð- inu. Ljósmyndarar sem DV ræddi við segja vélin allt að 200.000 króna virði. „Það á að vera bannað að pappa- rassa fólk hér á landi," segir Ástþór. „Maður verður víst bara að láta reyna á lögin." Ástþór Magnús- son með mynda- vélina Nýjasti papparass Islands. Nýleg könnun OECD um eftirlaunaaldur Aldraðir mun lengur ívinnuáíslandi Samkvæmt nýlegri könnun OECD eru aldraðir mun lengur í vinnu á íslandi en gengur og gerist í hinum aðildarríkjum samtakanna. Hér á landi er meðalaldur fólks sem fer á eftirlaun á bilinu 66-68 ára. Víða erlendis er aldurinn um og undir 60 ára og jafnvel allt niður í 50 ár. Greint er frá þessu í vefriti fjár- málaráðuneytisins. Könnun OECD kemur í framhaldi umræðu sem hef- ur verið fyrirferðarmikil á alþjóða- vettvangi um að sífellt auknar lífslík- ur í heiminum setji þrýsting á lífeyr- iskerfm. Hérlendis er þó sú staða tal- in góð þar sem fjármögnun lífeyris- kerfisins er víðast byggð á gegnum- streymiskerfum þ.e. að mæta Aldraðir Á Islandi er þátttaka eldri karl- manna i atvinnulífinu sú langmesta i heim- inum. útgjaldaþörf hins opinbera á hverju ári með fjármögnun hverju sinni. Þá kemur fram hjá OECD að á íslandi er þátttaka eldri karlmanna, 55-66 ára, sú langmesta í heiminum og endurspeglar það sterka stöðu» íslands í þessu samhengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.