Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1931, Síða 71

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1931, Síða 71
tungu eður tala, svo að alþýða mætti koma fram við pá málum sínum, og var nýlunda sú eigi sem bezt þokkuð af almenningi; þóktu þessir útlendu menn sitja innlendum í vegi, en þó síður haga nauðsyn landsins. Á þessu tímabili var og danskur maður sýslumaður i Rangárvallasýslu, sem mörgum þókti heldur ríkur i embættinu, og var því lítt þokkaður, að nafni Bonnason. Var um hans daga róstusamt í sýslunni, og varð margt til tíðinda í málaferlum manna á milii, og oft nokkuð kurrsamt með bændum. En með þvi að embættismenn um þann tíma höfðu mikið kongsvald, þá hlauzt eigi ófriður af, er tíð- indum þækti sæta. Létu flestir í landinu lítið til sín taka, og lenti því mestur óþokki í dagdómum og róg- burði, því að svo höfum vér heyrt, að þá væri vesal- mannleg öld á íslandi og horfln sú forna dáð, svo að nálega væri hvorki illt né golt að finna lengur í landinu. Maður nokkur hét Filpus, bóndi að Eystra-Garðs- vika í Hvolhrepp, Iitt við efni, en þó dugandi maður. Hann hafði rekið, sem vani er til, kýr sínar í haga um morguninn. En er þær settu heim um kvöldið, var ein af þeim særð á hryggnum; og þókti nokkur- um tiðindum gegna. Pólt eigi væri það holundar eða mergundar sár, heldur svöðusár nokkurt, þá þókti bónda illt, er gripir hans skyldu spillast, en hann vissi engar sakir til slíkra glettinga, en sá þó, að af manns völdum myndi vera, og þókti honum þó líkast, að hann myndi mega hafa skaða sinn svo búinn, þar hann treystist litt til að ganga í lagadeilu. Kap. 2. Segja verður frá því, aö hinn sama morgun, er kýr Filpusar höfðu verið reknar út í haga, og fyrr segir, gekk heimafólk frá Stórólfshvoli til hey- verka út á engi og slóð þar að vinnu um daginn. En sem á leið, bar þar að kýr Filpusar bónda. Höfðu þær stuttan formála fyrir athæfi sínu, en gengu án orlofs þangað í slægjurnar, sem loðnast var og spilltu (67)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.