Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR I1. DESEMBER 2004 Helgarblað DV Fréttaslcýring David Blunkett, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, átti í eldheitu ástarsambandi við Kimberly Quinn, útgefanda tímaritsins The Spectator og eiginkonu útgefanda breska Vogue-tímaritsins. Blunkett hefur verið sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína til að liðka til fyrir Quinn með því að flýta fyrir afgreiðslu landvistarleyfis barnfóstru hennar og leyfa henni að nota lestarmiða þingsins og einkabílstjóra sinn. Hann hefur sagt af sér í kjölfar málsins. David Blunkett hefur sagt af sér sem innanríkisráðherra Bretlands í kjölfar hneykslis. í ágúst sagði slúð- urblaðið News of the World ffá leynilegu ástarsam- bandi hans við gifta konu. Innanríkis- ráðherrann neitaði að tjá sig um málið og sagði einkalíf sitt engin áhrif hafa á starf sitt í ríkis- stjórninni. Daginn eftir birtist fram- hald á sögunni í blaðinu The Sun þar sem hjákonan var nafngreind. Um er að ræða vellauð- ugan útgáfustjóra tímaritsins The Spectator, Kimberly Quinn. Hún vildi ekki tjá sig við fjölmiðla og bað þá vinsamlegast um að láta sig í friði. Síðan hefur hver fréttin á fætur annarri af einkalífi Blunketts birst í breskum fjölmiðlum og tilgátur um MeðTony Blair Forsætisráðherr- ann stóðþéttvið bakið á Blunkett í gegnum alltmáiið. að eiginmaður Quinn sé óffjór ganga íjöllum hærra. Blunkett hefur sjálfur krafist þess að fá úr því skorið hvort hann sé faðir tveggja ára sonar Quinn, Williams, og ófædds barns hennar. Samband Blunketts og Quinn hófst aðeins þremur mánuð- um eftir að Quinn giftist milljarða- mæringnum Stephen Quinn sem er útgefandi breska Vogue-tímaritsins. Misnotaði aðstöðu sína í nóvember var Blunkett sakaður um að hafa notfært sér áhrif sín til að flýta fyrir afgreiðslu landvistar- leyfis filippseyskrar barnfóstru hjá- konu sinnar. í fyrstu neitaði hann öllu en hefur nú sagt af sér vegna málsins. Samkvæmt vinum Quinn, sem er 44 ára, er hún ánægð með af- sögnina en hún hefur þurft að eyða síðustu dögum á sjúkrahúsi vegna álagsins í kjölfars málsins. Útlit er fyrir að Blunkett hafi átt hlut að máli í óeðlilega hraðri meðferð landvist- arleyfisins eftir að tölvupóstur upp- götvaðist þar sem Blunkett fær að vita að leyfinu „verði flýtt án nokkura greiða". „Ég veit ekkert um þetta mál og hef ekki gert neitt rangt,“ sagði Blunkett í byrjun en bætti við að efa- semdir um heiðarleika hans hefðu þegar skemmt fyrir á þinginu. „Ég hefði aldrei viljað að eirikalíf mitt yrði gert opinberlegt. Ég er ekki reið- ur en ég er mjög sár og vil að fólk viti að ég hef ávallt reynt að gera mitt besta fyrir þjóðina," sagði Blunkett I hjartnæmu viðtali við BBC. Barnfóstran hafði fengið að vita að leyfið gæti tekið um það bil ár I Blunkett og Quinn Kimberly hefur þurft að eyða slðustu dögum á sjúkrahúsi vegna álags- ins I kjölfar málsins, enhúná von á sér I febrú- ar. Hún er útgefandi tímaritsins The Spectator og gift útgefanda breska Vogue. undirbúningi. Tæpum þremur vik- um síðar var leyfið gengið í gegn. Hún veitti The Daily Mail viðtal þar sem hún viðurkenndi að yfirmaður sinn, frú Quinn, hefði sagst þekkja háttsetta menn sem gætu togað I spotta og reddað málunum. Eigin- maður Quinn hefur staðið upp til varnar sinni ótrúu eiginkonunni. „Hún er langt því frá að vera mesti syndgari landsins og ég vona að fjöl- miðlar muni nú láta hana í friði.“ Blunkett er einnig sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína með því að gefa Quinn tvo lestarmiða sem hann fékk í vinnunni og að hafa lánað henni einkabílstjóra sinn til að skutía henni og syninum heim til hans. Talsmaður Blunketts segir hann hafa greitt fyrir lestarmiðana eftir að hafa kynnt sér reglurnar bet- Teppið á myndinni er Mohair 200 x 300, verð kr. 168.000 MJUKUR PAKKI Nýjar sendingar og mikið úrval af teppum i borðstofustærð 200 x 300 verð frá kr. 25.000 - 380.000. TEPPAGALLERI Bæjarlind 16, Sími: 568 6999 OPIÐ MÁN-FÖS: kl.10 LAU: kl. 11 - SUN: kl. 1 3 - ur. „Hann viðurkennir að hafa gert klaufaleg mistök, beðist afsökunar og greitt fyrir skuldina." Atvinnulaus í ástarsorg Samkvæmt slúðurblöðunum fór samband hans og Quinn í hundana eftir því sem áhugi fjölmiðla jókst. Blunkett kollféll fyrir henni I byrjun og sætti sig ekki við að þriggja ára sambandi þeirra sé lokið. Þar segir að Quinn sé þegar farin að reyna að byggja upp hjónabandið sitt. „Þegar ástarsamband þeirra var gert opinbert fór allt að ganga á aft- urfótunum. Hún vildi losna úr sam- bandinu en hann lét hana ekki í friði, var alltaf hringjandi í hana langt fram eftir nóttu og spilaði há- væra tónlist í símann," sagði heim- ildamaður eins blaðsins. „Nú hefur hann krafist DNA-rannsóknar til að fá að vita hvort Williams sé sonur hans.“ Annar félagi hans segir bömin það eina sem skipti Blunkett máli á þessari stundu. „Hann vill að þau vití að hann hafi fórnað glæstum ferli sínum fyrir þau." ákvörðunina um að segja upp starfi sínu sem innanríkisráðherra lands- ins hafi verið þá erfiðustu sem hann hafi tekið á ferlinum og síðustu þrjár vikur hafi verið þær verstu í lífi hans. Hann segist enn ffernur ekki muna eftir að hafa blandað sér í málið um landvistarleyfið en ætli ekki að fela sig á bak við ríkisstarfsmenn heldur axla ábyrgð og segja af sér. „Ég varð afar ástfanginn en kon- an vildi ekki gera samband okkar opinbert. Þegar fjölmiðlar fóm að fjalla um sambandið fór að halla undan fætí hjá okkur. Ég hef reynt allt síðustu þrjú árin til að halda í hana en ég hef aldrei og mun aldrei að ræða opinberlega um samband okkar." Hefur lítið gert fyrir fatlaða kjós endur sína Blunkett hefur verið afar umdeildur stjórn- málamaður í gegnum tíðina og þrátt fyrir að vera blindur hefur hann ekki meirihluta stuðn- ings síns frá fötluðum kjósendum, enda telja þeir hann hafa gert lítið fyrir sig. Hann hefur náð lengst allra blindra manna en framkoma hans er það afslöppuð að flestir gleyma fötlun hans. Sjálfur hefur hann skilgreint fötí- unina sem „óheppilega". Hann hefur verið dáður fyrir að hafa slitið sig frá fá- tækri fjölskyldu yfir í eitt erf- iðasta starf landins. Hjálpar- hundurinn Lucy hafði fylgt honum hvert skref í áratug en eftir að hafa ælt í púlt þingsins var henni skipt út fyrir hálfsyst- ur sína, Sadie. Blunkett segir Oavid Blunkett Fyrrverandi innanrikisraðherran, sem er blindur, segir ákvörðunina um að segja afsér hafa verið þá erfiðustu sem hann hafi tekið. Hann sagði enn fremur að sið- ustu þrjar vikur hafi verið þær erfiðustu i lifi sinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.