Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Qupperneq 28
i 28 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 Helgarblað DV Ýmislegt bendir til þess að þessi jólabókajól verði meiri og betri en nokkru sinni. Jakob Bjarnar Grét- arsson leitaði til nokkurra í útgáfubransanum sem eru eldri en tvævetur, fólk sem kann að spá í spilin og veit hvað klukkan slær. Spurningin er: hver selur mest? Spennan á jólabókamarkaðnum er að nálgast hámark. Fljótlega tekur við fár og svo doði. Þetta er ekki lengur í höndum útgefenda og höf- unda. Nú tekur markaðurinn við og þeir sem eru í miðju stormsins geta fátt annað gert en fylgst með. Eink- um og sér í lagi eru það sölutölurnar sem menn horfa nú spenntir á. Þær skipta öllu máli. Eða næstum því öllu máli og skilja á milli feigs og ófeigs í þessum harða bransa. Ymislegt telst til tíðinda þegar þessir spádómar eru skoðaðir. Und- antekningarlaust spá sérfræðingar blaðsins Arnaldi metsölu. Nái hann yfir 20 þúsunda múrinn má sannar- lega tala um metsölu í orðsins fyllstu merkingu. Þetta kemur ef til vill ekki svo á óvart, Arnaldur hefur notið ómældra vinsælda hér á landi sem víðar. Hitt kemur ef til vill meira á óvart að Ólafur Jóhann Ólafsson virðist ekki lengur geta gengið að metsölu sem vísri. Hvað svo sem veldur því. Barnabækur og spennu- bækur mega vel við una verði þessi niðurstaðan sem menn spá hér um. En ævisögur eru vart sjáanlegar. Það má einnig heita einkenni þessara bókajóla. Þær kenningar hafa verið settar fram varðandi ævisögurnar að þar gangi á með tíu ára sveiflum og við getum þá beðið í um fimm ár og þá fara þær að koma fram á nýjan leik. Ákaflega mjótt á munum Kristján B. Jónasson þróunar- stjóri Eddu segist ekki treysta sér til þess að setja fram nema topp 4 lista því svo mjótt verði á munum þegar lengra er komið niður sölulista. En hann þykist nokkuð viss um þessi fjögur efstu sæti. „Heimsmetabókin er í rosasölu en því miður seljast bara 5000 eintök af henni, meira kom einfaldlega ekki úr erlendri prentsmiðju og hún hef- ur verið uppseld hjá okkur núna í nærri viku. Hún yrði þarna í 4-5 sæti að öðrum kosti." Hitt er erfiðara um að spá. Englar og djöflar eru vissulega sterkir. „Ar- abíukonur, Bítlaávarp, Sakleysingj- ar, Dauðans óvissi, Barónn, Fíasól, og Karítas, HKL og nú koma reyndar fslendingar ansi sterkir þarna inn í þessari viku, Heilagur sannleikur. Allar þessar bækur verða yfir 5.000 eða á bilinu 5-8.000 eintök. íslend- ingar (það er á íslensku) fer fyrir víst í 7.000 eintökum og svo fara önnur 4.000 eintök á ensku, þannig að heildarfjöldi bókarinnar er á við mestu toppsölubækumar. Þess má einnig geta að Lost in Iceland á ensku, frönsku, þýsku og íslensku seldist í 10.000 eintökum í ár, þannig að þær em víða metsölubækurnar." Aðrar bækur segir Kristján ekki eiga séns í þessa baráttu, en þetta verður mikil barátta á síðustu metr- unum um einstök sæti og oft er ákaf- lega mjótt á mununum. Og 5. sætið verður að liggja milli hluta. „Eins og málin hafa þróast und- anfama daga treysti ég mér eigin- lega alis ekki til þess. Þetta verður hárnákvæmt jafiivægi. En ýmislegt er athyglisvert, til dæmis hve barna- bækur seljast í miklum upplögum. Bæði Guðrún Helgadóttir og Kristín Helga em að seljast miklu betur en í meðalári og Nyíon, Djúpríkið, Egla, Benedikt búálfur og fleiri slíkar em að fara mjög vel, yfir 3000 eintök." Spennubækur upp á pall- borðið „Mín tilfinning er sú að þetta eigi eftir að verða fín bókajól og að ein- hver aukning verði í bóksölu milli ára í heildina," segir Egill Örn Jó- hannsson hjá JPV útgáfu sem árum saman hefur staðið í þessum látum sem fylgja bóksölu um jól. Hann er enda fæddur í þennan hasar en fað- ir hans er sjálftir Jóhann Páll Valdi- marsson sem sjálfur fékk útgáfuá- stríðuna í arf. „Þegar fór af stað í haust var strax ljóst að út væru að koma fleiri bæk- ur en áður og í raun allt of margar. „Hér er metsöluhug- takið notað í eigin- iegri merkingu. Hvað þýðir það í krónum og aurum?" Salan fyrir jólin hefur hins vegar ver- ið virkilega fi'n og margar bækur í mjög góðri sölu það sem af er sem sést m.a. á metsölulistum sem hafa verið mjög ólflcir milli vikna. Hvað veldur þessari auknu bóksölu er erfitt að segja, en víst er að mikil aukning í kiljusölu á síðustu árum hefur án efa jákvæð áhrif á bóksölu fyrir jól. Spennubækur virðast eiga upp á pallborðið í ár, og virðast fleiri spennubækur gefhar út í ár en áður.“ Egill gantast með það að sinn topp fimm Usti dragi að einhverju leyti dám af því hvaða bækur hann er að gefa út, grínast með að hann setji sig ekki úr færi að koma sínum titlum á framfæri. En hans spá er reyndar ekki í miklu frábrugðin Kristjáns. Og þeir tveir vita um hvað þeir eru að tala. Egill Örn segir eng- an komast með tærnar þar sem Arn- aldur Indriðason hefur hælana. Sig- umdur Ernir er drjúgur að sögn Egils Arnar sem og Þráinn sem er með eina athyglisverðustu bók ársins. Sigmundur Ernir og Þráinn eru báð- ir á mála hjá JPV. „Og Útkallið - Týr, þetta selst vel á hverju ári að því er virðist óháð efni." Bókaþjóðin ekki goðsögn ein „Það er enginn spurnig um það að bóksala er töluvert meiri í ár en í fyrra," segir ívar Gissurarson hjá bókaútgáfunni Skruddu. „Og það sem gleður okkur hjá Skruddu er að hjá okkur seljast allir titlar vel sem er að mínu mati algjört lykilatriði. Og þá er það einnig gleðiefni, ef rétt reynist, að aukning í bóksölu virðist ívið meiri en í annarri vöru. Þetta með bókaþjóð- ina er þá kannski ekki bara goð- sögnin ein. Við erum þegar búnir að endurprenta bækur þrátt fyrir að hafa í upphafi tekið ákvörðun um að leggja í drjúga fyrstu prentun. Á þessari stundu er það ljóst að tveir titlar munu seljast upp fyrir jól þar sem úr þessu gefst ekki tækifæri til frekari prentunar." ívar er sem sagt harla kátur og það vafðist ekki fyrir honum að setja ffam sinn topp fimm lista, sína spá. Þar á eftir segir ívar koma: „Heilagur sannleikin, Dauðans óvissi tími og Baróninn." Skrumið kæfir sjálfstæða hugsun „Orðalagið „ástand og horfur" kallar alltaf á ákveðnar stellingar sem eru mér ekki mjög tamar," segir Hildur Hermóðsdóttir hjá forlaginu Sölku - bókaforlag sem hefur vakið mikla athygli, en þar hafa einkum verið gefnar út bækur eftir konur. Það er því kannski ekki úr vegi að Hildur komi fram með annað sjón- arhorn en hinir bröttu karlmenn sem hér er rætt við. „En eins og í öðrum geirum sam- félagsins finnst mér markaðslög- málin orðin of ráðandi í bókaútgáfu. Sölumennskan er númer eitt, aug- lýsingaflóðið og skrumið kæfa sjálf- stæða hugsun svo kaupendur fá varla svigrúm til að velja sjálfir. Þess vegna er að skapast ákveðin hætta á því að gæði, sköpunarkraftur og frumleiki verði víkjandi í bók- menntaheiminum - rithöfundar verða jú að lifa eins og aðrir og þurfa að dansa með." Hildur segir Sölku eiga glæsileg verk á sínum útgáfulista þetta árið. „Verk sem hlotið hafa fullt hús stiga hjá gagnrýnendum en ekki ratað á metsölulista. Ég er afar stolt af mín- um höfundum en tek ekki stóra áhættu í auglýsingamennskunni. Ég hef samt þá trú að góðar bækur rati til sinna og finnst allt stefna í gleði- leg bókajól." Topplisti Hildar „Metsölulistinn verður sjálfsagt á svipuðum nótum og hann er í dag," segir Hildur en vill ekki leggja fram lista. „Kleifarvatn í fyrsta sæti með 15-20 þúsund eintök, Sakleysin- gjarnir, Baróninn, Belladona skjahð, Árabíukonur, Karítas, Samkvæmis- leikir og Heimsmetabókin raða sér svo á eftir, ég þori ekki að nefria fleiri tölur, en söluhæsta bók ársins verð- ur vafalaust Da Vinci lykillinn, ég spái honum 25.000 eintökum." Hlutur höfunda 23 prósent „Money talks - bullshit walks" segir Kaninn alveg burtséð frá því hvað Hildur Hermóðsdóttir segir um hinn víkjandi sköpunarkraft, gæði og frumleika í auglýsingaflóði og sölu- mennsku. Það liggur fyrir hér að menn ætla Amaldi Indriðasyni met- sölu. Og hér er metsöluhugtakið not- að í eiginlegri merkingu. Hvað þýðir það í krónum og aurum? Jú, sam- kvæmt heimildum DV kostar bókin 4,680 sem er leiðbeinandi útsölu- verð. Af því er tekinn virðisaukaskatt- ur og áætlað að meðalafsláttur Eddu til viðskiptavina sinna sé 35%. Hlutur höfundar í því sem inn kemur í ljósi þess er 23% sé miðað við samning rit- höfundasambandsins við útgefend- ur. Það margfaldað með 20 þúsund þýðir að hlutur Arnaldar í öllu þessu séu rúmar 12 milljónir. Sannarlega á Arnaldur allt gott skilið og á sannar- lega inni fyrir þessari velgengni. Þumalputtareglan er sú að um 3 til 4 þúsund bóka ná því sem útgef- endur kalla metsölu - þetta hlutfall getur farið hátt í 30 prósént. Hins vegar minnkar þetta hlutfall ef „bestsellerar" eru annars vegar. Nú geta lesendur dundað sér við það að reikna út hlut þeirra höfunda sem hér eru nefndir tfl sögunnar af kunn- áttusömum útgefendum, viðmæl- endum blaðsins. jakob@dv.is .....— Jólabókaflóðið Nú erspennan fhámarki og persónur og leikendur, þeir sem eru í auga stormsins, geta fátt annað en hallað sér aftur og fylgst með sölutölum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.