Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 4

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 4
20. gr. Allt fé ,norðan Siglufjarðargirðingar, skal merkt með bláum lit á bæði horn. 21. gr. Á svæðinu frá Eyjafjarðargirðingum austur að Skjálfandafljóti skal allt fé vera ómerkt. 22. gr. Á svæðinu milli Skjálíandafljóts og Jökulsár á Fjöllum sunnan Gæsa- fjallagirðingar, skal merkja féð með hvítum lit á hægra horn. Allt fé á svæðinu norðan Gæsafjallagirðingar skal vera ómerkt. 23. gr. Á Hólsfjöilum, Axarfirði og Núpasveit, sunnan Sléttugirðingar, skal merkja féð með grænum lit á hægra horn. 24. gr. í Presthólahreppi og Svalbarðshreppi, norðan Sléttugirðingar, skal merkja féð með krómgulum lit á bæði horn. 25. gr. í Sauðaneshreppi og Múlasýslum báðum skal merkja féð á bæjum þar sem garnaveiki hefir orðið vart, með bláum lit á bæði horn. 26. gr. Kollótt fé skal merkt á hnakka, hægri eða vinstri kjamma, eftir því sem við á. 27. gr. Merkja skal greinilega, þannig, að mála hornin bæði aftan og fram- an, en forðast þó að mála yfir brennimörk. 28. gr. Öllum fjáreigendum er stranglega bannað að litarmerkja fé á haus eða hornum öðruvísi en að framan greinir. Framkvæmdarstjóri getur þó leyft litarmerkingar, þar sem sérstak- lega stendur á. 29. gr. Gamlar litarmerkingar, sem brjóta í bága við framanskráð fyrirmæli skal afmá. 30. gr. Hreppstjórar eru beðnir að sjá um, að fyrirmælum þessum verði fram- fylgt. 31. gr. Undanbrögð eða brot gegn fyrirmælum þessum varða sektum sam- kvæmt lögum nr. 44 frá 9. maí 1947. Reykjavík, 12. marz 1949. V Sauðfjársjúkdómanefnd.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.