Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 37
FREYR
135
Þetta er talin sú mikilvægasta tilraun,
sem gerð hefir verið með útsæðisöflun á
nefndu svæði.
Notkun köfnunarefnis var mikil í Þýzka-
landi fyrir stríð ög höfðu bændur aðeins
20—30% af því magni tíl umráða, sem þá
var venja að notá. Nú er húfjáráburður
mjög takmarkaður og því er ekkí mikíllar
uppskeru að vænta. Hvers vegna hefir
Þýzkaland ekki meiri köfnunarefnisáburð
en raun er á? Þar er þó hægt að framleiða
hann, og ódýrara að nota en að flytja inn
korn. Ástæðan til þess er, að þar er kola-
ékortur.
Önnur dæmi mætti nefna, sem staðfesta
hina mikiívægu þýðingu kolanna fyrir
framleiðslu og fjárhag Þjóðverja. Ég átti
leið framhjá málmnámunum við Braun-
schweig. Þær voru óskaddaðar en ekki í
gangi af því að kol vantaði til þess að hita
bræðsluofnana með. Auk þess voru þar erf-
iðleikar með flutninga. En hér er um að
ræða annan þátt, sem hefir mikilsverða
þýðingu í sambandi við dreifingu varanna.
Flutningamagnið takmarkast víða mjög
sökum kolaskorts.
Erfiðasti þröskuldurinn, sem stendur í
vegi fyrir skipulagningu vörudreifingar og
hagkvæmri notkun þeirra hjálparmeðala,
sem landið býður, eru þó landamörk þau,
sem takmarka setuliðssvæði hinna ein-
stöku þjóða, en þau takmörk eru því sem
næst óyfirstíganleg. Þess er að minnast, að
fyrir strið var 85—88% af steinkola- og
járnframleiðslunni á vestrænum slóðum
en 50% af korn- og kartöfluframleiðsl-
unni fór fram í þeim landshlutum, sem
Rússar ráða nú yfir, og meira en 60% af
sykurframleiðslunni kom af sama svæði,
þótt þar væru aðeins y3 íbúa landsins. í
þessu sambandi er þess að geta, að fólks-
fjöldinn hefir aukizt miklu meir í vest-
lægum héruðum landsins en þar sem Rúss-
ar ráða. Því er það auðskilið, að hætt er
við matvælaskprti á hinum vestrænu slóð-
iim.
Því er ekki að neita, að um talsverða
framleiðsluaukningu er að ræða á ýmsum
svæðum, en þegar litið er á heildina, þá
er hún sáralítil. Þetta staðfestist til dæm-
is á sviði kolaframleiðslunnar en hún fer
minnkandi. Á tímabili nam hún 250—280
þúsund smálestum á dag, er nú aðeins 200
þúsundir en ætti að vera 400 þúsundír. Um
birgðir er alls ekki að ræða. Þess vegna er
allt svo óvíst, alltaf er það eitthvað sem
hindrar framleiðsluaukningu, því að alls-
staðar vantar eitthvað.
Fátæklingarnir eiga einn erkióvin —
kuldann — sem að sumrinu er fjarri görð-
um, en óttinn við veturinn ríkir af því að:
útlit fyrir öflun eldsneytis er mjög dapurt.
Og sulturinn barði að dyrum á síðasta
vori og var almennari en nokkru sinni á
stríðsárunum. Brauðhleifarnar voru litlar,
kartöflur voru ekki til, lítið var um græn-
meti og kjöt og feiti í örlitlum mæli. í
margar vikur var þurrt brauð með gervi-
kaffi, te eða súpugutli, fæða almennings.
Kaupið er lágt, verkamaðurinn fær
kaup sem nemur 35—40 mörkum á viku,
og þó er skortur á vinnuafli. Kaupið
er svipað og í gamla daga, sniðið eftir verði
skammtaðra vara, en þær nægja ekki til
lífsframfæris sem telja mætti sæmilegt,
þótt þær fengjust. Á svörtum markaði eru
vörur keyptar fyrir geypiverð, sem fólk
með lágt kaup og lítil efni getur ekki
greitt.
Vöruskipti eru algeng. Fólk selur muni
sína til þess að draga fram lífið. Fjórtán
ára járnsmíðanemi í Dússeldorf, sem þarf
að sjá fyrir sér sjálfur, fær 24 mörk á
mánuði. Hann sagði, að ostur og smjör á
eina brauðsneið gleypti mánaðarkaupið, ef
kevpt væri á svörtum markaði.
Öldruð kona í Berlín safnaði í sumar
blöðum af illgresi, sem óx á götunum. Það
var grænmetið hennar — fæðan hennar.
Henni fundust brenninettlur of sterkar á
bragðið.
Lauslega þýtt. G. K.