Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 29
FRETR
127
Heildaráætlun norska
landbúnaðarins
Laust eftir stríðslok, þegar fyrstu um-
ræðurnar fóru fram, varðandi verðið á bú-
vörum í Noregi, var sérstaklega á það bent
hve mikil nauðsyn væri á því að gera heild-
aryfirlit yfir rekstur landbúnaðarins, tekj-
ur hans og gjöld. Var í því sambandi upp-
lýst, að þetta væri gert í Svíþjóð, var byrj-
að á því á stríðsárunum og það gert árlega,
Þegar ákveða skyldi verð búvara þar í
landi.
Haustið 1945 gerði svo „Landbrukets
Sentralforbund“ ráðstafanir til þess, að
slíkt heildaryfirlit yrði gert fyrir landbún-
aðinn í Noregi. Síðar á því ári sneru verð-
lagsyfirvöldin sér til búnaðarsamtakanna,
með ósk um, að Iögð yrðu á borðið gögn
varðandi rekstur landbúnaðarins. Árið
1946 var svo lagður fram árangur hinnar
fyrstu tilraunar, sem gerð var á þessu
sviði í Noregi. Auðvitað voru ýmsar rétt-
mætar athugasemdir við hann gerðar, og
þær, ásamt umræðum, er á eftir fóru, sner-
ust mest um reikningsaðferðir og í minna
mæli um sjálft verðlagið.
Á forsendum þeim, sem þegar voru gerð-
ar og niðurstöðum umræðna, voru svo
gerðar nokkrar breytingar á fyrirkomu-
lagsatriðum, áður en ákveða skyldi verð-
ið árið 1947.
Nefnd sérfræðinga var skipuð til þess
að ákveða og skipuleggja fyrirkomulag
heildaruppgjörsins. í nefnd þessa voru
kjörnir fulltrúar frá félagsstofnunum
bænda og frá ríkisstofnunum — sérfræð-
ingar á sviðl landbúnaðar og töluvísi.
Skýrsluhald og útreikningar allir voru
framkvæmdir hjá Landbrugets Sentralfor-
bund.
Sérfræðinganefndin var sammála um
heildaryfirlitið og á því var verðlagsáætl-
unin byggð fyrir árin 1939—40, sem próf-
steinn, en eiginleg áætlun fyrir 1946—47
og 1947—48.
Bæði landbúnaðurinn og ríkisvaldið
(ráðuneytið) samþykkti yfirlitið og var þá
fenginn grundvöllur til þess að byggj a verð
ið á framvegis, það er að segja að yfirlitið
gaf til kynna hve miklar tekjur landbún-
aðurinn þyrfti að hafa miðað við áætluð
útgjöld, en um verð einstakra vara sagði
það ekkert.
Árið 1947 urðu allmikil átök út af verði
búvaranna og það sem í milli bar var
hvernig nota skyldi tölur yfirlitsins. í
hita þeirra umræðna kom til orða að á-
stæða væri til þess að gefa heildaráætlun-
inni frekari gaum og láta hana skapa verð-
grundvöll til nokkurra ára.
Skyldi sérstök nefnd skipuð til þess að
athuga hvort þetta væri hægt. Nefndin
var skipuð, hún starfaði, og komst að
þeirri niðurstöðu, að þó að þetta yrði gert
þá þyrfti alltaf að gera árlegt heildar-
yfirlit yfir tekjur og gjöld landbúnaðarins,
öðruvísi yrði ekki unnið á heilbrigðan hátt.
En hún sagði líka, að auðvitað hlyti að
vera hægt að ná til samkomulags um á
hvern hátt heildaráætlunin skyldi hag-
nýtt er skapa skyldi verðlagsgrundvöll.
Árangur af starfi sérfræðinganefndar-
innar var talinn svo fullkominn, að sjálf-
sagt þótti að sama nefnd yrði starfandi
framvegis, sem áætlunarnefnd landbúnað-
arins, (Budgetnævn), til fjögurra ára. Var
með því gerð ráðstöfun til þess að hlaða
ofan á þann grunn, sem þegar var lagður
og tryggja hann og efla eftir því sem
reynslan leiddi í ljós, að ástæða væri til.
Nefnd þessi er enn starfandi og er for-
maður hennar Arne Eskeland, forstöðu-
stöðumaður við Búnaðarhagfræðistofnun
Noregs (Noregs Landbruksökonomiske
Institut), en Bændafélag Noregs og
Norskra bænda- og smábændafélagið eiga
fulltrúa í nefndinni ásamt þeim, sem skip-
aðir eru af hálfu ríkisvaldsins, sem sér-
fræðinga á vissum sviðum.
Áætlunarnefndin hefir eftirfarandi hlut-
verk að leysa af hendi:
1. Að gera heildaráætlun um hag land-
búnaðarins á hverju ári.
2. Að gera áætlanir og útreikninga yfir