Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 17
FREYR
115
ir litlu hnútar hafa stækkað, og þeim
fjölgað, þar til þeir mynda eina samfellda
hellu af flöguþekju og bandvef. Jafnframt
koma gjarnan fram ýmiskonar afmarkað-
ar ígerðir til viðbótar, vegna þess að lung-
un geta ekki lengur varizt óhreinindum
utan að.
Sýkil þann, sem orsakar mæðiveiki,
hefir ekki enn tekizt að finna, og því er
ekki hægt að nota sýklaákvarðanir til að
staðfesta sjúkdóminn.
Það hefir einnig reynzt miklum erfið-
Jeikum bundið að framkalla sýkingu í
heilbrigðum skepnum með hlutum úr
sjúkum líffærum, sem gæfu það ákveðn-
ar niðurstöður, að hægt væri að greina
veikina með vissu á þann hátt.
Ekki hefir tekizt að finna nema þetta
eina tilfelli í nautgripum, þrátt fyrir hina
útbreiddu mæðiveiki í sauðfé í stórum
hluta landsins á annan áratug.
Þrjú síðustu atriðin valda því, að ekki
er hægt að fullyrða það með vissu, að kýr-
in hafi verið með mæðiveiki.
Hitt er víst, að sjúkdómseinkennin hjá
kúnni líkjast fullkomlega einkennum við
mæðiveiki. Þau stafa fyrst aðallega frá
hinni sérkennilegu og miklu vökvamynd-
un í lungunum: Hóstakjöltur, vökvi í
hálsi, sem síðar fer að leka fram úr munn-
ínum, en þeytist við öndunina og myndar
þannig skjallhvíta froðu. Síðar, þegar
skemmdir aukast í lungunum, megrast
skepnan hægt og hægt, en heldur þó
furðanlega bæði holdum og mjólk. Þá
mæðist hún líka við litla áreynslu.
Lungnaskoðunin bendir einnig, eins og
fyrr getur, eindregið til þess, að um mæði-
veikiskemmdir sér að ræða.
m.
Nokkrar kýr hafa veikzt með einkenn-
um, sem líkjast þurramæði í kindum. Þótt
ekki hafi fengizt sönnun, né verulega
sterkar líkur, fyrir því, að um sömu veiki
sé að ræða, þykir rétt að láta ekki hjá líða
að gefa lýsingu á sjúkdómi þessum. Hing-
að til hefir hann aðeins fundizt í sveit-
um, þar sem nautgripir hafa meira og
minna samband við þurramæðisjúkt fé.
Það væri mikils um vert að fá með vissu
staðfestan sams konar sjúkdóm í naut-
gripum á þeim landssvæðum, þar sem þeir
hafa ekkert samband við veikt fé. Ef til
vill gætu eftirfarandi sjúkdómslýsingar
stuðlað að því, að ný tilfelli verði kunn.
A. Úr Stafholtstungum:
Kýrin bar fyrsta kálfi í nóvember 1947.
Hún þótti efnileg, líkleg til mjólkur og
virtist hraust, þar til um miðjan janúar
1948, að hún veiktist skyndilega, og var
kennt um súrheyseitrun. Henni batnaði
bráðlega aftur. Um miðjan febrúar fór
kýrin að fá hósta, og kenndi bóndinn það
loftleysi í fjósinu, því að tíðin var rysjótt
og varð að byrgja meir en venjulega.
Skömmu síðar var hún leidd um þriggja
km. veg, var nokkuð erfið viðfangs, hljóp
á kafla og mæddist mjög, en beið síðan
um eina klukkustund í fremur köldu hest-
húsi.
Eftir þessa ferð virtist kúnni stöðugt
hraka, og náði hún sér ekki aftur. Hún át
venjulega þurrheysgjöfina, en vildi ekki
vothey né kraftfóður. Holdin tálguðust
smám saman af henni, og mæðin óx. Hósti
var nokkur, en hún gat aldrei hóstað djúpt.
Stundum vottaði aðeins fyrir seigu slími
i nösum. „Yfirleitt hagaði sjúkdómurinn
sér eins og í mæðiveikri kind á lokastigi
sjúkdómsins", sagði bóndinn.
Dagsnyt kýrinnar hafði verið 11 kg. um
nýjár, en var 3 kg. í byrjun apríl, og virt-