Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 48

Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 48
146 FREYR Aukin uppskera af hverri flatareiningu lands miðar að því að framfleyta meiri mannfjölda en fyrr. Færri og færri stundir þarf til þess að framleiða á- kveðið afurðamagn. Árið 1880 þurfti 152 stund- ir til þess að framleiða 100 bushels af hveiti í Ameríku. Árið 1940 þurfti aðeins 47 stunda mannsvinnu til þess. Til þess að framleiða 100 bushels af maís þurfti 180 stundir árið 1880 — nú aðeins um 80. Meðal uppskera jurtagróðurs var 25% meiri árið 1944 en 1917—21. Á sama tíma hefir meðal- nyt kúnna aukizt um 25% og afurðamagn hverrar hænu 27%. Með auknum fólksfjölda þarf að auka hið ræktaða land eða uppskera meira af hverri einingu lands, eða þá hvorutveggja. Árið 1975 er gert ráð fyrir að fólksfjöldi Bandaríkjanna verði 162 millj. eða 20 millj. meiri en nú. Talið er að rækta þurfi 53 milljónir ekra til þess að afla matvæla á mann í sama mæli og nú, að meðaltali. Árið 1970 munu verða um 175 þúsund íbúar hér á landi ef fólksfjölgun verður hlutfallslega svipuð um komandi 20 ár, eins og nú er. Til þess að full- nægja mjólkurþörf þjóðarinnar þarf kúnum að fjölga að minnsta kosti um 600 á ári að meðaltali eða um 12 þúsund samtals. Ættu þá kýrnar að verða um 40 þúsund árið 1970. Gera má ráð fyrir að meðal-kýrnytin vaxi, enda þarf þess, því að smjörskortur er og verður framvegis, nema mjólkurmagnið aukizt og fitumagn mjólkurinnar einnig. Kornuppskeran í heiminum á árinu 1948, var meiri en nokkru sinni fyrr, en þó þurfa 300 milljónir manna ennþá að hafa skömmtunarmiða í höndunum til þess að fá „daglegt brauð“ og ótaldar eru þær milljónir, sem ekki fá saðningu sína. Tilkynning þessi er send frá alþjóða- mat- FRE YR — búnaðarblað — gefið út af Búnaðarfélagi Islands og Stéttarsambandi bœnda. Ritstjóm, afgreiðsla og innheimta: Lækjargötu 14 B, Reykjavík. Pósthólf 1023 Simi 8110. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Kristjánsson. Utgáfunefnd: Einar Olafsson, Pálmi Einarsson, Steingrímur Steinþórsson. Verð kr. 25.00 á ári. Gjalddagi fyrir 1. júlí Prentsmiðjan Edda h.f. væla- og landbúnaðarstofnuninni FAO. Fregn- inn ifylgir einnig, að óvíst sé hvort uppskeran verði eins mikil á komandi sumri. Er af því auðstætt að ekki horfir vel fyrir þeim sem nú svelta. Talsverður hluti hinnar miklu uppskeru hefir gert bændum kleift að auka bústofn sinn. Fjárhags- og félagsmálaráð sameinuðu þjóðanna telur að horfur séu á því, að dýrtíð og peningaflóð hafi náð há- marki í flestum löndum. Stóraukin framleiðsla í iðnaði og landbúnaði er talin eiga sinn þátt í því. Ýmissar iðnaðarvörur eru þó enn í litl- um mæli á almennum markaði og er verð þeirra því hátt, en fjárfesting fer fram í mikl- um mæli því að margt þarf að endurreisa eftir margra ára vanhirðu eða eyðileggingu, einkum í þeim löndum, sem stríðsvélarnar herjuðu. Vegna fjölda fyrirspurna um kýrbönd, ásamt milligerðum milli bása, og bása og jata, sem auglýst var í Frey nr. 1 —2, að Steindór Jóhannesson járnsmiður á Akureyri framleiddi, skal þess getið, að því miður skortir nú efni til framleiðslunnar, en von er um að úr rætist. Búist er við, að út- búnaðurinn allur kosti um 150 kr. á stórgrip. ★

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.