Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 22
120
FREYR
Sykur: Sami skammtur og verið hefir eða
227 gr. á mann vikulega.
Feiti: Smjör, smjörlíki og önnur feiti 227
:gr. vikulega á mann.
Ostur: Vikuskammtux 43 gr. á mann.
Egg: Óákveðiö, en eitthvað meira en 1948.
Mjólk: Þegar frá eru dregnir þeir, sem
sérstaklega er séð fyrir mjólk (börn og
sjúklingar) er gert ráð fyrir vikuskammti
að minnsta kosti 1,15 1. á mann.
Það er tekið fram, að í reyndinni muni
skamtur ofangreindra matvæla verða
nægilegur, en ef greiðlega takist með öflun
dollara þá megi gera ráð fyrir að skammt-
urinn verði aukinn með tilliti til þess, að þá
sé viðbúið að menn verði að leggja meira
að sér við innanlandsframleiðslu. Fyrir-
hugað er að leggja allt kapp á að flytja út
vörur til Marshall-landanna i þeim tilgangi
að kaupa lífsnauðsynjar þaðan. Er það
einkum flesk og mjólkurvörur, sem óskað
er eftir í stærra mæli en áætlunin hefir
gert ráð fyrir.
Áður greind upphæð, 1.263 milljónir doll-
ara, sem Evrópuhjálpin ætlar brezka ríkinu,
er ætluð til kaupa á matvælum fyrst og
fremst og er þar t. d. gert ráð fyrir 300
milljónum dollara fyrir korn frá Canada,
sykri frá Cuba fyrir 25 milljónir, kjöt og
flesk frá Canada fyrir 73 milljónir, osti frá
Bandaríkjunum og Canada fyrir 26 milljón-
ir, o. s. frv. allt talið í dollurum.
Clydesdale kynbótahestur.
Foto: The Scottish Farmer.