Freyr - 01.04.1949, Blaðsíða 27
FREYR
125
henda allt korn til skömmtunar handa
mönnum og skepnum eftir fyrirmælum
yfirvaldanna. Slík skömmtun hefir verið
ráðandi í Evrópu síðan 1939 og enginn hef-
ir haft ráðstöfunarrétt á því korni, er hann
ræktaði. Hér er nú verið að hvetja til auk-
innar fóðurframleiðslu og fyrirheit gefin
um, að bóndinn megi sjálfur hagnýta fóð-
urkornið, ef hann ræktar brauðkorn, og
meira að segja má hann halda eftir á-
kveðnu magni uppskeru sinnar af brauð-
korninu.
6. Fjármagn það, sem landbúnaðurinn
má festa til ársloka 1952, er samtals áætl-
að 1.800 milljónir dollara. Af því mun var-
ið um það bil helmingi til öflunar og við-
halds véla. Til þess að skapa fjármagn
þetta hefir verð á búvörum verið hækk-
að. Þar að auki greiðir ríkið ákveðinn
hluta vissra framkvæmda t. d. af plæg-
ingu graslenda, sem legið hafa lengur en
3 ár. Ríkið greiðir halla þann, er verða
kann á rekstri sæðingarstöðva fyrstu
starfsár þeirra. Ákvæði um verðlag fram-
leiðslunnar eru sett 18 mánuðum áður en
uppskorið er, að því er snertir jarðargróð-
ur og lágmarksverð búfjárafurðanna er
ákveðið 2—4 árum áður en þar eru fram-
leiddar.
Það segir sig sjálft, að bændurnir sjálfir
ráða mjög miklu um hversu vel tekst að
framfylgja áætlunum þeim, sem gerðr"
, ■■ :
Cheviot hrútur.
Foto: The Scottish Farmer.